Austurglugginn


Austurglugginn - 12.08.2004, Page 10

Austurglugginn - 12.08.2004, Page 10
10 AUSTUR • GLUGGINN Fimmtudagur 12. ágúst MENNING tfaazs Umsjón: jonknutur@agl.is Norskir dagar Nóg verður að gera á Seyðis- firði fyrir og um helgina í tengsl- um við Norska daga þar. Á fimmtudag verðu efnt til mál- þings meðal austfirskra og norskra tónlistarmanna í Herðu- breið. Á fostudag verður athöfn til minningar um Otto Wathne, á afmælisdegi hans, þar sem blóm- sveigur verður lagður að minnis- varða um hann og kertum fleytt á Lóninu. Á laugardag verður svo nóg Qör fyrir alla fjölskylduna í miðbæ Seyðisfjarðar á svoköll- uðu familiefest þar sem bæjarbú- ar munu safnast saman í einni stórri veislu, Norsku tónlistar- mennimir munu leika tónlist og kenna dansa, ratleikur um slóðir Norðmanna, hólmavipp gólf- klúbbsins, Sýning Christopher Taylors opnuð í Skaftfelli, mark- aður ofl. Skemmtilegt. Ormsteiti á Héraði Héraðs-, bæjar- og uppskeru- hátíðin Ormsteiti 2004 verður sett næstkomandi föstudag, 13. á- gúst. Þetta er tólfta árið sem Orm- steiti er haldið en hátíðin á sér engan líka þegar kemur að ís- lenskum bæjarhátíðum. Ormsteiti stendur yfir í tíu daga samfleytt 13.- 22. ágúst og verður eitthvað um að vera á hverjum degi vítt og breitt um Fljótsdalshérað. Hvert sveitarfélag á Héraði á sinn dag og tekur þá á móti gestum með öllu því besta sem boðið er uppá á hverjum stað. Ormsteiti 2004 hefst á Hverfahátíð sem nú er haldin í þriðja sinn en óhætt er að fullyrða að hverfahátíðin hafi slegið í gegn og er nú fjölmenn- asti einstaki atburðurinn og að auki haldinn á nokkrum stöðum á Héraði samtímis. Öllu Héraðinu er skipt upp í hverfi sem hvert hefur sinn höfðinga, sjá þeir um að velja grillstað og síðan mætir hver með sitt á grillið. Að grill- veislu lokinni er haldið á Vil- hjálmsvöll þar sem verða haldnir alvöru ólympíuleikar. Tendraður verður hverfahátíðaeldur og keppt verður í ýmsum íþrótta- greinum. Að loknu íþróttamótinu er gengið/ekið fylktu liði í miðbæ Egilsstaða á fjölskyldudansleik. Hverfahátíðin er ætluð heima- fólki þó svo auðvitað sé öllum frjálst að koma upp á völl og fylgjast með og mæta á dans- leikinn.Fyrri laugardagurinn er Norðurhéraðsdagur og þá er m.a. haldin Mcnningamótt í kyrrðinni og auðninni á Möðmdal á Fjöll- um og er sú menningamótt systir Menningamætur í Reykjavík. Þar gefst fólki kostur á að mála Herðubreið hver með sínu nefi, að hætti Stórvals. í Möðmdal em ljósaskipti sem eiga sér engan líka og þar verður grillað, sungið og dansað þar til sól rís á ný. Fyrri sunnudaginn eru hátíðar- höld í Hallormsstaðaskógi þar sem m.a. hægt er að upplifa skóg- inn á ýmsan hátt. Boðið er upp á gönguferðir, ratleik, tónleika o.mfl. Suðræn sveifna verður á sundlaugarbakkanum á Hall- ormsstað með grilli og reggietón- leikum. Farfuglaheimilið Hafaldan 30 ára: Opna mongólskt Draumhús Farfuglaheimili Þóru Guð- mundsdóttur á Seyðisfirði fagnar um þessar mundir þrjátíu ára af- mæli sínu en um helgina fór fram formleg vígsla á Draumhúsi nokkru sem Þóra hefúr látið útbúa fyrir sig og standa mun á lóð far- fuglaheimilisins. Draumhúsið, sem einhver gæti kallað tjald, er framleitt fyrir Þóru í Indlandi þar sem hún dvaldi í 4 mánuði síðast- liðin vetur. Húsið er enda draumi líkast, gólf þess klætt harðviði og innréttingarnar sömuleiðis. Húsið ætlar Þóra að nýta til gistinga en við opnunina á laugardag mætti fjöldi manns til að virða fyrir sér nýjasta húsið á staðnum. Drottningin af draumhúsinu Þóra færði gestum heim sanninn um sögu hússins sem er að öllum likindum eitt fárra á íslandi sem framleitt er á Ind- landi, þó byggt sé I Mongólskum stíl. „Guð gaf sól" sagði Þóra við upphaf veislunnar á laugardag en auk þess að þjóða fólki I heimsókn I Draumhúsið bauð hún upp á indverskan mat, enda sjaldnast I kot visað á Haföldunni. Sofandi í rúm- inu hans afa Braggabandið hélt uppi stanslausu fjöri í Löngubúð á Djúpavogi sl. laugardag. Hljómsveitin er skipuð fjórum ungum mönnum, á öllum aldri, frá Hornafirði og spilar fjöl- breytta tónlist við allra hæfi. Mest eftirspurn var þó eftir lag- inu um rúmið hans afa. ítalskir ferðamenn réðu ekki við sig undir taktfostum tónum hljómsveitarinnar og dansgólf Löngubúðar iðaði lengst af af lífi. Létu ítalirnir vel af skemmtaninni og fyrirgáfu hljómsveitarmeðlimum þó þeir treystu sér ekki til að taka Ó sóle míó. Kom þar loks að þung- brýndir íslendingar gátu ekki hamið sig og dilluðu sér létt við dúndrandi tónlistina fram eftir kvöldi. Hámarki náði skemmt- unin þegar ónefndur heimamað- ur vélaði viðstadda með sér í einhvers konar hringdans í lag- inu um hestinn og hnakkinn við mikinn fognuð viðstaddra. Á myndinni má sjá Bjartmar Ágústsson á bassa, Ögmund Einarsson á trommunum, Krist- jón Elvar Elvarsson söngvara og son hans Elvar Braga Kristjóns- son á gítar. ab Vin i eyðimörkinni Þegar gengið er inn í tjaldið blasir við þetta fallega indverska „kerti" og reykelsisilmurinn staðfesti nafngiftina á húsinu. Kannast einhver við þessa fjölskyldu? Eigandi myndarinnar er Sigbjörn Jó- hannsson Blöndugerði, Hróarstungu. Oft líður nokkur tími frá birtingu áður en upplýsingar berast. Síðastliðinn mánudag hringdi Guðmundur Halldórsson frá Húsavik og fræddi okkur um fókið á myndinni sem birtist í 13. tölublaði Aust- urgluggans. Myndin reyndist vera af Þingeyingum, þ.e. Kristjáni Sigtryggsyni og 6 systrum hans þeim Jónínu, Sigríði, Hallfríði, Ingibjörgu, Rannveigu og Þuríði.

x

Austurglugginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.