Austurglugginn


Austurglugginn - 31.01.2002, Blaðsíða 15

Austurglugginn - 31.01.2002, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 31. janúar AUSTUR • GLUGGINN - 15 SKARPHÉÐINN G. ÞÓRISSON Forsíða Glettings - Forsíðnmyndin sýnir fyrirhugað stíflustæði við Fremri-Kárahnjúk, horft til norðurs. Greina má veg Landsvirkjunar sem endar í stíflustœðinu sjálfu en stíflugarðurinn mun ná upp að klettasnösinni miðja vegu milli gljúfurbotns og tinds. Gljúfrið á myndinni fer undir vatn við fyrirhugaðar framkvæmdir. Kárahnjúkablað Glettings NÝJASTA tölublað Glettings er helgað Kárahnjúkasvæðinu í til- efni fyrirhugaðra virkjanafram- kvæmda. Blaðið er hið glæsilegasta í alla staði, 100 blaðsíður að stærð og ríkulega skreytt myndum. Fjallað er um svæðið og fyrirhugaðar framkvæmdir frá ýmsum sjónar- miðum og á sem hlutlausastan hátt en megin áherslan er á náttúrufar og jarðfræði Kárahnjúka, gljúfr- anna miklu og Vesturöræfa. Greint er frá fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum, möguleg áhrif þeirra á hreindýrastofhinn og vatnalíf, samspili virkjana og hugsanlegs þjóðgarðs norðan Vatnajökuls, áhrifum virkjunar á mannlíf í Jökuldal og Fljótsdal og almennt fjallað um byggðaþróun á Austurlandi og vonir þær sem bundnar eru við fyrirhugaða virkj- un og álver. Allir þeir sem vilja kynna sér nánar Kárahnjúkasvæðið og virkjanaáform ættu að nálgast þctta blað, hvort sem þeir eru með eða á móti fýrirhuguðum ffamkvæmdum, enda munu áhrif þeirra verða umtalsverð, jákvæð jafnt sem neikvæð. Utgáfa Glettings er styrkt af fjölmörgum aðilum á Austurlandi og víðar. Nýjasta tölublað er í raun tvöfalt og kostar 1000 kr. en nálgast má frekari upplýsingar á vefsíðu blaðsins, www.glettingur.is. bþ SKARPHÉÐINN G. ÞÓRISSON Dimmugljúfur við Ytri-Kárahnjúk, með allt að 180 metra háum kletta- veggjum. Þessi hluti gljúfranna er fyrir neðan fyrirhugaðan stíflugarð og mun því lítið breytast. Fjarnám fyrir þá sem stefna á stúdentspróf eða verknám (undirbúningur) I undirbúningi er að hefja ó Austurlandi næsta haust skipulagt fjarnám fyrir þá sem stefna á stúdentspróf eða þurfa grunn undir nám á styttri starfs- og verksnáms- braut. Nú á vorönn 2002 er hins vegar hafið undir- búnings- eða upprifjunarnám í völdum greinum fyrir þá sem hafa hug á að hefja nám næsta haust þ.e. í stærð- fræði (Helgi Georgsson, FAS), dönsku (Jónína Rós Guð- mundsdóttir og Sigrún Blöndal ME), Ensku (Rannveig Þórhallsdóttir ME) og íslensku (Zophonías Torfason FAS). Einnig verður boðið upp á grunnnám í tölvufræðum. Kennsla er byrjuð en ennþá er hægt að bæta við nemendum. Hægt er að sækja tíma í ME, á Fáskrúðs- firði, í FAS og í Neskaupstað (VA). Upplýsingar veita: ME Finnur 471 2500 VA Marinó 477 1620 FAS Sigurgeir 478 1870 Viðvera fulltrúa Þróunarstofu í Fjarðabyggð Starfsmaður Þróunarstofu Austurlands verður með viðveru á Reyðarfirði fimmtudaginn 7. febrúarfrá kl. 13-16 á bæjarskrifstofu Reyðarfjarðar Hægt er að panta viðtalstíma í síma : 471-2545 eða 893-9303 Þróunarstofa Austurlands Reglur um niðurfellingu fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega og niðurfelling fasteignagjalda vegna fráfalls maka: 1. Niðurfelling fasteignaskatts skal vera tekjutengd og miðuð við árstekjur 2000 sbr. álagningu skattstjóra 2001 og er sem hér segir: a) Einstaklingar: Brúttótekjur allt að kr. 1.072.000 100% niðurfelling Brúttótekjur allt að kr. 1.499.000 50% niðurfelling b) Hjón: Brúttótekjur allt að kr. 1.606.000 100% niðurfelling Brúttótekjur allt að kr. 1.999.000 50% niðurfelling 2. Búi fullvinnandi einstaklingur (eða hjón) inn á heimili ellilífeyrisþega, fellur fasteignaskattur ekki niður. 3. Hafi veruleg tekjulækkun orðið hjá ellilífeyrisþegum milli áranna 2000 og 2001 hefur forstöðumaður fjármálasviðs heimild til að taka tillit til þess við niðurfellingu fasteignaskatts berist umsókn um slíkt ásamt afriti skattframtals. 4. Sömu reglur gilda um niðurfellingu fasteignaskatts hjá öryrkjum með fulla örorku. 5. Við fráfall maka eða sambýlismanns skulu fasteignagjöld af íbúðarhúsnæði sem fjölskylda hins látna (hinnar látnu) á og býr í, felld niður að fullu fyrsta árið, en að hálfu annað árið. ó. Falli aðstæður ekki undir þær reglur sem að framan greinir skal bæjarráð ákveða um lækkun eða niðurfellingu fasteignaskatts. Álagning í Fjarðabyggð er sem hér segir: Fasteignaskattur A er 0,38 % af fasteignamati og lóðarhlutamati. Fasteignaskattur B er 1,65 % af fasteignamati og lóðarhlutamati. Lóðarleiga er 1,5% af lóðarhlutamati. Vatnsskattur er 0,27% af fasteignamati. Holræsagjald er 0,1 5% af fasteignamati. Sorphreinsunargjald er 6.000 kr. Sorpeyðingargjald er 5.000 kr. Fjöldi gjalddaga er átta: 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, ... 1. september Eindagi fasteignagjalda er síðasti virki dagur gjalddagamánaðar. FJARÐABYGGÐ

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.