Fréttablaðið - 01.09.2022, Side 40
Mér finnst
þessi bók
ekki vera
bara um
þessar tvær
sögur í
Reykjavík
heldur líka
sögu hins
vestræna
heims.
Rithöfundurinn Adolf
Smári Unnarsson hefur sent
frá sér nýja bók sem ber
titilinn Auðlesin og er önnur
skáldsaga hans.
Auðlesin segir frá ungskáldinu
Nínu og verkefnastjóranum Bjarti
sem verða að takast á við sínar eigin
hugmyndir og hugsjónir þegar þau
velja á milli erfiðra siðferðislegra
valkosta. Bókin er önnur skáldsaga
Adolfs Smára og kom út hjá
Forlaginu á dögunum. Um er að
ræða samtímasögu úr Reykjavík þar
sem spurt er áleitinna spurninga
um siðferði og þátttöku okkar í
samfélaginu.
„Við erum búin að byggja upp
ákveðið samfélag eða ímynd um
samfélag. Síðan er það sem við
gerum ekkert endilega í takt við
það,“ segir Adolf Smári sem segir að
bókin sé ákveðin samfélagsádeila
sem endurspegli ákvarðanir sem
við öll stöndum frammi fyrir. „Við
segjum eitt en gerum annað.“
Siðferðislegar spurningar
Adolf segir að persónur bókarinnar
lýsi átökum sem flestir nútíma ein-
staklingar kannist við.
„Í báðum tilfellum er meginsaga
þessara persóna hvort það sem
við gerum samræmist því sem við
segjumst vilja gera og segjumst
vera,“ segir hann.
Þannig sé ytri og innri maður
okkar í sífelldum átökum sem skapi
óvissu um hver raunveruleg persóna
okkar er og hvað samfélag okkar
stendur fyrir.
„Mér finnst þessi bók ekki vera
bara um þessar tvær sögur í Reykja-
vík heldur líka sögu hins vestræna
heims. Þær siðferðislegu spurningar
sem hinn vestræni heimur og helst
Evrópa þarf að takast á við í dag,“
segir Adolf Smári en hann telur að
daglega þurfi fólk að velja á milli
hugsjóna sinna og þess að vera neyt-
andi í vestrænu
samfélagi og þetta
valdi árekstrum.
„Ef ég myndi
lend a í s ömu
sporum og þessar
persónur og þyrfti
að taka drama-
tíska ákvörðun í
mínu lífi um það
til dæmis að gefa
frá mér alla pen-
inga til þess að
hjálpa ókunn-
ugum eða gefa
upp þægindin
sem ég bý við og
einhver annar
gæti mögulega
fengið þau. Ég
hef ekki svarið við því á reiðum
höndum,“ segir Adolf.
Hann segir að þrátt fyrir að þessir
hlutir valdi okkur stundum kvíða sé
þetta ekki endilega eitthvað sem við
eigum að taka sem áfellisdóm yfir
okkur sjálfum. „Ég held að þetta sé
einfaldlega siðferðislegt vandamál
sem við þurfum að fást við.“
Prag hafði mikil áhrif
Adolf Smári stundar meistaranám í
leikhússtjórn í Prag í Tékklandi og
segir að dvöl hans þar hafi mótað
skoðanir hans mikið.
„Það er svo ótrúlega mikil krafa
um það að öll list sé pólitísk. Það
hefur verið þannig frá upphafi
20. aldarinnar því list fyrir þeim
er tákn um að þeir séu frjálsir og
að þarna ríki lýðræði. Þeir hafa
alltaf verið fastir undir
öðrum, hvort sem það
eru nasistar, Rússar
eða nálæg keisara-
dæmi. En ég hef aldrei
hlegið jafn mikið og í
Tékknesku leikhúsi.
Það er alltaf þessi hár-
fína lína húmors og
satíru sem skiptir öllu
máli,“ segir Adolf Smári
sem telur að bækur
verði að vera áleitnar en
á sama tíma skemmti-
legar til þess að koma
skilaboðum sínum til
skila og tengja við les-
endur.
Aðspurður um það
sem stendur til næst
segir Adolf að nýtt verk eftir hann
verði f ljótlega frumsýnt í Kass-
anum í Þjóðleikhúsinu. Verkið ber
nafnið Nokkur augnablik um nótt
og mun Ólafur Egill Ólafsson fara
með leikstjórn en leikarar verða
Björn Thors, Ebba Katrín Finns-
dóttir, Hilmar Guðjónsson og Vig-
dís Hrefna Pálsdóttir. n
Átök innri og ytri sjálfsmyndar
Adolf Smári
glímir við áleitn-
ar siðferðislegar
spurningar í
nýjustu skáld-
sögu sinni.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Ragnar Jón
Hrólfsson
ragnarjon
@frettabladid.is
Þó að bók sé flokkuð
sem „barnabók“ þýðir
það ekki að hún sé
minna mikilvæg eða
merkileg.
