Austurglugginn - 12.08.2004, Blaðsíða 6
6
AUSTUR • GLUGGINN
Fimmtudagur 12. ágúst
VIÐTALIÐ
Albert Geirsson í viðtali:
„ Forsvarsmenn
Austurbyggðar valda
ekki störfum sínum“
Albert Geirsson er útgerðarmaður á Stöðv-
arfirði en þaðan gerir hann út tvo báta,
Alftafell sem er um 60 tonn að stærð og
Kambaröst sem er 180 tonna bátur. Albert
flutti til Stöðvarfjarðar 1991 og gerðist sveit-
arstjóri en samhliða stundaði hann útgerð
sem farið hefur vaxandi æ síðan. Austur-
glugginn tók Albert tali.
Ertu með mikinn kvóta á þessum bátum
Albert?
„Það eru ríflega hundrað þorskígildi á Alfta-
fellinu en það er enginn kvóti á Kamba-
röstinni. Að sjálfsögðu er erfitt að gera út
með þetta lítinn kvóta en minni skuldir
koma þar á móti.“
Leigir þú þá til þín kvóta og er hægt aö gera
út með því að leigja?
„Eg leigi kvóta á báða bátana og það hefur
verið tiltölulega auðvelt að fá kvóta en að
vísu er sumt á alltof háu verði miðað við af-
urðaverðið. A vissum veiðum er þetta hægt
og ég hef stílað inn á leigukvótann fyrst og
fremst til að vera á netaveiðum en netafiskur-
inn er sá fiskur sem er í hæstu verði. Það er
ætlunin að vera á rækju í annan tíma en
rækjuveiði í sumar gengur ekki vel því af-
urðaverð er lágt og lítil veiði.“
Hafa bátamir landaÖ á StöÖv-
arfirði?
„Álftafellið hefur landað á
Stöðvarfirði í sumar og hefur
alltaf landað þar nema yfir
netavertíðina en Kambaröstin
hefur ekkert landað hérna og
það eru ekki horfur á því að
það verði á næstunni. Á neta-
vertíðinni var hún gerð út frá
Hornafirði og í sumar á rækj-
una frá Húsavfk.“
Oddviti mætti
BIÐJAST AFSÖKUNAR
Albert var vikið úr hafnarnefnd
í Austurbyggð en hann var borinn þeim sök-
um að „vinna gegn hagsmunum sveitarfé-
lagsins“ eftir uppákomu í vor þar sem hafnar-
yfirvöld töldu hann ekki bregðast nógu fljótt
við beiðni um að færa Kambaröstina svo tog-
arinn Björgúlfur frá Dalvík gæti lagst að
bryggju þar sem hún lá. Því var Albert spurð-
ur hvort bryggjukantar á Stöðvarfirði væru of
stuttir.
„Það væri sjálfsagt gott að geta teygt eitthvað
úr þeim en ég held að það sé nú yfirleitt nóg
bryggjupláss á Stöðvarfirði en afturámóti er
oftur skortur á skilningi á því að það þurfi að
sýna tillitssemi. Ef það væri gert þá yrðu
menn ekki hver fyrir öðrum.“
Hverjir mœttu þá sýna meiri tillitssemi?
,/Etli það séu ekki einhverjir skipstjórar og
síðan væntanlega meirihluti sveitarstjórnar
hér í sveitarfélaginu.
Nú var þér vikið úr hafnamefnd í vor fyrir að
vinna gegn hagsmunum sveitarfélagsins, eins
og oddviti Austurbyggðar orðaði þaÖ í þessu
blaði. Hefur þú fengið skýringu á því við hvað
hann átti?
„Nei, ég hef ekki farið fram á það við hann
en ég hef talað við aðra um þetta sem eru
eitthvað að vinna með þessum meirihluta og
ég hélt hann myndi sjá sóma sinn í því að
ræða við mig og skýra út fyrir mér á hvern
hátt ég væri að vinna gegn hagsmunum sveit-
arfélagsins eða þá að örðum kosti biðja mig
afsökunar á þessum orðum sem hann lét hafa
eftir sér í fjölmiðlum. Það er mjög alvarlegt
mál þegar oddviti sveitarfélags lýsir því yfir að
einhver sé að vinna gegn hagsmunum þess
og hann hlýtur að þurfa að skýra þau orð og
ég er reyndar alveg hissa á því að aðrir í
meirihlutanum skuli ekki hafa krafið hann
svara við því hvað er verið að gera. Er það
virkilega stefna þessarra manna að ýta þeim
burt úr sveitarfélaginu sem eru í einhverjum
atvinnurekstri? Ef það er raunin þá held ég
þurfi að skoða þau mál vel og ég veit ekki
hvort Byggðastofnun væri neitt hrifin að
koma inn í atvinnurekstur 1' því sveitarfélagi
þar sem oddviti sveitarstjórnar talar svona
eins og hann hefur gert. Það mætti a.m.k.
ætla að það væri ekki þörf á aukinni atvinnu-
starfsemi f sveitarfélaginu."
