Austurglugginn - 12.08.2004, Síða 7
Fimmtudagur 12. ágúst
AUSTUR • GLUGGINN
7
Sjávarútvegur á Austurlandi
Barði NK 120 Siglt inn til löndunar á Stöðvarfirði.
Eskifjörður i sumarblíðunni Eskja er í eigu heimamanna en á
myndinni sést fiskimjölsverksmiðja fyrirtækisins.
Austurglugginn kannaði lauslega eign-
arhald í sjávarútvegi á Austurlandi. Víð-
ast hvar eru „stóru sjávarútvegsfyrirtæk-
in" í eigu heimamanna en sumsstaðar er
forræðið í öðrum landshlutum. Samherji
er með afar sterk ítök á Austurlandi.
Gamli Hólmatindur Með fyrstu skuttogurum í eigu islendinga.
Ekki þarf að tíunda mikilvægi sjávarútvegs fyrir Austfirð-
ingum því sérhver sjávarbyggð hefur fram til þessa átt allt
sitt undir vexti og velgengni hans. Til skamms tíma voru
einn eða fleiri togarar í hverju sjávarplássi að undanskildum
Bakkafirði og Borgarfirði. Upp úr 1970 kom hver skuttogar-
inn á fætur öðrum til landins en smíði þeirra var liður í við-
leitni stjórnvalda til að byggja upp atvinnulíf í sjávarplássum
eftir hrun síldarstofnsins. Þessi áætlun virkaði svo vel, að á
níunda áratugnum þótti ástæða til að grípa til aðgerða sem
miðuðu að því að vernda fiskinn í sjónum gegn ofveiði;
kvótakerfið leit dagsins ljós.
Hvort það eitt og sér olli þeim breytingum sem urðu á út-
gerðarháttum Austfirðinga, og reyndar landsmanna allra,
skal ekki dæmt um hér en fiskileysi í byrjun tíunda áratug-
arsins varð m.a. til þess að útgerðir sem stóðu höllum fæti
voru keyptar af hinum sterkari. Þar með hvarf stórskipaút-
gerð úr mörgum smærri sjávarplássum og útgerðum á ís-
landi fækkaði. En hvemig skyldi eignarhaldi á sjávarútvegs-
fyrirtækjum á Austurlandi vera háttað núna? Eru þau í eigu
„heimamanna“ eða eru það aðrir sem eiga þau?
Ólíkt eignarhald
Satt best að segja er þessu ákaflega misjafnt farið því
sumsstaðar eru undirstöðufyrirtækin - það eru þau fyrirtæki
sem viðkomandi byggðir gætu staðið eða fallið með - alfar-
ið í eigu heimamanna, annarsstaðar eru þau í eigu heima-
manna og lengra að kominna og í sumum byggðarlögum
hafa heimamenn misst forræðið yfir þessu fyrirtækjum.
Vopnfirðingar eiga Tanga hf. en þeir keyptu allt hlutafé
Eskju í því fyrir skemmstu. Stærsti hluthafinn í Tanga er
Bjarnarey ehf. sem á ríflega tuttugu og þriggja prósenta hlut
en það fyrirtæki er í eigu aðila á Vopnafirði, Vopnaíjarðar-
hreppur á rúm tuttugu og eitt prósent í Tanga og Skiphólmi
ehf. á níu prósent. Skipahólmi er í eigu Vopnafjarðarhrepps
svo í raun á sveitarfélagið tæp þrjátíu prósent í Tanga. Að
vísu á Sparísjóðabanki íslands rúmlega þrettán prósenta hlut
en samtals ráða heimamenn yfir meira en helmingi hlutafjár
og því er fyrirtækið í raun þeirra. Tangi rekur fiskimjölsverk-
smiðju, frystihús og gerir út togarann Bretting og nótaskipið
Sunnuberg.
Seyðfirðingar hafa líka forræði undirstöðuatvinnuvegar-
ins að mestu á sinni hendi því fyrirtækin Brimberg og Gull-
berg eru að öllu leyti í eigu þeirra. Útgerðarfélag Akureyr-
inga átti um tíma þessi umsvif á Seyðisfirði en dró sig út og
heimamenn eignuðust fiskvinnslu og útgerð. Brimberg rek-
ur frystihúsið á staðnum og Gullberg gerir út togarann Gull-
ver NS 12. Hinsvegar er fiskimjölsverksmiðjan á Seyðisfirði
í eigu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað en nánar verður vik-
ið að eignarhaldi þess fyrirtækis á eftir. Eskfirðingar eiga
Eskju alfarið en eignaraðild þar skiptist til jafns á milli Krist-
ins Aðalsteinssonar, Bjarkar Aðalsteinsdóttur og Elfars Að-
alsteinssonar. Eskja er umsvifamikið fyrirtæki - það gerir út
nótaskipin Hólmaborgu og Jón Kjartansson auk togarans
Hólmatinds. Eskja starfrækir einnig fiskimjölsverksmiðju
og frystihús.
