Austurglugginn


Austurglugginn - 31.01.2002, Blaðsíða 2

Austurglugginn - 31.01.2002, Blaðsíða 2
2 - AUSTUR • GLUGGINN Fimmtudagur 31. janúar Verkmenntaskóli Austurlands getur betur Lið Verkmenntaskóla Austurlands hefur brotið blað í sögu skólans og komist í átta liða úrslit í Gettu betur, spumingakeppni framhalds- alltaf bara að komast í gegnum fyrstu umferð og allt annað er bónus,” sagði Jón. Velgengni liðsins er ekki aðeins góð kynning fréttamaður var búinn að segja mér fyrir síðustu umferð að Verzló væri álitið eitt sigurstranglegasta liðið í keppninni og það myndi vera þetta lið þeirra sem myndi loks velta MR úr sessi. Ég geymdi nú að segja krökkunum í mínu liði þetta þar til eftir keppnina, en þá brostu þau líka blítt,” segir Jón glottandi. KO Liðsmenn og þjálfari VA í Gettu betur frá vinstri: Sóley Þórðardóttir sem sérhœfir sig í náttúruvísindum og fornfrœði, Oskar Agúst Þorsteinsson sem sérhœfir sig í sögu og ýmsum öðrum rnálurn, Jón Knútur Asmundsson .þjálfari liðsins og loks Ævar Unnsteinn Egilsson sem sér um íþróttir, dægurmál og landafrœði. skóla. Lið VA lét sér ekki nægja að sigra Menntaskólann í Kópavogi í fyrstu umferð heldur lagði Verzlunarskóla Islands í annarri umferð. Jón Knútur Asmundsson kenn- ari við VA og þjálfari liðsins sagði að velgengnin byggðist á miklu jafnaðargeði liðsmanna. “Það er rosalega góður mórall innan liðsins og þetta fólk er svo ótrú- lega afslappað. Markmiðið var á skólanum heldur hleypir einnig nýjum krafti í félagslífið. Næst mun VA sækja Mennta- skólann á Akureyri heim og verður keppninni sem fer fram 8. febrúar sjónvarpað. Jón Knútur segir að þetta sé í fyrsta sinn að honum vitandi sem lið VA komist í gegnum fyrstu umferð í Gettu betur og segir að sigurinn á móti Verzló hafi verið sérstaklega ljúfur. “Einn ágætur Jón segist hafa haft gaman af að þegar hann kom heim á föstudags- kvöldið eftir keppnina við Verzló, þá beið hans heillaskeyti frá Menntaskólanum í Hamrahlíð en mikill rígur er á milli skólanna tveggja í Reykjavík. Krakkamir í liðinu segjast ekkert vera að stressa sig á hlutunum og munu halda áfram æfingum annað hvert kvöld í klukkutíma í senn. Ko Sameinuð JÁKVÆÐAR breytingar eiga sér stað í ferðamálum Austurlands um þessar mundir. Ber þar hæst bygg- ingu nýrrar Norrænu og milli- landaflug sem þýska flugfélagið LTU mun standa fyrir frá Dussel- dorf til Egilstaða. Skrifað var undir samninga um millilandaflugið á fundi sem haldinn var á Hótel Héraði fyrr í mánuðinum, en þar komu saman helstu fulltrúar ferðamála á Austurlandi, og var mikil gleði í mannskapnum yfir að þessum áfanga væri náð. Það sem nú bíður Austfirðinga er hins vegar mikil undirbúningsvinna til þess að geta tekið á móti auknum straumi ferðamanna hingað. Ein heild Jóhanna Gísladóttir framkvæmda- stjóri Markaðsstofu Austurlands sagði samvinnu vera lykilatriði í uppbyggingu ferðamála og að helst þyrfti að herða róðurinn í afþreyingarmálum. “Við erum það fá að við verðum að reyna að standa saman, kynna okkur saman og líta á okkur sem eina heild,” sagði Jóhanna. Hún tók þrjú fyrirtæki í kajakróðri sem gott dæmi um samstarfsverkefni sem stöndum vel lukkaðist. Fyrirtækin eru á Seyðisfirði, Norðfirði og Reyðar- firði en ákváðu að auglýsa saman frekar en að líta á sig sem sam- keppnisaðila, og hefur sú samstaða gefist vel. Oflug innkomuleið Gunnar Vignisson hjá Þróunar- stofu Austurlands og Anton Antonsson framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Terra Nova- Sól hf börðust hvað ötulast fyrir millilandafluginu. Gunnar telur að hin nýja innkomuleið sem skapast með fluginu muni stórefla ferða- mannaiðnað á Austurlandi og byggja hann upp til framtíðar. “Með nýju ferjunni eru komnar tvær öflugar innkomuleiðir eins langt í burtu frá Keflavík og hægt er og það mun hafa mjög jákvæð áhrif á vöruþróun í ferðaþjónustu sem ekki hefur verið nógu mikil vegna takmarkaðra skipulags- möguleika sem aðeins einn komu- staður hefur valdið”. Gunnar segir að verð á ferðum til íslands hafi hækkað talsvert undanfarin ár og þær hafi þess vegna styst þar sem flestir ferða- menn hafa takmarkað fé til eyðslu. “Þetta hefur leitt til þess að fólk Óskum Austfirðingum til hamingju með Austurgluggann Búðahreppur FJARÐABYGGÐ Mhef Kynningarfundur Fjarðabyggð og Hollustuvernd ríkisins boða til opins kynningarfundar í Félagslundi, Reyðarfirði, þriðjudaginn 5. febrúar kl:20:30. Fundarefni: Fulltrúar Hollustuverndar kynna starfsleyfistillögur fyrir álver Reyðaráls í Reyðarfirði. Allir velkomnir Hitaveita Egilsstaða og Fella óskar Austfirðingum til hamingju með nýtt blað

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.