Austurglugginn - 31.01.2002, Side 7
Fimmtudagur 31. janúar
AUSTUR • GLUGGINN - 7
Leikfélag Seyðisfjarðar er
gamalt og rótgróið og fyrir áramót
var sviðsett leikritið “Þetta er
prinsip mál”, en það er framsamið
af heimamönnunum Snorra Emils-
syni og Agústi Magnússyni. Tón-
listina við leikritið samdi María
Gaskell. Leikritið fékk þrasugóða
dóma og líklegt er að nokkram
sýningum verði bætt við á þessu
ári. Snorri lýsir verkinu sem
gamanleik í ætt við farsa þar sem
allar reglur eru brotnar og tak-
markið að skemmta áhorfendum
haft sterkast fyrir stafni.
Norskir dagar sem haldnir era í
ágúst hafa verið vel sóttir bæði af
heimamönnum og gestum. Dag-
amir era haldnir í tilefni þess að
mikilla norskra áhrifa gætir á
Seyðisfirði enda vora margir
forfeður bæjarins, svo sem Ottó
Wathne, norskir athafnamenn og
konur. Norskir dagar hafa verið
haldnir fimm sinnum og er rat-
leikur um slóðir Norðmanna
meðal þess sem er á dagskrá.
Norska sendiráðið styrkir hátíða-
höldin en Alla segir að aðaltil-
gangur þeirra sé “að halda sögu
staðarins við og Seyðfírðingum
sjálfúm við efnið. Svo vonumst
við auðvitað til að gestir og gang-
andi njóti þeirra með okkur.
Dagamir hafa veitt okkur sjálfum
ómælda ánægju og það er það sem
skiptir öllu máli”.
Aldamótabær
Stærsta verkefnið sem Alla og
félagar standa að þessa dagana er
eflaust verkefnið Aldamótabærinn
Seyðisfjörður sem hófst fyrir
tveimur áram. Um er að ræða
samvinnuverkefni sem Seyðis-
fjarðarkaupstaður, Þjóðminjasafn
íslands, Húsafriðunamefnd ríkis-
ins og Þróunarstofa Austurlands
standa að. Verkefninu barst styrkur
upp á fímm miljónir króna frá
Húsaffiðunamefnd í síðustu fjár-
lögum.
Fyrsta skref sem aðstandendur
verkefnisins hyggjast taka er að
búa til svokallað húsahótel í hjarta
bæjarins. Um er að ræða endur-
byggingu gamalla húsa sem standa
við Lónið. Til að byrja með verða
fjögur hús gerð upp en í þeim
munu verða 37 herbergi til leigu.
“Þrátt fyrir að herbergin séu búin
öllum nútíma hægindum mun hið
gamla útlit húsanna látið halda sér
og saga þeirra látin njóta sín.
Þama er til dæmis húsið sem Ingi
T. Lárasson lagahöfundur ólst upp
í og samdi sum sinna ffemstu
Menningarmiðstöðin Skaftell
verka og er meiningin að halda
upp á þessa tengingu með ein-
hverjum hætti,” sagði Alla.
Mikill uppgangur var á Seyðis-
firði upp úr þarsíðustu aldamótum
og var árið 1907 þar mikilfeng-
legast en mörg reisulegustu hús
bæjarins vora byggð það árið.
Stefnt er því að einhvers konar
hátíðarhöldum árið 2007 í sam-
bandi við Aldamótabæjarverkefn-
ið. Uppgangur er núna í menning-
arlífi bæjarins og segir Alla að
“greinilegt sé að aldamót hafi
mjög góð áhrif á Seyðisfjörð því
einhver orka fari í gang”.
Uppsveifla er í varðveislu og
uppbyggingu gamalla húsa á
Seyðisfirði þessa dagana og telur
Alla að þar hafi mikilvægur áfangi
verið að stofnað var til starfs
menningar og ferðamálafulltrúa
sem hún gegnir. “Ég þakka mér
ekki fyrir það sem gengur vel hér,
en ég þakka þessu starfi það að ég
hef náð að tengja þetta fólk sem
oft kallar sig Fúaspýtufélagið, og
náð að hrinda draumum þess í
framkvæmd sem er í raun vemdun
dýrmætrar menningararfleifðar”.
Þegar Ansturglugginn kvaddi
Seyðisfjörð hafði myrkrið breitt
væng sinn yfír makindalegt bæjar-
stæðið. Tunglið hékk skakkt og
glottandi rétt yfir húsþökunum en
við rætur fjallsins Bjólfs lýsti stórt
og mikið skilti stöfum sem
mynduðu orðið “Aldamótabær”.
Einn ágætur heimamaður sagði að
þetta væri Hollywoodskilti þeirra
Seyðfirðinga. Það mætti þó líka
segja að skiltið lýsi því stolti og
þeim áherslum sem heimamenn
leggja á uppbyggingu og framgang
eigin menningar.
KO
Ó/KUM AU/TFIRÐINGUM TIL HAMINGJU MEÐ
AU/TU RGLU GGAN N
Seyðisfjarðarkaupstaður
Eldra fólk en ekki borgarar
STARFSEMI eldri Austfirðinga er
öflug að vanda. Emil Emilsson er
formaður Framtíðarinnar sem er
félag eldra fólks á Seyðisfirði, en
þeim finnst ástæðulaust að kalla
sig eldri borgara. Rabbfundir,
líkamsrækt, spilakvöld og böll era
meðal margbreytilegra uppákoma
sem Framtíðin stendur fyrir, en
Emil segir að einnig sé mikilvægt
að góð samskipti séu við önnur
félög af svipuðum toga.“Það væri
mjög gott ef fólk léti heyra í sér
svo hægt væri að skipuleggja sam-
eginlegar uppákomur,” sagði Emil.
Kátt var á hjalla og fúllt
Sigfúsarhúsið á dögunum þegar
Félag eldri borgara í Neskaupstað
hélt þar þorrablót og bar söng og
hákarlslykt langt út á götu.
Guðný Jónsdóttir var ein fjölmargra sem skelltu sér á Þorrablót félags
eldri borgara í Neskaupstað
Snjósleðakappi við Oddsskarð nýtir sér veðurblíðuna
r
A tryllitæki í faðmi náttúrunnar
Þrátt fýrir að skíðafærið láti standa
á sér nýttu margir sér góða veðrið
síðasta sunnudag til útivistar.
Þegar farið var um Oddsskarðs-
svæðið síðustu helgi gaf að líta
fjöldan allan af snjósleðafólki sem
þaut um brekkumar, og minnti
helst á fiskiflugur að vori.
Snjósleðaiðkun hefúr vaxið mjög
hratt á undanfömum áram og vora
sumir ökumannanna aðeins
nokkurra ára gamlir. Bömin voru
vel búin og flest með hjálma.
Augljóst þykir að keppnir í
snjósleðakeyrslu sem haldnar hafa
verið undanfarin ár hafí aukið
mjög áhuga meðal almennings, og
mátti sjá hæfileikaríka keppendur
framtíðarinnar æfa sig í Odds-
skarði.
Gaman verður að sjá hvemig
þessi kynslóð snjósleðabama mun
þróast með áranum og spurningin
er hvort sleðamir verði að lokum
vinsælli en gömlu góðu skíðin og
snjóbrettin.
Óskum Austfirðingum til hamingju
með nýtt fréttablað Austurgluggann
Vopnafjarðarhreppur