Austurglugginn


Austurglugginn - 31.01.2002, Page 13

Austurglugginn - 31.01.2002, Page 13
Fimmtudagur 31. janúar AUSTUR • GLUGGINN - 13 Fögnum nýjum fjölmiðli Þetta hafa verið erfiðir tímar ffá því að Austri og Austurland hættu að koma út reglulega. Ég hef haft hálfgerð ónot vegna landshlutans okkar því landshluti án héraðs- íféttablaðs er ekki einsog við viljum hafa hann. Það hefur svo margt vantað, upplýsingar um ótal hluti og umræður sem geta verið upphaf svo margs. Auðvitað voru gömlu blöðin okkar böm síns tíma og líklega var kominn á þau tími fyrir margt löngu. Við reyndum samt að þrjóskast við og náðum t.d. að gefa út 50 ára afmælisblað Austurlands. En þessi blöð okkar vom með pólitíska sögu og þess vegna m.a. tókst aldrei að ná þeirri útbreiðslu sem nauðsynlegt er fyrir „alvöm" héraðsfféttablað á Austurlandi. Nú er fagnaðartími því komið er út fyrsta tölublað Austur- gluggans, fjölmiðils sem mikil samstaða hefur myndast um og á því að geta gert landshlutanum það gagn sem hann á skilið. Þetta er fjölmiðill sem mun af miklum krafti taka þátt i fjölmiðlaumræðu bæði með hefðbundinni blaðaút- gáfu og netmiðli. Það er mikil- vægt að vel takist til og þess vegna hvet ég alla til að gerast áskrif- endur og sýna þannig vilja sinn í verki. Það er í raun eini mögu- leikinn til þess að við eignumst þann fjölmiðil sem okkur er svo nauðsynlegur því lesendur blaðs- ins verða bakhjarlinn sem ráða mun öllu um framtið Austur- gluggans. Það er mér mikil ánægja að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í undirbúningsstarfi vegna útgáfúnnar og þannig getað lagt mitt litla lóð á vogaskálar þessa mikilvæga verkefnis. Ég er sann- færður um að það starfsfólk sem ráðið hefúr verið til starfa mun halda merkinu hátt á lofti enda þar á ferðinni fólk sem er fullt af áhuga og atorku. Ég óska okkur öllum til hamingju með nýjan og öflugan fjölmiðil. Megi ferskir vindar blása um Austurgluggann, Austurlandi til heilla. Einar Már Sigurðarson r Arnaðaróskir Hér á árunum áður var blaðaútgáfa víða blómleg á landsbyggðinni og voru Austfirðingar lengi mjög öflugir á því sviði. Það var ekki óalgengt að hinir pólitísku flokkar gæfu út sitt eigið vikublað og héraðsfréttum var því vel sinnt, bæði á hinu pólitíska sviði og með fréttum af mannlífmu. Nokkrar fréttanna náðu athygli landsmála- blaðanna og á öldur ljósvakanna. Þannig komust málefni fjórðungs- ins til allra landsmanna, því stóru ijölmiðlamir vom og em enn allt of bundnir við "heimsfréttir" af höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2 var um skeið með fasta starfsemi á Austurlandi og það skilaði mál- efnum fjórðungsins svo sannarlega í fréttatímum stöðvarinnar. Það sama má segja um Ríkisútvarpið, starfsemi svæðisstöðvanna skilar málefnum landsbyggðarinnar vel til allra landsmanna, en því miður hefur RUV dregið saman þessa starfsemi og berjast þær nú í bökkum. Þegar ég flutti ásamt fjölskyldu minni austur á Hérað 1983 komu út á Austurlandi vikublöðin Austurland, Austri, Eystrahom og Þingmúli, þau fyrmefndu reglu- lega, Þingmúli með e.h. hléum. En smátt og smátt dró úr útgáfu héraðsfréttablaðanna, samkeppni við aðra fjölmiðla var erfið og útgáfa hvers blaðs dýr miðað við áskrifendur og pólitísku viku- blöðin gátu aldrei byggt rekstur sinn á lausasölu. Af þessum kemur Eystrahom eitt út í dag og hefúr það ásamt minni vöktun ljósvaka- miðlanna haft neikvæð áhrif á fréttaflutning bæði innan fjórð- ungsins og eins út í samfélagið. Langt er því síðan að menn fóra að gæla við þá hugmynd að koma á einu sterku héraðsfréttablaði fyrir allt Austurland, blaði sem gæti í senn verið fféttablað, blað til skoðanaskipta og auglýsinga- miðill. Nú er langþráður draumur að rætast og nýtt fjórðungsblað að