Austurglugginn - 12.08.2004, Qupperneq 1
Útgerðarmaður
ósáttur.
Viðtal við
Albert Geirsson
Sjá bls. 6
Hverjir eiga sjávar-
útveginn eystra?
Úttekt Austur-
gluggans
Sjá bls. 7
Hafaldan 30 ára:
Þóra opnar
Draumhús
Sjá bls 10
Gerpir vann!
Malarvinnslu bikarinn
Sjá bls. 10
Austur«gluggmn
31. tbl. - 3. árg. - 2004 - Fimmtudagur 12. ágúst
Ertþú
áskrifandi?
Áskriftarsíminn er
l 477 1571
Verð í lausasölu kr. 350
Áskriftarverð kr. 1.140 á mánuði (kr. 285 eintakið)
ISSN 1670-3561
Landflutningar - Samskip
Kaupvangi 25
700 Egilsstaóir
Sími 471 3080
Fax 471 3081
Opnunartími:
Mánudaga til föstudaga
frákl. 08:00-16:00
ALHLIÐA
VERKTAKA-
STARFSEMI
HAKI EHF.
Neskaupstað ® 892 5855
1962-2002
Austfjarðaleið
477 1713
Hin árlega uppskeruhátíð Héraðsmanna, Ormsteiti, hefst nú um helgina með pompi og prakt. Hátíðin í ár mun teygja anga sína um allt
Héraðið og ættu allir að geta fundið sér eitthvað skemmtilegt að gera nú næstu tvær helgar. Hátíðin sem er hvort tveggja uppskeruhá-
tíð og ekki síst til heiðurs Lagarfljótsorminum ógurlega hefst næstkomandi föstudag og mun standa til 22. ágúst. Fyrir þá sem fá ekki
nóg afslíkum hátíðum er rétt að taka fram að Norskir dagar eru á Seyðisfirði og því ætti enginn að geta hangið heima í fýlu þessa helg-
ina. Myndin er frá skrúðgöngu á Ormsteiti í fyrra og þar sést Ormurinn langi í fylgd nokkurra stuðningsmanna sinna.
Sameining á Héraöi
íbúafundur samþykkir áskorun
íbúafundur á Norður-Héraði
s.l. laugardag skoraði á félags-
málaráðuneytið að ógiida ákvörð-
un um sameiningu þriggja sveit-
arfélaga á Héraði í kjölfar þess að
sveitarstjórn hafnaði ósk um at-
kvæðagreiðslu á þeirri forsendu
að hún hefði komið of seint fram.
Heitt var í kolunum á íbúafúndi á
Norður-Héraði þar sem tekist var á
um þá ákvörðun sveitarstjórnar að
ganga til sameiningar við Austur-
Hérað og Fellahrepp. Fundurinn var
boðaður til kynningar á sameining-
unni en áður höfðu níutíu og þrír
kjósendur á Norður-Héraði krafist
þess að boðað yrði til fundar þar
sem rætt yrði um sameininguna og
kosningu þar að lútandi. Um þetta
fjallar 104. grein sveitarstjórnalaga
en þar er þetta m.a. að finna:
„Heimilt er sveitarstjórn að efna til
almennrar atkvæðagreiðslu um ein-
stök mál og að boða til almennra
borgarafunda um málefni sveitar-
félagsins...Skylt er að halda al-
mennan borgarafund ef 1/4 hluti at-
kvæðisbærra manna í sveitarfélag-
inu óskar þess...Sveitarstjórn getur
efnt til almennrar atkvæðagreiðslu í
sveitarfélagi eða hluta þess til þess
að kanna vilja kosningarbœrra íbúa
um tiltekið málefni. Niðurstaða at-
kvœðagreiðslunnar er ekki bindandi
um afgreiðslu málsins fyrir sveitar-
stjórn nema hún hafi fyrir fram á-
kveðið að svo skuli vera. “ Fremur
fámennt var á fundinum eða í kring-
um íjörutíu manns en á kjörskrá eru
tvö hundruð og átján.
Forsaga málsins er sú að í kosn-
ingum um tillögu að sameiningu
allra fjögurra sveitarfélaga á Hérað
fyrr í sumar, felldu íbúar Fljótsdals-
hrepps tillöguna en samstarfsnefnd
um sameiningu tók þá ákvörðun að
sveitarfélögin þrjú sem samþykktu,
skyldu sameinast og hefur það nú
verið samþykkt af sveitarstjórnum
þeirra allra en í 91. grein sveitar-
stjórnarlaga segir m.a.: „Hljóti til-
laga samstarfsnefndar skv. 90. gr.
ekki samþykki í öllum hlutaðeigandi
sveitarfélögum, en þó meiri hluta
greiddra atkvœða í a.m.k. 2/3 þeirra
og í þeim sveitarfélögum búi a.m.k.
2/3 íbúa á svæðinu, er viðkomandi
sveitarstjórnum heimilt að ákveða
sameiningu þeirra sveitarfélaga
sem samþykkt hafa sameininguna. “
Þeir sem vilja að kosið verði á ný
um sameiningu, vitna til 104. grein-
arinnar en sveitarstjórn lítur til 91.
greinarinnar og vísaði Hafliði
Hjarðar, varaoddviti til hennar á
fundinum þegar hann sagði að vald-
ið væri í höndum sveitarstjórnarinn-
ar. Talsmenn hópsins sem stóð fyrir
undirskriftarlistanum létu í ljósi óá-
nægju sína með þau rök sveitar-
stjórnar að málið hefði verið af-
greitt við fyrri umræðu en þeir telja
að svo geti ekki verið fyrr en eftir
hina síðari, en undirskriftarlistinn
barst sveitarstjórn á milli umræðna.
Nokkrar umræður spunnust um
málið en því lauk með því að fund-
urinn samþykkti áskorun til félags-
málaráðuneytisins um að ógilda
sameininguna. Nánar á bls. 3.
bvg
Afgreiðslutími í Bónus á Egilsstöðum g
Mánudag til fimmtudags <
12.00 til 18.30 ÍkSS?! 8
Föstudag 10.00 til 19.30 £
Laugardag 10.00 til 18.00 ^
Sunnudag 12.00 til 18.00
Sjáumst í Bónus
á E?ilsstöðum
Ódýrastir um allt land!