Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Síða 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Síða 50
50 – Sjómannablaðið Víkingur Rétt í þann mund er Eva gengur inn í lyftuna kemur karl hlaupandi. Eva teygir sig fyrir hurðina og hrópar: „Fljótur, ég held henni opinni.“ Hann svarar: „Nei takk, ég er að fara upp á aðra.“ • Grímuklæddur ræningi kemur askvaðandi inn í búðina en missir grímuna í ákafanum. Ræninginn er miður sín, gengur að næsta viðskiptavini og spyr: „Sástu framan í mig?“ Sá jánkar og er umsvifalaust skotinn í hjartastað. Ræningin gengur á röðina og spyr konu sömu spurningar. „Nei,“ svarar konan, „en maðurinn minn þarna, gerði það!“ • Er ég kom inn í eldhús sá ég hana. Hún var á eldhúsbekknum og það stirndi á svarta húð hennar. Húðin var rök eins og hún væri rétt ný komin úr heitum potti. Hjartað í mér tók kipp og ég starði á hana. Löngun mín til hennar varð ekki lýst með orð- um. Ég stóð grafkyrr og var eitt augnablik í vafa um hvort hún væri raunverulega mín. Hjartsláttur minn jókst hægt og þétt og ég fann spennuna magnast á milli okkar. Ég tók skref í áttina til hennar, hikandi í fyrstu en er nær dró efldist sjálfstraust mitt og ég tók síðustu skrefin í stökkum. Þarna var hún, dálítið framandi, svolítið eins og af öðrum heimi. Ég strauk hendi niður kinn hennar og fann að hún var heit. Ég stóðst þetta ekki lengur og áður en ég vissi af var tunga hennar kominn á kaf í munninn á mér. Þvílík vellíðan, þvílík tilfinning. Þótt ég hafi gert þetta áður þá var tilfinningin samt eins og ný. Bragðið af tungunni var engu öðru líkt og vakti hjá mér vellíðan. Vellíðan sem ég hef farið á mis við allt of lengi. Vellíð- an sem ég hef ekki fundið í tæpt ár. Já, svið af íslensku sauð- kindinni er klárlega eitthvað sem ég þarf að hafa oftar á boðstólum. Það er greinilegt að haustslátrunin er hafin. • Staurblankir kunningjar lögreglunnar í Hafnarfirði ákváðu að ræna banka í Reykjavík. Þeir settu upp grímur og ruddust inn í bankann með offorsi og látum, hvor með sína haglabyssuna. „Upp með hendur, þetta er rán!“ hrópuðu þeir. „O, Hafnfirðingar, einu sinni enn,“ sagði þá gjaldkerinn Ræningjana rak í rogastans. „Nú, hvernig sérðu það?“ spurðu þeir. „Þið sagið alltaf vitlausan enda af haglabyssunni!“ svaraði gjaldkerinn að bragði. • Konan vaknar við að eiginmaðurinn lá ofan á henni, kófdrukk- inn, og var að pota upp í hana magniltöflu. „Hvað ertu að gera?“ spyr hún úrill. „Ég er að reyna að troða töflunni upp í þig,“ drafar í honum. „En ég er ekki með hausverk.“ „Gott, þá getum við loksins gert það.“ • Dama nokkur gekk niður Laugaveginn á leið í vinnuna og tók eftir páfagauk sem sat á priki fyrir utan gæludýrabúð. „Hey, kona, þú ert ljót!“ gargaði páfagaukurinn á dömuna sem varð bálreið og strunsaði fram hjá búðinni. Á leiðinni heim úr vinnunni rak hún augun í sama páfagauk sem gargaði á hana: „Hey, kona, þú ert ljót!“ Daginn eftir var það sama uppi á teningnum. Daman vatt sér því inn í verslunina og varaði eigandann við því að ef hún yrði aftur fyrir svona móðgunum myndi hún fara í mál við hann og fá fuglinn aflífaðan. Eigandinn lofaði því að páfagaukurinn skyldi ekki endurtaka leikinn. Daginn eftir þegar daman gekk fram hjá búðinni gargaði páfagaukurinn: „Hey, kona! Daman stoppaði og svaraði: „Já.“ Og gauksi sagði: „Þú veist!“ • Eldri maður fannst meðvitundarlaus á heimili sínu. Hann hafði tekið banvænan skammt af Viagra. Honum er nú haldið sofandi í mjaltavél. Lausn á krossgátu nr. 23 Ker Umbúðamiðlunar eru eingöngu ætluð undir matvæli.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.