heQa göngu sína. Blaðinu hefur verið gefið heitið Austurglugginn og fer það nafn vel á fréttablaði. Mikið reynir á hina nýju rit- stjóm að móta svo stefnu blaðsins í byrjun að allir Austfirðingar geta tekið blaðinu sem "sínu blaði", með því að það höfði til sem flestra og íbúar fjórðungsins leggi sitt af mörkum með blaðaskrifum um hin ýmsu málefni. í dag er hart deilt um ýmis stórmál sem snerta Austurland og Austfirðinga sérstaklega. Umræð- an fer fram innan sem utan fjórð- ungsins og getur nýtt fréttablað ýtt undir skoðanaskipti og lýðræðis- lega umræðu um hin fjölmörgu málefni landshlutans og lands- málanna almennt. Hið nýja vikublað getur lyft grettistaki hvað varðar samskipti og samstöðu meðal Austfirðinga, ef þess er gætt að öll sjónarmið fái að koma fram á síðum blaðsins. Ég óska aðstandendum blaðsins góðs brautargengis og Austfírð- ingum til hamingju með að fá fjórðungsblað til aflestrar og skoðanaskipta. Með bestu kveðju, Þuríður Backman A Avarp útgáfustjómar Nú hefur nýtt austfirskt fréttablað, Austurglugginn, göngu sína en blaðið mun koma út vikulega. Út- gáfufélag Austurlands ehf. stendur fyrir útgáfu blaðsins en hluthafar í félaginu era ýmis austfirsk fyrir- tæki og félagasamtök auk kynn- ingarfyrirtækisins Athygli í Reykjavík. Hið nýja útgáfúfélag er öllum opið og stendur hlutafjár- söfnun enn yfir. Austurglugginn verður óháð fréttablað sem leggja mun áherslu á að greina frá því sem efst er á baugi í landshluta- num auk þess sem blaðinu er ætlað að vera vettvangur umræðu um austfirsk málefni. Undirritaðir hafa unnið að undirbúningi blaðaútgáfunnar og skipa bráðabirgðastjóm Útgáfu- félags Austurlands. Þegar blaðið hefúr fest sig í sessi mun verða haldinn hlutahafafundur í félaginu og ný stjóm kjörin. Flestum er ljóst að blaðaútgáfa er menningarauki. Þá gegnir aust- firskt blað mikilvægu hlutverki hvað það varðar að upplýsa íbúa landshlutans um athyglisverða at- burði í mannlífinu sem ekki ná athygli þeirra fjölmiðla er starfa á landsvísu. Fyrir sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki og félaga- samtök getur greiður aðgangur að blaði sem kemur út reglulega skipt miklu máli og einnig þjónar lands- hlutablað því hlutverki að varð- veita upplýsingar um sögulega framvindu á viðkomandi svæði. Með samstilltu átaki á að vera unnt að gera Austurgluggann að sterkum landshlutafjölmiðli sem höfðar til Austfirðinga almennt en forsendan fyrir því að svo megi verða er sú að fólk kaupi blaðið og auglýsendur noti það. Blað eins og Austurglugginn á tvímælalaust að geta eflt það samfélag sem nýtur þjónustu þess. Auk blaðaútgáfunnar hefúr Austurglugginn komið á fót vef- síðu sem flytja mun daglegar fréttir af austfirskum vettvangi og verður henni haldið úti af starfs- mönnum blaðsins. Útgáfustjóm Austurgluggans vill hér með skora á Austfirðinga að taka þessum nýja fjölmiðli vel og vinna að vexti hans og viðgangi. Hilmar Gunnlaugsson Smári Geirsson Einar Már Sigurðarson fngi Már Aðalsteinsson Valþór Hlöðversson Hin nýja vegferð Með þessu blaði hefst ný vegferð í fjölmiðlun á Austurlandi. Undir nýjum formerkjum hefúr verið hafist handa í blaðaútgáfú. Ég vil helja þessa grein á góðum óskum og óska nýju blaði, starfsfólki þess og útgefendum velfarnaðar. Saga blaðaútgáfu á Austurlandi er löng en það er ekki ætlun mín að leggjast í sagnfræði. Ég hrærðist í þessari blaðaútgáfú í aldarfjórðung, það var skemmti- legt tómstundagaman þvi fyrir mér var það ætíð svo, þó að ritstjóm Austra hefði fastráðnu starfsfólki á að skipa hin síðari árin. Hugmyndin um blað á breiðum grandvelli er gömul, blöðin sem út komu á Austurlandi höfðu tengst við stjómmálaflokka, þótt á seinni áram væra þau almenn fréttablöð fyrst og fremst. Ætíð lifði um- ræðan um