Austurglugginn - 12.08.2004, Síða 2
2
AUSTUR • GLUGGINN
Fimmtudagur 12. ágúst
1
stuttar
FRÉTTIR
FRÉTTIR
HÆ
rzfn
Sameining á Héraði
Sveitarstjórnir sveitarfélag-
anna þriggja, Austur-Héraðs,
Fellahrepps og Norður-Héraðs,
hafa nú allar samþykkt samein-
ingu sveitarfélaganna. Oddvitar
þeirra undirrituðu, á fúndi í síð-
ustu viku, beiðni um formlega
staðfestingu á sameiningunni
sem send hefur verið tii Félags-
málaráðuneytisins. Ákveðið hef-
ur verið að kosningar til nýrrar
sveitarstjórnar fari fram 16. októ-
ber næstkomandi. Samhliða
sveitarstjórnarkosningunum
verður gerð skoðanakönnun um
nafh á nýju sveitarfélagi.
Um 3000 íbúar verða í hinu
nýja sameinaða sveitarfélagi
Austur-Héraðs, Fellahrepps og
Norður-Héraðs.
Sameining undirrituð og
staðfest Soffía Lárusdóttir,
Arnór Benediktsson og Þorvald-
ur Hjarðar, forsvarsmenn sveit-
arféiaganna þriggja sem nú
verða eitt, undirrita.
Garðar Harðarson, músíkant
á Stöðvarfirði.
„Bara allt fínt að frétta af mér
og öðrum Stöðfirðingum," sagði
Garðar Harðarson nýmættur á
línuna hjá Austurglugganum í
byrjun vikunnar. Garðar var einn
af aðstandendum Djasshátíðar
Egilsstaða þetta árið en hátíðin
þótti takast prýðilega og aðsóknin
góð. „Ég held að það sé nú ekki
hægt að segja annað en að
Havana band Tómasar R. Einars-
son hafi verið hápunktur hátíðar-
innar í ár enda er þetta að ég held
í fyrsta sinn í sögu hátíðarinnar
sem við sjáum gesti á tónleikum
dansa, þvílík var stemningin.“
Garðar er með plötu í vinnslu
sem hann áætlar að komi út næsta
sumar. „Ég hafði nú ætlað mér að
gefa hana út i sumar en það gekk
ekki svo við segjum bara næsta
sumar,“ sagði Garðar en platan er
instrumental. Sonur Garðars,
Hilmar, gaf nýverið út plötuna
„Pleased to leave you“ en platan
hefur verið að fá fína dóma og var
meðal annars plata vikunnar í
Fréttablaðinu í síðustu viku.
Garðar er að vonum ánægður
með gripinn hjá stráknum. „Já
enda er platan alveg stórfín og vel
unnin, enda mikið af góðu fólki
sem tók þátt í gerð hennar,“ segir
Garðar sem er á leið til Reykja-
víkur í næsta mánuði ásamt átta
manna blús/brazzbandi sem hann
leikur með ásamt Áma ísleifs,
Þorleifi Guðjónssyni og fleiri
góðum.
Bátur sökk í höfnirmi á Eskifirði:
Björgunarsveitin reddar málunum
/ hálfu kafi Eins og sést á myndunum stóð stefni bátsins upp úr og kom í veg fyrir að hann sykki til botns. Myndir: ÞH/ESK
Lítill sportbátur sökk í höfhinni á
Eskifirði fimmtudaginn í síðustu
viku. Að sögn Halldórs Vilhjálms-
sonar, formanns björgunarsveitar-
innar Brimrúnar á Eskifirði urðu
vegfarendur varir við að báturinn
væri sokkinn, þar sem hann lá utan
á öðrum bát í smábátahöfninni, um
hádegið síðastliðinn fimmtudag.
