Austurglugginn


Austurglugginn - 17.11.2005, Síða 2

Austurglugginn - 17.11.2005, Síða 2
2 AUSTUR • GLUGGINN Fimmtudagur 17. nóvember Fyrstu skóflustungur að nýrri skólamiðstöð Um tuttugu börn frá leikskólanum Kærabæ á Fáskrúðsfirði tóku fyrstu skóflustungurnar að fyrsta áfanga nýrrar skólamiðstöðvar þar. Mynd Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir í síðustu viku tóku um 20 börn frá leikskólanum Kærabæ, fyrstu skóflustungumar að fyrsta áfanga nýrrar skólamiðstöðvar á Fá- skrúðsfirði. I skólamiðstöðinni sem er 2000 m2 að grunnmáli verða grannskóli, fjögurra deilda leikskóli, tónlistar- skóli, bókasafn og aðstaða fyrir fjamema. Þar að auki mun ýmis sameiginleg aðstaða nýtast öllum stofnununum. Nýja húsið stendur rétt við gamla grunnskólann og verður tengt honum með tengi- byggingu. Nýbyggingin leysir af hólmi eldra og óhentugra húsnæði sem tónlistaskólinn og leikskólinn voru í ásamt bókasafninu, sem voru dreifð um bæinn. Leikskólinn í gamla grunnskólanum, tónlistar- skólinn hefur verið á hrakhólum en er nú í blokkaríbúð sem bærinn á, skammt frá grunnskólanum, og bókasafnið er í kjallara Félags- heimilisins. Þessi starfsemi flyst nú öll undir sama þak í stórbætta að- stöðu. Bókasöfnin í bænum, skóla- bókasafn og bæjarbókasafn, sam- einast þarna fyrst sinn í sama hús- næði. Með byggingu skólamið- stöðvarinnar er vonast til að skapa samfellu í skólastarfi auk þess sem hin nýja bygging er hönnuð út frá hugmyndum um einstaklingsmiðað nám. Það að hafa skólana þrjá alla undir sama þaki mun einnig skapa góðan grundvöll fyrir öflugt sam- starf og gefa ýmis tækifæri tengd þróunarstarfi sem ekki eru fyrir hendi annars staðar. Það er nokkuð síðan menn fóru að huga að byggingu nýrrar skólamið- stöðvar, en vegna neikvæðrar íbúa- þróunar á síðustu áram var ákveðið að geyma verkið. A síðustu misser- um hefur fólki hins vegar fjölgað til muna og nú er svo komið að bæði grunnskóli og leikskóli eru að sprengja utan af sér húsnæðið, auk þess sem tónlistarskóli og skóla- mötuneyti hafa lengi verið á hrak- hólum. Einnig er fyrirhugað að byggja við grunnskólann á Stöðv- arfirði á næstu áram ásamt því að endurskipuleggja innra rými gamla hluta grannskólans þar. Samkvæmt nýrri verkáætlun á þessum áfanga skólamiðstöðvar- innar, sem meðal annars inniheldur nýjan og glæsilegan leikskóla, að ljúka þann 1. apríl 2007 og er kostnaður við hann um 167 millj- ónir króna. Verktaki við bygging- una er Tré og steypa ehf. á Fá- skrúðsfirði. Áætlað er að bjóða síðara áfanga skólamiðstöðvarinnar út snemma árs 2007 og eru áætluð verklok þess hluta í ágúst 2008. SigAð Tap á Loðnuvinnslunni Tap varð af rekstri Loðnuvinn- slunnar h/f á Fáskrúðsfirði fyrstu 9 rnánuði ársins 2005, að fjárhæð 24 milljónir eftir skatta, saman- borið við 52 milljóna tap á sama timabili árið 2004. Rekstrartekjur félagsins voru 1.684 milljónir, en rekstrargjöld voru 1.594 miljónir. Afskriftir voru kr. 142 milljónir og lækkuðu um 22 milljónir meðal annars vegna þess að ákveðið var að hætta að afskrifa aflaheimildir hliðstætt við önnur sjávarútvegs- fyrirtæki. Félagið fjárfesti á tíma- bilinu fyrir 323 milljónir, þar af voru keyptar aflaheimildir fyrir 285 milljónir. Þriðji ársfjórðungur var Loðnuvinnslunni einstaklega erfiður. Kolmunna- og loðnuveiði var nánast enginn eftir mitt ár. Krónan hefur verið að styrkjast og verð á olíu náði sögulegu hámarki. Gert er ráð fyrir því að afkoma Loðnuvinnslunnar muni batna á fjórða ársfjórðungi að lokinni síldarvertið. SigAð Samningur dvalarheimilis í síðustu viku var undirritaður samningur á milli sveitarfélaganna Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps og Borgarfjarðarhrepps annars vegar, og Fleilbrigðisstofnunar