Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.09.2022, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 01.09.2022, Qupperneq 22
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Dagskrá Karnivals í Kópavogi n Fordyri Salarins, kl. 13 -15 Sirkus Ananas, sönghópur- inn Tónafljóð og töfra- maðurinn Einar Aron. n Náttúrufræðistofa Kópa- vogs, kl. 13-15 Frauðtertuskreytingar- námskeið með frauðtertu- gerðarteyminu Gorklín. n Bókasafn Kópavogs, kl. 13-15 Stenslagerð í Múmíndal með Önju Ísabellu Löven- holdt. Í smiðjunni er boðið upp á ólíkan efnivið, allt frá blómum til tímarita. n Gerðarsafn, kl. 13-14 Danssmiðja fyrir börn og fjölskyldur með Katrínu Gunnarsdóttur danshöf- undi og Evu Signýju Berger hönnuði. n Gerðarsafn, kl. 14-15.30 Listamannateymið Improv for Dance Enthusiasts með leikandi léttan dansspuna og dansæfingar fyrir alla aldurshópa. n Gerðarsafn, kl. 13-16 SWAP-skiptimarkaður. Komdu með listrænan mun og skiptu út fyrir aðra hluti sem þú vilt eða þig vantar. Listrænir munir geta verið bækur, ljóð, ljósmyndir, prent, málverk, skúlptúrar, útsaumur, og fleira. Ókeypis er á alla viðburði og sýningar í tilefni dagsins. „Haustkarnivalið er í raun hugsað sem upptaktur að haustdagskrá og menningarvetri,“ segir Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefna- og viðburðastjóri hjá Kópavogsbæ. „Þarna stíga á stokk listamenn úr ólíkum áttum sem bjóða upp á skemmtun og skapandi starf fyrir alla fjölskylduna,“ segir Elísabet Indra og bætir við að ókeypis sé á alla viðburði og sýningar í tilefni dagsins. Þverfaglegt samstarf á milli húsa Fram undan í haust er glæsileg og fjölbreytt viðburðadagskrá sem menningarhúsin fimm í Kópavogi standa að baki en þau eru Gerðar- safn, Salurinn, Héraðsskjalasafn Kópavogs, Bókasafn Kópavogs og Náttúrufræðistofa Kópavogs. „Vegna návígis þessara menn- ingarstofnana hefur í gegnum árin skapast hefð fyrir frjóu og áhuga- verðu samstarfi þvert á ólíkar listgreinar, fræði og vísindi,“ segir Elísabet Indra, „bæði í sýninga- haldi, viðburðum og fræðsluverk- efnum.“ Pönkganga um Kópavog og arabísk letursmiðja Alla miðvikudaga yfir vetrar- tímann skiptast húsin á að bjóða upp á Menningu á miðvikudögum klukkan 12.15 en þar kemur fram áhugavert fræða- og listafólk úr ólíkum áttum með hádegiserindi, tónleika, listamannaleiðsögn og fleira. „Á miðvikudögum í september verður boðið upp á pönkgöngu Doktors Gunna um Hamra- borgina, fyrirlestur Páls Líndals umhverfissálfræðings um áhrif náttúru á sálarheill, djasstónleika Steingríms Teague og Silvu Þórðar- dóttur og erindi Guju Daggar Hauksdóttur um Högnu Sigurðar- dóttur arkitekt,“ segir Elísabet Indra og heldur áfram: „Alla laugardaga yfir vetrar- tímann verður svo boðið upp á metnaðarfulla fjölskyldudagskrá undir heitinu Fjölskyldustundir á laugardögum klukkan 13, en fram undan eru meðal annars arabísk letursmiðja, þjóðlagaskotnir fjöl- skyldutónleikar með hljómsveit- inni Brek, dans- og teiknismiðja með Katrínu Gunnarsdóttur og Rán Flygenring og Vísindasmiðja Háskóla Íslands.