Björgunarsveitin kom á staðinn og
tókst að dæla lofti í stýrishús báts-
ins áður en öflugt spil var notað til
að ná bátnum upp í fjöru þar sem
kranabíll var notaður til að ná bátn-
um í land. Halldór segir óljóst
hvernig slysið vildi til en báturinn
er lítið skemmdur eftir volkið en
blíðuveður var á Eskifirði þegar
báturinn sökk.
helgi@agl.is
Dularfullar íkveikjur í tveimur húsum á Vopnafirði:
Andlega veik kona játar
Kona játaði við yfirheyrslur
hjá lögreglunni á Vopnafirði fyrir
helgi að hafa borið eld að tveimur
húsum í bænum um verslunar-
mannahelgina. Konan gat litla
sem enga skýringu gefið á hátt-
erni sínu en hún á við geðræn
vandamál að stríða að sögn lög-
reglu. Mesta mildi þykir að ekki
urðu stórslys á fólki og húsunum
tveimur. Konan hefur verið vistuð
á stofnun þar sem hún leitar sér
nú hjálpar.
Konan játaði sem fyrr segir að
hafa verið valdur að íkveikjunum
við yfirheyrslur hjá Iögreglu nú rétt
fyrir helgi en lögreglu barst ábend-
ing um hugsanleg tengsl hennar og
íkveikjanna. Þetta staðfesti lögregl-
an á Vopnafirði í samtali við Aust-
urgluggann. Mál konunnar mun nú
að sögn lögreglu fara til meðferðar
i dómskerfinu en hún mun eiga við
geðrænan vanda að etja og lögregla
neitaði að gefa upp hvers vegna hún
hefði valið þessi tvö hús umfram
önnur aðfaranótt sunnudags síðast-
liðna verslunarmannahelgi. Végfar-
andi varð þá var við að eldur væri
laus í húsi í bænum og gerði lög-
reglu viðvart. Slökkvilið kom þá í
veg fyrir stórtjón en engan sakaði
þar sem heimilisfólk var ekki á
staðnum. Daginn eftir kom svo í
ljós að reynt hafði verið að kveikja
í öðru húsi í bænum en þá hafði eld-
ur slokknað af sjálfum sér. Lögregla
hóf þegar að rannsaka málið enda
benti allt til að um íkveikju hefði
verið að ræða auk þess sem svokall-
aðar arineldspýtur fundust á vett-
vangi sem konan hafði notað til að
bera eld að gluggatjöldum í gegnum
opin glugga. Heimamönnum var að
vonum brugðið við þessar fréttir en
málið telst nú upplýst og Vopnfirð-
ingar geta andað léttar. Konan sem
játaði íkveikjumar hefur að sögn
lögreglu verið vistuð á stofnun fyrir
geðsjúka að eigin ósk þar sem hún
leitar sér nú hjálpar.
helgi@agl.is
Flóð við Kárahnjúka:
Ná hámarki í dag fimmtudag
Ákveðið hefur verið að hækka
varnarstífluna ofan við vinnu-
svæðið við Efri Kárahnjúk upp
að gilbarmi, í 498 metra hæð yfir
sjávarmáli. Þetta kemur fram í
frétt á heimasíðu Ríkisútvarps-
ins. Varnarstíflan á að standast
meira rennsli en mælst hefur frá
upphafi. Hlýnað hefur eystra og
er búist við frekari hlýindum og
sólbráð á Brúarjökli. Talið er að
flóðin nái hámarki í dag fimmtu-
dag eða á föstudag.
Haft er eftir Sigurður Arnalds,
talsmanni Landsvirkjunar, að á
sunnudag hafi verið ákveðið að
hækka varnarstífluna eins mikið og
landfræðilega sé mögulegt. Hún
standist þá á við gilbarminn. Sig-
urður segir að stíflan ætti þá að geta
staðist rennsli upp að 1150-1200
rúmmetrum á sekúndu en í flóðun-
um í síðustu viku varð rennslið
rúmlega 900 rúmmetrar á sekúndu.