Ævar Þór
Benediktsson,
einnig þekktur
sem Ævar
vísindamaður,
segir lesendum
Fréttablaðsins
frá bókinni sem
breytti lífi hans.
Ævar Þór sendir
um þessar mundir frá sér nýja
skáldsögu sem ber titilinn Skóla-
slit.
„Bókin sem breytti lífi mínu er
fyrsta bókin í bókaröðinni A Series
of Unfortunate Events eftir Le-
mony Snicket (öðru nafni Daniel
Handler). Það að höfundur ekki
bara segi sögu, heldur leiki sér
meðvitað með texta, tempó og
takt innan hennar er eitthvað sem
veitti mér glænýja sýn inn í það
hvernig hægt er að skrifa. Og að ég
tali nú ekki um hvernig hann fífl-
ast stundum með endurtekningar.
Og hvernig hann fíflast stundum
með endurtekningar.
Snicket treystir líka lesand-
anum. Það þarf ekki alltaf að
útskýra allt. Það er í lagi að flækja
hlutina og prófa eitthvað nýtt.
Allar sögur þurfa ekki að vera eins,
allar persónur þurfa ekki að læra
lexíu og þó að bók sé flokkuð sem
„barnabók“ þýðir það ekki að hún
sé minna mikilvæg eða merkileg
en allar hinar bækurnar í bókahill-
unni. Þá er virðingin sem Snicket
ber fyrir lesandanum sömuleiðis
eitthvað sem ég hef reynt að
temja mér, enda vita allir að börn
og unglingar eru mikilvægustu les-
endurnir. Var ég búinn að minnast
á endurtekningarnar?“ n
n Bókin sem
breytti lífi mínu
tsh@frettabladid.is
Djasssöngkonan Marína Ósk sendi
á dögunum frá sér sína aðra breið-
skífu, One Evening in July, hjá
sænska útgáfufyrirtækinu TengTo-
nes. Platan inniheldur átta lög og á
henni sýnir Marína á sér nýja hlið
sem lagasmiður en lögin minna um
margt á gömlu djasslögin úr Amer-
ísku söngbókinni sem leikin voru af
meisturum á borð við Chet Baker,
Billie Holiday og Blossom Dearie.
„Þessi gamla sveif lutónlist frá
50's og 60's fær mann til að smella
fingrum og stappa í takt og hugsa
um plötuspilara og vínilplötur og ég
dásama hana. Í þessari tónlist fann
ég mig sem söngkonu, listakonu og
lagasmið og þar er mitt músíkalska
heimili,“ segir Marína, sem er nú
f lutt aftur heim eftir margra ára
nám erlendis.
Platan var tekin upp lifandi í
hljóðveri í Stokkhólmi, í anda
gömlu djassupptakanna. Með Mar-
ínu á plötunni leika íslenski gítar-
leikarinn og lagasmiðurinn Mikael
Máni Ásmundsson, sænski kontra-
bassaleikarinn Johan Tengholm
og bróðir hans, trompetleikarinn
Erik Tengholm. Hópurinn varð til
á námsárum Marínu í Stokkhólmi
þar sem hún stundaði mastersnám
í Jazz Performance.
Marína kveðst hafa hlustað mikið
á Chet Baker á námsárunum og
vildi stofna trommulausan kvar-
tett í anda einnar uppáhaldsplötu
hennar með trompetmeistaranum,
Embraceable You.
„Ég hafði heyrt sænsku bræðurna
spila og bað þá að vera með ásamt
Mikael Mána, en við höfum lengi
unnið saman. Við eigum það öll
fjögur sameiginlegt að tala sama
djasstungumálið og það er auðvelt
og nærandi að eiga músíkölsk samtöl
á meðan við spilum. Við erum mjög
sammála um hvert tónlistin vill fara
og hvernig hún vill vera leikin og
ég hefði ekki viljað taka upp þessa
plötu með neinum öðrum en akkúr-
at þessum strákum,“ segir Marína. n
Nýr djass í anda gömlu meistaranna Söngkonan Mar-
ína Ósk sýnir
á sér nýja hlið
sem lagasmiður
á plötunni One
Evening in July.
MYND/AÐSEND
32 Menning 1. september 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 1. september 2022 FIMMTUDAGUR