Austurglugginn


Austurglugginn - 31.01.2002, Blaðsíða 11

Austurglugginn - 31.01.2002, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 31. janúar AUSTUR • GLUGGINN - 11 Um nýtt blað og gjald skrár sveitarfélaga Ég er áhugamaður um útgáfustarf- semi á Austurlandi. Sjálfur stóð ég á sínum tíma fyrir útgáfu á aust- firsku blaði sem hét því undarlega nafni Plús-fréttir. Að blaðinu komu nokkrir “ungir” og kraft- miklir aðilar af Austurlandi sem allir deildu áhuga mínum á útgáfu- málum. Því miður varð blaðið bara eitt - upp komu alvarlegir sam- starfserfíðleikar í hópnum og þegar blað númer tvö var nánast tilbúið slitnaði upp úr samstarfmu. Ég hef sjálfsagt sjálfur átt jafn mikla sök á því að uppúr samstarfinu slitnaði og aðrir í hópnum, og um leið að aðeins eitt blað kom út. Þó fannst mér það ákaflega leiðinlegt, sérstaklega eftir að Austri og Austurland hættu göngu sinni um svipað leyti. Staðreyndin er sú að fjórðungnum er nauðsyn að eiga miðil sem allir geta kallað sinn - þó kannski ekkert af áðumefndum blöðum hafi staðið undir því. Það er hins- vegar staðreynd að í fjórðungi sem er jafn stór og erfiður yfirferðar og Austurland er, þá þurfa Norð- firðingar að hafa aðgang að upp- lýsingum um hvað er að gerast á Breiðdalsvík, Héraðsmenn að vita hvað gerist á Eskifírði o.s.frv. Nú er sá miðill vonandi kominn - og enn og aftur tek ég fram að ég fagna því. Að sjálfsögðu hefur Ríkisútvarpið á Austurlandi staðið sig vel hvað þetta varðar en stað- reyndin er, a.m.k. hvað mig varðar, að jafn oft og ég man eftir að hlusta á útsendingu RUV-Aust þá gleymi ég því eða hef ekki tök á því. Kosturinn við blöðin er að þau geta legið dögum saman og beðið eftir því að maður hafi tíma. Þetta er því góður dagur - dag- urinn sem nýtt blað fyrir allt Austurland lítur dagsins ljós og ég vona heitt og innilega að vegur þess verði sem mestur. Til að tryggja það hefur félagið sem ég vinn fyrir þessa stundina, AFL Starfsgreinafélag Austurlands, ákveðið að leggja fram hlutafé til starfseminnar að upphæð 500.000 krónum og ennfremur náðust samningar um 30% afslátt til handa félagsmönnum í AFLI á áskrift að blaðinu. Það er í fram- haldi von mín að sem flestir fé- lagar í AFLI nýti sér þetta tilboð. En þrátt fyrir að ég sé ánægður vegna nýja blaðsins er mér samt ekki skemmt. Eins og alþjóð veit gekk verkalýðshreyfingin fram fyrir skjöldu 13. desember síðast- liðinn til að stuðla að hjöðnun verðbólgu og treysta kaupmátt launa. í stað þess að segja upp launalið kjarasamninga var gert samkomulag við íslenska ríkið og Samtök Atvinnulífsins til að stuðla að áðumefndum markmiðum. Hvort þessar aðgerðir skila árangri verður tíminn að leiða í ljós en ég vona persónulega , eins og svo margir aðrir, að svo verði. En til þess verða allir að leggjast á eitt. Um þessar mundir hafa sveitar- félög á svæðinu verið að auglýsa gjaldskrár sínar og þær em því miður stundum á þann veg að mér er alls ekki skemmt. A sama tíma og verkafólk sýnir það í verki með áðumefndu samkomulagi að það vilji vinna að því