Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Blaðsíða 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Blaðsíða 47
Sjómannablaðið Víkingur – 47 framan okkur. Flugvélar og bifreiðar hafa stöðugt orðið hagkvæmari hvað varðar eldsneyti og mengun meðan tæknilegar framfarir í hönnun skipa hefur fært þau aftur í þróun um 25 ár. Tölvuvírus Nýlega fannst óvenjulegur vírus í tölvukerfi fyrirtækis sem á viðskipti með olíu, svokallaðir olíumiðlarar. Þeir stunda viðskipti með heilu skipsfarma af olíu meðan tankskipin eru í hafi en ekki er óalgengt að farmar þeirra skipa gangi kaupum og sölum meðan á ferð skips stendur. Þessi vírus, sem kall- aður hefur verið Hrekkjadraugurinn, hefur verið sendur skipulega á olíu- miðlara en hann er þannig gerður að öflugustu vírusvarnarkerfi finna hann ekki. Hann fannst fyrst 2013 og virðist hafa náð að lifa þokkalegu lífi þar sem þeir sem fyrir honum verða eru tregir að tilkynna um skaðann sem þeir verða fyrir. Það sem vírusinn gerir er að hann gefur þeim sem honum stjórnar aðgang að mikilvægum gögnum olíumiðlaranna sem í kjölfarið fá boð um kaup á olíufarmi, svokallaða Bonny Light Crude Oil (BLCO) sem er olía unnin í Nígeríu og er í háum gæðaflokki. Allar upplýsingar um selj- anda sem og allir pappírar sem sendir eru á milli eru ófalsaðir og ekkert sem bendir til að hér sé um fölsk viðskipti að ræða. Þegar allir pappírar eru klárir er viðskiptunum lokið með greiðslu sem er á bilinu 50 til 100 þúsund dollarar. Þegar peningurinn hefur verið millifærður kemur í ljós að um enga olíu er að ræða bak við viðskiptin. Siglingar hefjast á ný Tímamót urðu hjá Írönum í ágúst s.l. þegar fyrsta Evrópska gámaskipið, CMA CGM Andromeda, kom til hafnar í Bandar Abbas. Allar siglingar evrópskra skipa til Írans lögðust af þegar viðskiptabann var sett á landið í kjölfar stefnu þeirra í kjarnorkuvopnamálum árið 2012 fluttust þá allir sjó- flutningar erlendra skipa af og hafa Íranir reitt sig á landflutninga sem og á eigin skipaflota til að koma varningi til og frá landinu. Reyndar náði bannið ekki til flutnings á matvælum, lyfjum og öðrum varningi sem ætlaður var til mannúðarmála en erlendu skipafélögin ákváðu að hætta siglingu svo engin hætta yrði á því að rangur farmur færi til íranskra hafna. Samningur Írana við heimsöflin mun smátt og smátt opna siglingar til landsins svo fremi að þeir standi við sinn hlut um eyðingu kjarnavopna. CGM CGA var fyrsta skipafélagið til að snúa ferðum skipa sinna til Íran en hinir risarnir eru ekki langt frá. Evergreen áætlaði komu fyrsta skips þeirra nokkrum dögum eftir að CMA CGM Andromeda hafði viðkomu í Bandar Abbas. Tryggingaklúbbar hafa reyndar varað skipafélög um að fara varlega í flutninga að nýju til Írans og leita sér lagalegrar aðstoðar svo öllum reglum verði fylgt á réttan hátt. Spár gera ráð fyrir að gámaflutningar að og frá landinu munu aukast um tæp 7% á þessu ári og ná 1,7 milljón TEUs. Áður en viðskipta- bannið tók gildi fóru um 2,8 milljónir TEU gámaeiningar um höfn- ina í Bandar Abbas. Erfiðleikar í skipasmíðaiðnaðinum Þrjár af stærstu skipasmíðastöðvum heims, Hyundai Heavy Industries Co., Daewoo Shipbuilding & Marine Engineering Co. og Samsung Heavy Industries Co., sem allar eru í Suður-Kóreu tilkynntu í júlí að samanlagt hefðu þær tapað 4,1 milljarði dollara á öðrum ársfjórðungi sem er mun verri staða en sérfræðingar höfðu spáð. Aðalástæða þessa mikla taps má rekja til umskipta Kóreumanna að færa sig úr skipasmíðum í smíði olíubor- palla árið 2010 til að forðast samkeppni við kínverskar skipasmíðastöðvar. Kínversku skipasmíðastöðvarnar hófu þá mikla samkeppni í smíði skipa og þá sérstaklega olíuskipa enda höfðu þeir yfir að búa miklu magni af mjög ódýru vinnuafli. Eitt af vandamálum skipasmíða í dag er offramboð af skip- um og þá hafa flutningsgjöldin farið lækkandi. Þetta hefur valdið því að kínversku skipasmíðastöðvarnar hafa orðið að leita í vaxandi mæli eftir rík- isaðstoð. Á einu ári féll olíuverð um 60% sem varð til þess að eftirspurn eft- ir olíuborpöllum dróst saman samhliða því að Kóreumenn höfðu einblínt á smíði palla sem gátu unnið á allt að 1000 metra dýpi enda þótti smíði palla með meiri getu hafi kallað á meiri sérhæfni. Eldsneyti framtíðarinnar