Loðnuvinnslan í eigu heimamanna
- Samherji með sterk ítök í
Síldarvinnslunni
Á Fáskrúðsfirði er Loðnuvinnslan lang stærsta sjávarút-
vegsfyrirtækið en stærsti hlutafi i því er Kaupfélag Fá-
skrúðsfirðinga með um níutíu og eins prósenta hlut. Afgang-
urinn skiptist síðan á milli nokkurra annarra félaga og ein-
staklinga en þar eru stærst fyrirtæki sem áður voru kennd við
SIS eins og VIS og Olíufélagið. Loðnuvinnslan er afar um-
svifamikil á Fáskrúðsfirði því auk þess að gera út togarann
Ljósafell og nótaskipið Hoffell, rekur fyrirtækið frystihús,
bræðslu, véla-, rafmagns og trésmíðaverkstæði.
I Neskaupstað er Síldavinnslan risinn í sjávarútvegi en þar
rekur hún öfluga útgerð, fiskvinnslu og bræðslu. Síldar-
vinnslan gerir út fimm stór skip - Birting, Barða, Bjart, Börk
og Beiti. Stærsti hlutahafi í Síldarvinnslunni er Straumur
fjárfestingarbanki en hann á tuttugu og Ijögurra prósenta
hlut, Samherji á um tuttugu prósent, Snæfugl ehf. tólf og
Samvinnufélag útgerðarmanna tíu. Samherji átti um áramót
rúmlega helming hlutaljár í Snæfugli auk þess sem Kaldbak-
ur, sem er að ijórðungi í egiu Samherja, á tæplega átta pró-
sent í Síldarvinnslunni. Því má ljóst vera að Samherji hefur
sterk ítök í fjöreggi Norðfirðinga en ríflega þrjátíu prósent
hlutaíjár eru í hans eigu eða dótturfyrirtækja. Að öðru leyti
er eignaraðild dreifð og til dæmis á tuttugasti stærsti hluta-
hafinn 0,06 prósent hlutafjár í Síldarvinnslunni.
Suðurfirðir skera sig úr
Á Breiðdslsvík er starfandi Útgerðarfélag Breiðdælinga
sem er i eigu Ríkharðs Jónassonar heimamanns og Rúnars
Björgvinssonar í Reykjavík. ÚB starfrækir frystihús í bæn-
um og fyrirtækið Fossvík gerir út togarann Björgu en það er
í eigu sömu aðila samkvæmt heimildum Austurgluggans.
ÚB hefur að mestu reitt sig á byggðakvóta og segir Ríkharð-
ur Jónasson að verði hann afnuminn, bresti rekstrargrund-
völlur fyrirtækisins.
Á Stöðvarfirði rekur Samherji frystihús sem var áður í
eigu heimamanna og togarar fyrirtækisins landa þar ef þeir
eru á veiðum fyrir austan land. Á Djúpavogi er fyrirkomu-
lagið svipað; Vísir í Grindavík á Búlandstind sem starfrækir
frystihús á staðnum en skipastóllinn er allur í eigu Vísis.
Skemmst er að minnast sölu bræðslunnar Gautavíkur á
Djúpavogi en það er lýsandi dæmi um það hvernig heima-
menn á stöðum þar sem eignaraðild fyrirtækjanna hefur flust
í burtu, standa varnarlausir þegar þau eru seld og jafnvel af-
lögð. Þó eru á þessum stöðum fleiri fyrirtæki í sjávarútvegi
því t.d. á Stöðvarfirði gera fyrirtæki i eigu Alberts Geirsson-
ar og fleiri út bátana Álftafell og Kambaröst og þar er einnig
fyrirtækið Skútuklöpp sem rekur saltfiskverkun en reiðir sig
á afla smábáta og fiskmarkaði til hráefnisöflunar auk þess
að vera handhafi byggðakvóta Austurbyggðar, ásamt Loðnu-
vinnslunni. Bakkaljörður og Borgaríjörður eru kunnir fyrir
smábátaútgerð en í þeirri tegund útgerðar hefur átt sér stað
samdráttur og áhrif síðustu breytinga á dagabátakerfinu - þar
sem það er lagt niður og kvóta úthlutað í staðinn - eiga eftir
að koma í ljós.
Sjávarútvegur virðist því standa traustum fótum á Austur-
landi ef frá er talið svæðið frá Stöðvarfirði til Djúpavogs.
Heimamenn þar hafa takmarkað forræði yfir sjávarútvegs-
fyrirtækjunum og eru því háðir ákvörðunum teknum í öðrum
landshlutum hvað framtíð þeirra varðar.
bvg
Heimildir: Vefur Kauphallar íslands, ársskýrslur nokkurra
þeirra fyrirtækja sem um er ijallað auk heimildarmanna úr
greininni.