Fréttablaðið - 01.09.2022, Page 44

Fréttablaðið - 01.09.2022, Page 44
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Andrés Bertelsen andres@ frettabladid.is, Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Tíu ár eru síðan Dimma gaf Myrkraverk út en platan var sú fyrsta þar sem allir textar þungarokkshljómsveitar­ innar voru á íslensku. Gítar­ leikarinn Ingó Geirdal segir hið ástkæra, ylhýra hafa gefið sveitinni alvöru byr í seglin og því stendur á næstunni til að spila plötuna alla á tónleikum víðs vegar um landið. toti@frettabladid.is „Í haust eru tíu ár liðin frá því að platan okkar Myrkraverk kom út en hún markaði tímamót á ferli Dimmu þar sem allir textar voru á okkar ástkæra móðurmáli,“ segir gítarleikarinn Ingó Geirdal og bætir við að platan hafi fengið svo góðar viðtökur að með sanni megi segja að með henni hafi hljómsveitin fyrst tekið flugið fyrir alvöru. „Þetta líður ansi f ljótt og manni f innst nú ekki langt síðan við gerðum þessa plötu en miðað við viðbrögðin þegar við settum lagið Þungur kross í spilun sáum við alveg strax að það væri ekkert aftur snúið. Við værum ekkert að fara að syngja á ensku aftur.“ Ingó segir Dimmu því hafa ærna ástæðu til þess að fagna tíu ára afmæli plötunnar og að það verði gert með stæl með því að spila plöt­ una alla á tónleikum víða um land á næstunni. Persónulegri tengingar „Við erum að fara að flytja plötuna alveg í heild sinni en komum til með að setja vinsælustu lögin af hinum plötunum inn á milli. Við erum náttúrlega búnir að gefa út nokkrar plötur síðan Myrkarverk kom út og ég held að við komumst ekkert upp með neitt annað.“ Ingó segir íslensku textana hafa náð að rjúfa einhvern ósýnilegan múr með því að hitta fjölmarga í hjartastað. „Já, algjörlega. Við fórum líka allt í einu að upplifa það að fólk var farið að húðflúra textana á sig og það sem manni finnst náttúr­ lega mikill heiður, að bæði f lytja lögin okkar og lesa upp textana við merka, persónulega viðburði eins og brúðkaup og jarðarfarir. Þannig að það má segja að við það að svissa yfir á íslenskuna hafi text­ arnir einhvern veginn náð betur til fólks og þeir urðu á einhvern hátt einlægari og fólk fór að tengja miklu betur.“ Ingó segir Dimmu þegar búna að bóka þó nokkra tónleika og að fleiri staðir eigi eftir að bætast við. „Við byrjum í Keflavík núna í kvöld á nýjum stað sem heitir Lux Club og þar eru tónleikarnir í rauninni hluti af Ljósanótt. Svo verðum við í Bæjarbíói í Hafn­ arfirði í næstu viku og svo Edinborg­ arhúsinu á Ísafirði og fleiri stöðum. Við höfum boðið góðum vinum okkar í hljómsveitinni Nykur að vera með okkur í Bæjarbíói þann­ ig að þar verða þaulreyndar rokk­ kempur með okkur.“ Tíu árum betri Ingó segir þá Dimmufélaga óneitan­ lega tíu árum eldri en þeir voru þegar Myrkraverk sló í gegn en þeir slái þó hvergi af og rokkúthaldið sé engu minna. „Það sem meira er, er að bandið er bara orðið miklu betra en það var fyrir tíu árum síðan. Maður skyldi nú ætla að við værum búnir að læra eitthvað af þessu. Ég hef enga tölu á hversu marga tón­ leika síðan en þeir hlaupa á hund­ ruðum,“ segir Ingó og horfir í norð­ urátt þar sem öllu verður til tjaldað. „Akureyri er eiginlega okkar annað höfuðvígi og við erum búnir að fá svo mikið af áskorunum að norðan þannig að við erum búnir að bóka Íþróttahöllina á Akureyri og ætlum að bjóða upp á „show“ sem verður sambærilegt við útgáfu­ tónleikana okkar tvenna sem við héldum í Eldborgarsal Hörpu ekki alls fyrir löngu. Við höfum alltaf verið á Græna hattinum þar sem við elskum að spila enda mjög kósí staður og gott að vera þar en nú verðum við með skjá og sviðsmynd og allan pakk­ ann og það verður ekkert til sparað í Íþróttahöllinni. Þetta verða bara okkar stærstu og metnaðarfyllstu tónleikar á Akureyri síðan við spiluðum með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands 2015.“ n Dimma í íslensku flóðljósi Myrkraverk Dimmu markaði þátta- skil á ferli hljómsveitarinnar og hafði varanleg áhrif á tónlistina sem hefur síðan þá öll verið á íslensku. Myrkraverkamennirnir Stefán, Birgir, Silli og Ingó áður en Biggi hætti og Egill Örn Rafnsson tók við trommunum. MYND/AÐSEND Staðfestir tónleikar Dimmu n 1. september Lux Keflavík – Myrkraverk á Ljósanótt n 9. september Bæjarbíó – Sér- stakir gestir: Nykur n 17. september Rokk í Reykja- vík - Kaplakrika n 24. september Edinborgar- húsið, Ísafirði n 29. október Stórtónleikar í Íþróttahöllinni á Akureyri kl 14-17:00 Kaka að eigin vali og kaffi/te/kakó 1.290 kr Happy Hour Bjór á krana, vínglas hússins eða freyðivínsglas 990 kr alla virka daga 14-17:00 laugardaga 12-17:00 Kaffitilboð Val á milli tveggja rétta í hádeginu 2.290 kr Hádegistilboð kl 11:30-15:00 Alla virka daga toti@frettabladid.is „Það var fullt út úr dyrum, rauður dregill á gólfum, amerískir kaggar á planinu og taktfastir slagarar ómuðu í glymskrattanum,“ segir Alfreð Árnason, framkvæmdastjóri Sambíóanna, um Grease­sýninguna til minningar um Olivu Newton­ John í síðustu viku. „Stemningin í húsinu var frábær,“ segir Alfreð en sameiningarmáttur Olivu Newton­John sveif yfir þétt­ setnum salnum þar sem ungir sem aldnir skemmtu sér saman. Hann segir þó færri hafa komist að en vildu en ekki þurfi að örvænta því það verði önnur sýning annað kvöld klukkan 19.30 í Sambíóunum Álfa­ bakka. „Norðanmenn vildu ekki vera eftirbátar okkar hérna fyrir sunnan og vegna fjölda áskorana var ákveðið að bjóða upp á eina sýningu á Akureyri sama dag.“ Sem fyrr hvetja þau í Sambíóun­ um öll sem vilja taka þátt í gleðinni til þess að tryggja sér miða á sam­ bio. is og taka síðan þátt í stemn­ ingunni með þeim og mæta í fjörið uppáklædd í anda Grease. n Grease-æðið heldur áfram Salurinn í Álfabakka var fullsetinn á Grease-sýningunni í síðustu viku og allir vel með á nótunum. 36 Lífið 1. september 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.