Í framtíðinni munu flest skemmtiferðaskip brenna fljótandi jarðgasi (LNG) í stað olíu, spáir stjórnarformaður Wärtsilä samsteypunnar Björn Rosengren. Tækninni fleytir fram og einnig er hér á ferðinni umhverfisvænna eldsneyti en nú er notað. Stöðugt hertari kröfur um losun mengandi efna kalli á að breytingar verði í skipaeldsneyti. Nú þegar hefur Carnival samsteypan lagt inn pantanir á næstu kynslóð skemmtiferðaskipa með pöntun á fjórum LNG knúðum skipum. Þar sé skriðan að fara af stað. Mikill ávinningur er að því að geta tekið á móti skemmtiferðaskipum enda miklir peningar í húfi. Í dag eru þó annmarkar á notkun skipa sem knúin eru LNG þar sem einungis 15 hafnir í heiminum geta afgreitt LNG til skipa í dag. Það eitt hefur hamlað þróun þess að farið sé frá jarðolíu yfir í jarðgas til að knýja skip áfram. Á það hefur verið bent að með tilkomu fyrstu skemmtiferða- skipanna, sem knúin verða með LNG, muni skriða fara af stað í að koma upp aðstöðu fyrir LNG eldsneyti til að geta tekið á móti þessum skipum. Það er því ljóst að ef Ísland ætlar að vera áfram vinsælt land fyrir skemmti- ferðaskip þarf sannarlega að huga að möguleikum þess að hægt sé að sjá skipum framtíðarinnar fyrir eldsneyti. Sjóferðabækur Nautilus, félag sjómanna í Evrópu, hefur skrifað bréf til siglingamálaráð- herra Breta um að stjórnvöld beiti sér fyrir því að þeir sem og önnur þjóð- ríki innleiði ILO samþykktina um réttindi sjómanna númer 185 en hún var gerð í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Tvíburaturnana 9. september. Fjallar hún um persónuskilríki sjómanna og öryggi þeirra. Um er að ræða svokall- aðar sjóferðabækur sjómanna en við Íslendingar fengum fyrstu slíku bókina sem uppfyllti samþykktina í ágúst 2013 og þá samkvæmt eldri samþykkt- inni sem er númer 108. Hana fullgiltu íslensk stjórnvöld árið 1970 en gerðu svo ekkert til að uppfylla hana. Ekki þótti ástæða til að við myndum fara í innleiðingu á 185 samþykktinni, þegar verið var að berjast fyrir að stjórn- völd gæfu út lögboðin persónuskilríki til handa íslenskum sjómönnum, þar sem svo fá ríki væru búin að gera slíkt. Þessar samþykktir fjalla um öryggi sjómanna, landgönguleyfi, ferðir að og frá skipum svo eitthvað sé nefnt. Bendir formaður NUMAST, Mark Dickinson á að nú 12 árum eftir að 185 samþykktin leit dagsins ljós nær hún ekki þeirri innleiðingu stjórnvalda um allan heim sem hún ætti að hafa fengið með þeim afleiðingum að réttindi sjómanna eru fyrir borð borin. Sem dæmi þá benti hann á að könnun sem framkvæmd var af SCI miðstöðinni sem berst fyrir réttindum sjómanna í Bandaríkjunum kom í ljós að 17% sjómanna sem heimsóttu 27 lykilhafnir þar í landi var neitað um landgöngu og að 30% skipa sem komu til hafn- anna voru með einn eða fleiri skipverja sem meinuð var landganga. Þetta var það hæsta sem mælst hafði verið í 12 ár en þessi könnun fór fram í maí á þessu ári. Af þeim sem meinuð var landganga voru 80% sem ekki fengu að fara í land vegna skorts á gildu visa. Því til viðbótar voru meira en 80% sjómannanna á skipum sem voru undir fánum þjóðríkja sem höfðu innleitt ILO samþykktina 185. Sautján þessa skipa sigldu undir breskum fána en 30% sjómannanna á þeim var meinuð landganga sökum skorts á visa. Meðal þess sem skilríki sjómanna samkvæmt 185 samþykktinni tekur á er að sjómenn eigi ekki að þurfa visa inn í þau lönd sem skip þeirra kemur til enda getur verið erfitt fyrir sjómenn að eiga slíkt fyrir öll þau lönd sem skip þeirra gæti siglt til. Eitt af því sem Mark benti á er að samþykktin 108 er löngu úr sér gengin og brátt mun hún ekki lengur uppfylla kröfur þeirra ríkja sem þegar hafa innleitt 185 samþykktina. Nýlega innleiddu Indverjar samþykktina meðan Bretar halda sig enn við 108 samþykktina. Það væri stórt skref ef íslensk stjórnvöld hæfu þegar undirbúning að inn- leiðingu 185 samþykktarinnar. Ein stærsta breytingin milli 108 og 185 sam- þykktarinnar er að sjóferðabækurnar innihaldi lífsýni eiganda hans. Olíuiðnaðurinn hefur reynst suður-kóreönskum skipasmíðastöðvum erfiður. Ljósmynd: BusinessKorea CMA CGM Andromeda var fyrsta vestræna skipið til hafnar í Íran eftir að viðskiptabanni var aflétt. Ljósmynd: CMA CGM

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.