Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Page 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Page 45
Sjómannablaðið Víkingur – 45 Gildi Vinnslustöðvarinnar eru að hafa virðingu, sjálfbærni og sanngirni að leiðarljósi í starfseminni til að skapa fyrirtækinu og samfélaginu velferð og farsæld. Það gerist meðal annars með því að umgangast og nýta auðlindir hafsins með virðingu og skynsamlegri sókn. Gildin eru ekki orðin tóm heldur raunverulegur leiðarvísir í daglegu starfi. Þau birtast líka út á við með því til dæmis að VSV stuðlaði að því að galopna dyr að sjávarríkinu við Ísland á Vefnum. VSV styrkti Erlend Bogason kafara til kaupa á fullkomnum búnaði til myndbandsupptöku í sjó í framhaldi af því að hann myndaði neðansjávar á vegum fyrirtækisins á humarslóð við Eyjar árið 2005. Í framhaldinu notaði Erlendur nýja upptökutækni í tengslum við doktorsverkefni skoska líffræðingsins Heather Philp þegar Vinnslustöðin og Háskóli Íslands sameinuðust haustið 2006 um rannsóknir á atferli, veiðum og vinnslu humars. Heather varði doktorsritgerð sína við HÍ í október 2014. A th yg li - E ffe kt Hafnargata 2 • 900 Vestmannaeyjar • sími 488 8000 • vsv@vsv.is • vsv.is Veiðistjórnunarkerfið frá Simrad þekkja flestir skipstjórnarmenn enda hefur það þjónað íslenskum útgerðum árum saman. Hér fara saman gæði, áreiðanleiki og ending. ..........og að sjálfsögðu góð þjónusta! FM90 fjölgeisla höfuðlínusónar PX Trollauga Askalind 2, 201 Kópavogur simberg@simberg.is www.simberg.is S: 414 4414 Simberg ehf „Hvað á svo að gera við allt þetta gras?“ Sigurður Kristjánsson bóksali á afmæl- isdegi sínum þegar hann leit yfir öll blómin sem honum höfðu borist í tilefni dagsins. • „Nú fer ég líklega að deyja og þá fer ég til helvítis. En það er ekki þar fyrir - eitthvað verður karli að orði þegar þangað kemur.“ Árni Einarsson á Æsustöðum, dó snemma á 19. öld. • „Ég var við.“ Þorvaldur í Síld og fiski aðspurður um ástæður auðsældar sinnar. • Guðrún Runólfsdóttir ræddi við son sinn, Sigurð Ingjaldsson frá Balaskarði, og var- aði hann við að láta Satan ná tökum á sér en drengurinn svaraði: „Hvað! Heldur þú hann hugsi um mig, sem er svo lítill og ónýtur?“ Þá sagði Guðrún móðir hans: „Hann er ekki svo stór upp á sig sem þú heldur.“ • „Frelsari minn bar krossinn á bakinu, ég vil ekki bera kross á brjóstinu.“ Guðmundur J. Guðmundsson (Jaki) þegar hann afþakkaði heiðurskross.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.