að stuðla að góðæri á næstu misserum - að snúa við þeirri verðlags- og verð- bólguþróun, keppast sum sveitar- félög við að hækka álögur sínar. A sama tíma og launafólk, sem er meirihluti íbúa þessara sveitar- félaga, hefur gefið út þá yfir- lýsingu að það sé tilbúið til að taka á sig ábyrgð og tekjuskerðingu senda sveitarfélögin frá sér eigin yfirlýsingu - við ætlum ekki að gera það sem okkur ber. Ég veit að sveitarfélögin eiga í erfiðleikum. Ég veit líka að sum þeirra em ekki vel rekin og að sumir hafa gengið svo langt að einfalda málið mjög og kenna of miklum launahækk- unum um vandann þegar stað- reyndin er að vandinn er fjölþættur og stafar meðal annars af því að ríkið hefur flutt verkefni yfir á þau án þess að tryggja tekjustofn fyrir. En í stað þess að vinna áfram og af meiri krafti að því að fá leið- réttingu á þessu er vandanum velt yfir á íbúana með hækkunum á gjaldskrám. Þetta bitnar að sjálf- sögðu verst á þeim sem minnst mega sín - þeim sem minnst hafa fýrir. Þessir einstaklingar em því miður orðnir svo vanir þessu að þeir kippa sér ekki upp við það þó þessi leið sé farin einu sinni enn. Ríkið hefur reyndar ekki heldur staðið sig sem skyldi. Sjáum t.d. 500 milljón króna “spamað” í heil- brigðisgeiranum sem áðumetfndur hópur mun bera - aðgerð sem ríkið stendur fyrir á sama tíma og fleiri hundmðum milljóna er t.d. eytt í sendiráð í Japan. Það hefði verið nær að setja þessa peninga í heil- brigðiskerfið og eyða síðan mis- muninum í sveitarfélögin. Aðalbjörn Sigurðsson framkvœmdastjóri AFLS Starfsgreinafélags Austurlands. ATVINNA OSKUM AUSTFIRÐINGUM TIL HAMINGJU MEÐ NÝTT HÉRAÐSFRÉTTA8LAÐ VLVF ► LOVNUVINNSLAN HF. SKÓLAVE6159 FASKRÚOSFIROI Mótaskrá UIA 2002 Febrúar 9. Meistaramót UÍA í írjálsum íþróttum innanhúss. 15. -16. íslandsmótið í blaki kv. ÞrótturN. Víkingur 16. Oddsskarðsmót á skíðum (allir flokkar) Mars Fáskr. Nesk. Oddskarð 9. Björnsmót á skíðum (12 ára og yngri) Stafdalur 16,- 17. /23,- 24 Austurlandsmót 2. og 3. fl. kk. og kvk.í knattspymu. Apríl 13. og 14. Aldursflokkamót í blaki Nesk 6.-7. Austurlandsmót á skíðum Oddskarð 13. Austurlandsmót í körfuknattleik Egilsst. 20. og 21. Austurlandsmót 4/5. og 6. fl. kk. Og 4. fl. kvk. í knattsp. Maí 25. Vormót UÍA í sundi Nesk. 15. Vormót UÍA í ífjálsum íþróttum Egilss. Júní 22. Júnímót UÍA í sundi Reyðarf. Júlí 13.-14. Sumarhátíð UÍA, meistaramót í frjálsum íþ. Egilss. Ágúst 10. Sumarmót UÍA í sundi Nesk. 24. Haustmót UÍA í frjálsum íþróttum (boðsmót) Egilss. Sept. 7.-8. Meistaramót UÍA í sundi Egilss. Skrifstofan á Egilsstöðum sími 471 1353, í Fjarðabyggð 477 1053. Fréttir af starfinu á www.uia.is. Fjölmörg námskeið í gangi hjá ÍSÍ og UMFÍ. Námskeið verða haldin á svæðinu eftir þörfum ef næg þáttaka fæst. Næst á dagskrá! Austurlandsmót í frjálsum íþróttum innanhúss á Fáskrúðsfirði í umsjón Leiknis. Skráning hjá UÍA í síma 471 1353 og 477 1053 og hjá Hafdísi í síma 475 1499. Skráningargjöld verða innheimt af mótshaldara á mótsstað. UIA

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.