“ Fjölskyldustundirnar eru haldnar á víxl á Gerðarsafni, Salnum, Bókasafni og Náttúru- fræðistofu Kópavogs og er ókeypis á alla viðburði líkt og á Menningu á miðvikudögum, en lista- og menningarráð Kópavogsbæjar styrkir viðburðina. Glænýtt og spennandi menningartímarit Á laugardaginn kemur einnig út nýtt menningartímarit helgað menningarmálum í Kópavogi en ritstjóri þess er Íris María Stefáns- dóttir, markaðs- og kynningar- stjóri menningarmála Kópavogs. „Þetta er þriðja árið í röð sem við ráðumst í útgáfu menningar- tímarits hjá Kópavogsbæ,“ segir Íris María. „Tímaritið er hvort tveggja hugsað sem kynningarvettvangur en ekki síður gefst þarna færi á að kafa aðeins ofan í það sem verið er að gera í menningarmálum í bænum. Í blaðinu má til dæmis finna mjög skemmtileg og efnis- mikil viðtöl við listamenn sem tengjast menningarstarfi í Kópa- vogsbæ með einum eða öðrum hætti. Þar má nefna viðtal við Brynju Hjálmsdóttur, handhafa Ljóðstafs Jóns úr Vör 2022, og Þór Vigfússon, handhafa Gerðarverð- launa 2021,“ upplýsir Íris María. Á meðal annars efnis í tíma- ritinu er umfjöllun um nýjar og metnaðarfullar tónleikaseríur í Salnum sem eru Syngjandi í Saln- um og Ár íslenska einsöngslagsins, og umfjöllun um Grakkana sem er unglingaráð Gerðarsafns. „Einnig má lesa viðtal við Jóhönnu Ásgeirsdóttur sem er listrænn stjórnandi Listar án landamæra, en hluti hátíðarinnar verður haldinn í menningarhús- unum, sem og viðtal við Bjarna Snæbjörnsson um heimildasöng- leikinn Góðan daginn, Faggi, sem verður sýndur í Salnum í Kópavogi í nóvember fyrir alla tíundu bekk- inga í grunnskólum Kópavogs,“ greinir ritstjórinn Íris María frá. Nýtt merki og glæsilegur vefur Menningarmál í Kópavogi eru nú kynnt undir nýju merki sem er MEKÓ. Undir þann hatt fara menningarviðburðir víða í Kópa- vogi, ekki einungis í hinum þrótt- miklu menningarstofnunum. „Á laugardaginn munum við kynna til sögunnar nýja vefsíðu, meko.is, en þar verður vettvangur fyrir fjölbreytta menningarvið- burði og sýningar í Kópavogi,“ segir Íris María. „Kópavogur er orðinn svo stór og hann iðar af menningu og lífi. Á nýju síðunni verður hægt að nálgast upplýsingar um allt það blómlega starf sem á sér stað víða um Kópavog. Nýlegt dæmi er Hamraborg Festival sem teymið að baki Midpunkt listarýminu stóð að, en lista- og menningarráð Kópavogsbæjar studdi myndarlega við hátíðina. Hamraborg Festival er dæmi um sjálfsprottið fram- tak grasrótarinnar og tilrauna- mennskunnar sem er svo mikil- vægt að hlúa að og næra,“ segir Íris María. Lesendur eru hvattir til að kynna sér menningarstarfið í vetur hjá Kópavogsbæ á nýju vefsíðunni meko.is og í nýju og veglegu menn- ingartímariti en bæði tímaritið og vefurinn verða aðgengileg frá og með næsta laugardegi. „Svo er bara að mæta á Karni- val í Kópavogi laugardaginn 3. september og heilsa hausti með bravúr,“ segja þær Elísabet Indra og Íris María, fullar tilhlökkunar og gleði. n Allar nánari upplýsingar eru á meko.is Hefð er fyrir þverfaglegu samstarfi menningarstofnana Kópavogs. Hér er hluti starfsfólks sem kemur að blómlegu viðburðahaldinu. Frá vinstri: Bylgja Júlíusdóttir, deildarstjóri viðburða, Sigurlaug Jóna Hannesdóttir útibússtjóri, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefna- og viðburðastjóri, Gréta Björg Ólafsdóttir, deildarstjóri barnastarfs, Haraldur R. Ingvason líffræðingur, Íris María Stefánsdóttir, markaðs- stjóri menningarmála, Jóhanna Lára Brynjólfsdóttir móttökustjóri, Cecilia Cedet Gaihede, verkefnastjóri safneignar, og Anja Ísabella Lövenholdt, smiðjustýra og verkefnastjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Svo er bara að mæta á Karnival í Kópavogi á laugardaginn og heilsa hausti með bravúr! 2 kynningarblað A L LT 1. september 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.