Sigurður segir að frá því að mæl-
ingar hófúst hafi rennslið mælst
tvisvar 1020-1030 rúmmetrar á sek-
úndu, svo að varnarstíflan ætti að
standast rennsli sem er meira en
nokkurn tímann hefur mælst en um
40 ár eru síðan mælingar hófúst.
Gert verður ráð fyrir yfirfalli á
varnarstíflunni, þannig að hægt
verði að veita ánni fram hjá, til hlið-
ar við varnarstíflunar, og niður í
geilina milli varnarstíflunnar og að-
alstíflunnar. Þannig væri ekki hætta
á að áin myndi éta niður stífluna, og
síðan yrði vatninu aftur dælt upp úr
geilinni. Sigurður segir að það hefði
í för með sér tafir á steypuvinnu þar
á milli.
helgi@agl.is
Sannleikurinn sár
Um þessar mundir flykkjast
starfsmenn ameríska verktak-
arisans Bechtel til Fjarða-
byggðar en fyrirtækið mun sjá
um að reisa álver Fjarðaáls.
Eins og er um marga verktaka
á svæðinu kíkja þeir gjarnan á
ölstofuna Kósý á Reyðarfirði í
frítímum en um liðna helgi var
þar ijöldi manns. Sagt er að
ung kona hafi gefið sig á tal
við Bechtel drengina sem hafi
farið að segja henni frá því
hversu stórt og öflugt fyrirtæk-
ið væri og meðal annars sagt
henni frá verkefnum fyrirtæk-
isins í írak sem komu í kjölfar
„frelsunar írösku þjóðarinnar“
fyrir rúmu ári. Unga konan á
þá að hafa sagt eitthvað á þá
leið að varla væru það nú mik-
il meðmæli enda hlutirnir í
„tómu fokki þar,“ eins og hún
mun hafa orðað það. Eitthvað
fór þessi athugasemd illa í
Bandaríkjamennina sem yfir-
gáfu barinn i fússi. Æ, æ....
Friðarsund
Sagt var frá því í Austur-
glugganum nýverið að sund-
elsk áhöfn Hugins VE frá
Vestmannaeyjum hefði lent í
átökum við sundvörð í Nes-
kaupstað sem vildi losna við
drengina upp úr lauginni.
Drengirnir höfðu farið í laug-
ina í skjóli nætur og ekki sturt-
að sig svo skipta var um vatn í
lauginni. Sundlaugavörður-
inn hlaut áverka í viðskiptum
við áhafnarmeðlimi Hugins
sem í kjölfarið var kyrrsettur.
Svo virðist sem vopn hafi ver-
ið borin á klæði í sundlauginni
í liðinni viku þegar Hugin kom
til löndunar í Neskaupstað. Þá
mun áhöfnin hafa farið í sund
- og sturtu - án þess að til átaka
hafi komið. Það fylgdi sög-
unni að drengirnir hefðu í
þetta skiptið mætt á opnunar-
tíma.
Sýndi hann
fjallagrös?
Það vakti
athygli á dög-
unum þegar
skóflustunga
var tekin af
nýju álveri
Fjarðaáls á
Reyðarfirði að fyrir stórri
sendinefnd Alcoa sem keyrði
um landið og kynnti sér virkj-
anakosti og virkjanir fór sem
fararstjóri enginn annar en
Árni Steinar Jóhannesson,
fyrrum þingmaður Vinstri-
grænna, fyrir hönd iðnaðar-
ráðuneytis. Vakti það óneitan-
lega upp spurningar að eini
maðurinn sem lýsti sig andvíg-
an framkvæmdum Alcoa á ís-
landi á sínum tíma í iðnaðar-
nefnd alþingis skyldi valinn til
starfans, en Árni býr nú og
starfar í Fjarðabyggð. Þeir sem
þekkja til hafa þó bent á að ef
til vill hafi Árni verið eini
nefndarmaðurinn á þeim tíma
sem kynnt hafi sér fram-
kvæmdirnar í þaula enda aðrir
nefndarmenn löngu búnir að á-
kveða sig þegar til kom....