Samherji ekki á bak við
BROTTVIKNINGUNA
Er það óttinn við Samherja sem veldur þessu
eða eru hagsmunir Samherja og sveitarfélags-
ins nákvœmlega þeir sömu?
„Ég veit það ekki. Ég hef enga trú á því að
það séu stjórnendur Samherja sem láta
svona. Það hljóta að vera einhverjir undirsát-
ar sem svona tala og eru að gera sig eitthvað
breiða. Ég hef enga trú á því að stjórnendur
stórs fyrirtæki fyrirtækis eins og Samherja
vinni á þennan hátt.“
Attu von á því að vera fyrir einhverjum á með-
an Kamharsöstin liggur héma við að skipta
um veiöarfœri?
„Ég geri ráð fyrir því og ég er svosem búinn
að fá pláss fyrir bátinn annarsstaðar ef mikið
liggur við en það er mun óhagstæðara fyrir
mig því það er mikill búnaður sem fylgir
svona og kostnaður og óþægindi í að keyra
það á milli staða.“
Nú hefur þú mikla reynslu af hafnarmálum -
þú varst sveitar- og hafnarstjóri Stöðvar-
hrepps, sast í hafnamefnd í mörg ár og býrð
yfir meiri þekkingu á þessum málaflokki en
margir. Heldur þú að sveitarstjóm hafi ekki
getað notað þessa þekkingu þína áfram?
„Ég hald það sé nú rétt að fáir hafi meiri
þekkingu en ég á hafnamálunum hérna,
kannski sumum finnist það ekkert þægilegt
að hafa einhvern sem býr yfir þekkingu; betra
að hafa einhvern annan. Hversvegna var mér
vikið úr nefndinni? Þeir hafa kannski haldið
að þeir væru að gera mér einhvern óleik en
ég leit nú á veru mína í hafnarnefnd sem
þegnskaparvinnu fyrir sveitarfélagið. Mér var
það því alveg sársaukalaust að vera vikið úr
nefndinni. Annars held ég að sveitarstjórnar-
menn og aðrir sem ráða, láti stundum svona
þegar þeir ráða ekki við þau störf sem þeir
hafa tekið að sér.“
Tveir og hálfur
framsóknarmaður
Þú varst í framboöi fyrir Framsóknarflokkinn
fyrir nokkmm ámm síðan og framsóknarmenn
ráða lögum og lofum í Austurbyggö. Ertu
ennþá framsóknarmaður?
„Já, ég er framsóknarmaður ennþá. Ég segi
bara eins og einn frændi minn: ég er fram-
sóknarmaður en þeir sem fara fyrir flokknum
eru ekki lengur framsóknarmenn. Ég hef nú
stundum sagt í gamni að í þingflokki fram-
sóknarmanna væru bara tveir og hálfur fram-
sóknarmaður eftir - þ.e.a.s. Guðni varafor-
maður, Kristinn H. Gunnarsson og helming-
urinn af Jóni Kristjánssyni en hinir eru tekn-
ir upp á því að þjóna örðu en hinni gömlu
framsóknarstefnu. Það er alveg
ljóst að ég treysti mér ekki til
að styðja þessa forystu Fram-
sóknarflokksins sem er núna
við völd.“
Er þá afskiptum þínum af
stjómmálum lokið?
„Ég reikna með því, ég held ég
láti þau eiga sig eftir þetta. Það
var gaman að vera í pólitíkinni
en afturámóti var mér farin að
leiðast þessi einstefna og það
var aldrei leitað út í kjördæmin
með nokkurn hlut. Mér skilst
að það sé svo með fleiri flokka.
Þetta var yfirleitt þannig að á
kjördæmisþing sem haldin eru
einu sinni ári, kemur texti sem er útbúinn á
skrifstofunni í Reykjavík sem er yfirfarinn og
það er stefnuskráin. Hún er kannski aðeins
slípuð til á svona þingum en í öll þessi ár sem
ég sat í stjórn kjördæmissambands framsókn-
armanna man ég ekki eftir einu einasta máli
sem sent var til kjördæmisstjórnarinnar að
ofan til að fá álit hennar. Þetta segir mikið
um vinnubrögð þeirra sem ráða og drepur
niður áhuga flestra sem vilja vinna.“
Að lokum Albert - hvað er langt þar til þú
kaupir togara?
„Ég ætla að láta hann eiga sig, nema það
verði breytingar á kvótakerfinu þannig að
hægt sé að gera út svoleiðis skip. Þá hefði ég
ekkert á móti því. Það er búinn að vera
draumur minn, svona innst inni, að geta
komið upp einhverju f sambandi við sjávarút-
veginn hérna á Stöðvarfirði og ég var búinn
fyrir mörgum árum að láta hanna fyrir mig
fiskvinnsluhús hér sem ekkert varð svo úr.
Því er ekki að neita að framkoma sveitar-
stjórnar í minn garð hefur ekki aukið líkurn-
ar að svo verði því einhvernveginn dregur
það máttinn úr manni að fá svona framan í
sig.“
helgi@agl.is