að leggja saman kraft- ana og þar kom að blöðin urðu undir á hörðum auglýsinga- markaði og bára ekki þann til- kostnað sem fylgir blaðaútgáfu, þótt vikublöð væra. Hins vegar áttu þau ætíð dyggan lesendahóp, það fann ég mjög greinilega í gegnum tíðina. Ég er þess fúllviss að það era möguleikar fyrir blaðaútgáfu eins og hér fer af stað til þess að fylla tómarúm á Austurlandi og þörf fyrir prentmiðil. Landshlutablöð era víða fjölbreytt og læsileg við- bót við blaðaútgáfúna í heild, sinna málum sem stóra blöðin láta liggja í láginni, og era spegill úr nánasta umhverfi. Ég á þá ósk til þessa blaðs að það sé lifandi fréttamiðill og umræðuvettvangur fyrir þá sem vilja koma skoðun á framfæri á málefnum landshlutans eða þjóðfélagsmálum. Miklar sviptingar era í fjöl- miðlun á íslandi. Sjónvarps- stöðvar berjast í bökkum, sem og Ríkisútvarpið sjálft og samrani hefúr átt sér stað í blaðaútgáfu á landsvísu. Margt bendir til þess að hætta sé á fákeppni hjá hinum stóra og öflugu fjölmiðlum. 1 þessu umhverfi er hver sjálfstæð rödd mikils virði og Austurland og landsbyggðin þarf á henni að halda. Bergmál hennar getur borist víða ef vel tekst til. Ég á þá ósk til þessa blaðs að það verði baráttutæki fyrir lands- hlutann. Ég hef líka þá sann- færingu að sú barátta verður árangursríkust með því að jafn- framt því sem rétti landshlutans og hagsmunamálum er haldið á lofti þá sé einnig getið um það sem vel er og hinar góðu og jákvæðu hliðar sem fylgja búsetu á landsbyggðinni. Að blaðið flytji ekki einungis fréttir af hinu neikvæða heldur einnig hinu jákvæða. Jón Kristjánsson Til Austurgluggans Austfirðingar! Til hamingju með nýtt ljórðungsblað á Austurlandi. Það er til mikilla bóta fyrir okkur Austfirðinga að hafa sjálfstætt fréttablað sem fjallar um málefni fjórðungsins. Einnig er hér kjörinn vettvangur til að skiptast á skoð- unum um málefni Austfirðinga. Austurglugginn ætti að verða til þess að auka samstöðu Austfirð- inga, þar sem þeir verða betur heima í málefnum hvers annars og geta hugað að sameiginlegum hagsmunamálum. Nú fara í hönd áhugaverðir tímar á Austurlandi þar sem fyrir- hugaðar era mestu einstöku ffam- kvæmdir íslandssögunnar á Austurlandi, með virkjun við Kárahnjúka og byggingu álvers í Reyðarfirði. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika í landbúnaði, er margt að gerjast þar sem til framfara gæti horft. Sjávarútvegurinn hefúr verið að styrkjast undanfarin misseri, þ.a. óhætt er að segja að hann standi styrkum fótum í fjórðung- num. Hér er horft til nýrra at- vinnugreina og stefnt að laxeldi í ijörðum í miklum mæli. Fleiri ný- mæli í atvinnusköpun era einnig í farvatninu. Samgöngur era sífellt að batna, sem gefa aukin tækifæri til samstarfs og samvinnu í leik og starfi. Nú hefúr verið ákveðið að hefja framkvæmdir við jarðgöng á milli Reyðarijarðar og Fáskrúðs- ijarðar sem tengir og styrkir enn frekar byggðina. Samgöngur era einnig að styrkjast við aðra fjórð- unga og ekki síður til útlanda. Gerður hefúr verið samningur við þýska flugfélagið LTU um beint flug til Egilsstaða og lagður hefur verið kjölur að stærri Norrænu sem siglir til Seyðisfjarðar vorið 2003. Það era því einnig vaxtar- tímar fJamundan í ferðaþjónust- unni. Það skiptir ferðaþjónustuna einnig miklu, ekki síður en alla íbúa Austurlands, sá mikli og skemmtilegi vöxtur sem orðið hefúr í menningarmálum okkar Austfirðinga. Öll þessi nýju tækifæri okkar Austfirðinga í atvinnumálum og ekki síður mikil sóknarfæri í mennta- og menningarmálum, auk allra annarra framfaramála verða vonandi til umfjöllunar á síðum Austurgluggans með lifandi og skapandi hætti. Bestu kveðjur á þorra, Ambjörg Sveinsdóttir

x

Austurglugginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.