Fréttablaðið - 01.09.2022, Síða 1

Fréttablaðið - 01.09.2022, Síða 1
1 9 7 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F I M M T U D A G U R 1 . S E P T E M B E R 2 0 2 2 Samtímasaga um samfélagið Flott á floti í fimm ár Menning ➤ 32 Lífið ➤ 34 Mikill kostnaður og röskun á starfi lögreglu þegar vinnu- vikan var stytt. Sérstakt átak þarf til að brúa bilið. bth@frettabladid.is SAMFÉLAG Stytting vinnuvikunnar kallar á að ráðnir verði allt að 75 nýir lögreglumenn. „Við erum að tala um 50 til 75 ný störf. Niður- staðan veltur dálítið á breytingum á vaktakerfum,“ segir Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri hjá rík- islögreglustjóra. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkis- lögreglustjóri staðfestir að styttingin kalli á mikla endurskipulagningu. „Breytingin eykur þörf á f leiri menntuðum lögreglumönnum. Það á að vera okkar aðalkeppikefli að fjölga menntuðum lögreglu- mönnum sem mest. Við höfum náð að bregðast við í bili en það þarf augljóslega að bæta enn frekar í,“ segir hún. Ein af leiðing styttingar er að f leiri ófaglærðir standa nú vaktir en áður, ekki síst um helgar. Sam- kvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra er hlutfall ófag- lærðra meira vandamál úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma hafa verkefni lög- reglu sumpart orðið alvarlegri. Dæmi eru um skotárásarmál undan- farið þar sem hluti lögreglumanna í útkalli hefur verið ófaglærður. Lögreglumenn sem Fréttablaðið hefur rætt við segja ekkert benda til að menntunarskortur hafi haft mikil neikvæð áhrif í alvarlegum málum. Ef auka eigi þjálfun við skot- vopn og til að mæta nýjum tímum segi sig þó sjálft að brýnni þörf sé en nokkru sinni á að mennta og þjálfa fleiri lögreglumenn. Lögregla hefur komið áhyggjum sínum um manneklu á framfæri við dómsmálaráðherra. Lögreglunem- um var fjölgað úr 40 í 80 í haust. Það dugar ekki til, að sögn ríkislögreglu- stjóra, og er vænst áframhaldandi fjölgunar nýnema til að brúa bilið. n Fjölga þarf í lögreglunni um sjötíu vegna styttingar Ríkisráð kom saman í gær en ríkisráðsfundir eru alla jafna haldnir á hálfs árs fresti. Þetta er fyrsti fundurinn við hið sígilda ríkisráðsborð eftir að heimsfaraldurinn skall á. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglu- stjóri FJÖLMIÐLAR Sífellt meiri hraði fær- ist í þróun á fjölmiðlamarkaði og kallar það eftir viðbrögðum þeirra fyrirtækja sem halda vilja í lesendur sína og áhorfendur. Minnkandi lestur dagblaða og minnkandi áhorf á línulega dag- skrá virðist sýna æ minni fjöl- miðlaneyslu en þó er almenningur í sífelldri tengingu við fréttir f lesta tíma sólarhringsins. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir stefnumörkun RÚV taka mark á breytingu fjölmiðlaumhverfis. SJÁ SÍÐU 10 Þróun fjölmiðla kalli á breytingar NEYTENDUR Sælgæti í Fríhöfninni er í mörgum tilvikum mun dýrara en í lágvöruverðsverslunum höfuðborg- arsvæðisins. Virðist sem almenn- ingur og ferðamenn sem fara um Leifsstöð fái ekki að njóta að vörur séu seldar án virðisaukaskatts. Breki Karlsson, formaður Neyt- endasamtakanna, segir álagningu hins opinbera gífurlega og algerlega út úr korti fyrir verslun sem ekki þarf að standa skil á virðisauka- skatti. SJÁ SÍÐU 6 Dýrara að versla sælgæti í Fríhöfn en annars staðar Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri Breki Karls- son, formaður Neytendasam- takanna ... hjá okkur í d a gH já b ónda í gær ... markaður Bænda um helgina! á Heilsu- & lífsstílsdögum Nettó Sigraðu heilsuna 1.-11. sept. Ofurtilboð og app- tilboð alla dagana

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.