Austurlands hins vegar, um rekstur dvalarheimilis og leiguíbúða fyrir aldraða á Egilsstöðum. Samning- urinn er gerður til endurnýjunar fyrri samningi sömu aðila frá 2002 og er til 5 ára. Samningurinn gildir gildi frá 1. nóvember 2005. FISA Egilsstöðum, fyrir hönd Heilbrigðisstofnunar Austurlands, tekur að sér að sjá um rekstur og þjónustu dvalarheimilis og sam- býlis aldraðra að Lagarási 21-25 og nýtir þau átta starfsleyfi sem dvalarheimilið hefur til heilsdags- vistunar, átta leiguibúðir fyrir aldr- aða að Lagarási 17 ásamt íbúðum númer 27, 29, 31 og 33 við Lagar- ás. í samningum fellst einnig meiri þjónusta við dvalarheimilið eins og aukin fagleg yfirstjórnun, svo eitt- hvað sé nefnt. Samninginn undirrituðu Eiríkur Bj. Björgvinsson, bæjarstjóri Fljót- dalshéraðs, fyrir hönd sveitafélag- anna og Þórhallur Harðarson, rekstrarstjóri HSA á Egilsstöðum, fyrir hönd Heilbrigðisstofnunar Austurlands. SigAð um rekstur og leiguíbúða Samninginn milli sveitarfélaganna Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps og Borgar- fjarðarhrepps annars vegar og Heilbrigðisstofnunar Austurlands hins vegar, undir- rituðu Eirikur Bj. Björgvinsson, bæjarstjóri Fljótdalshéraðs, fyrir hönd sveitafélag- anna og Þórhallur Harðarson, rekstrarstjóri HSA á Egilsstöðum, fyrir hönd Heil- brigðisstofnunar Austurlands. Mynd HSA Umferðaróhöpp vegna snjóa, hálku og bleytu Sementsflutningabíll með tengi- vagni valt út af þjóðveginum rétt ofan við Egilsstaði síðasta mið- vikudag. ísing var á veginum og þegar ökumaðurinn hugðist hemla til að kanna aðstæður snérist tengi- vagninn á veginum og rann fram fyrir sjálfan bílinn. Bæði bíll og vagn fóru um tíu metra út fyrir veg- inn. Mildi þykir að ökumaður bílsins skyldi sleppa nær ómeiddur en hann var í bílbelti, talið er að það hafi orðið honum til bjargar, auk þess sem ökumannshúsið fór ofan í skurð og lagðist ekki saman. Bíll- inn sem vegur samtals um 44 tonn með tengivagninum, var á leið upp í Kárahnjúka með fullan geymi af sementi. Erfiðlega gekk að ná bíln- um og vagninum upp á veg aftur. Bíllinn sjálfur náðist upp daginn eftir að hann fór útaf en rúmir tveir sólarhringar liðu þar til sements- flutningavagninn náðist upp á veg, en dæla þurfti 28 tonnum af sem- enti úr geymi hans áður en hægt var að hreyfa við honum. Ekið á hreindýr Ekið var á hreindýr við Melarétt í Fljótsdal síðasta fimmtudag. Dýrið drapst og bíllinn er mikið skemmd- ur en ökumaðurinn slapp ómeiddur. Dýrið hafði verið eitt að þvælast á þessum slóðum áður en slysið varð. Að sögn ökumannsins stökk dýrið upp á veginn og lenti fyrir bílnum. Bleyta var á veginum þegar slysið varð en engin hálka. Einnig hafa Mikil mildi þykir að ekki varð stórslys þegar sementsflutningabill með tengivagni valt út af þjóðveginum rétt ofan við Egilsstaði siðasta miðvikudags kvöld. orðið útafkeyrslur á Háreks- staðaleið vegna hálkunnar að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum. Töluvert eignatjón varð í árekstri Mynd Þráinn Skarphéðinsson tveggja bíla á Eskifirði sem varð vegna hálku að sögn lögreglunnar þar en ekki nein slys á fólki. SigAð 259 milljónir í álagðan tekjuskatt á þremur árum Eskja hf. á Eskifirði hefur undan- farin þrjú ár greitt 259 milljónir króna í álagðan tekjuskatt í ríkissjóð. Mest var greitt árið 2003, eða ríflega 107 milljónir en í ár er upphæðin tæplega 79 milljónir. Frá þessu er greint á vef fyrirtækisins. Á sama tíma hefur félagið greitt 87 milljónir í eftir- lits-, þróunar- og veiðileyfagjöld, sem var mest árið 2003, 34,7 milljónir en hefur lækkað og er komið niður í 25,1 milljón. Afla-, vöru- og hafnargjöld til Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar nema um 93 milljónum á sama tíma og voru þær greiðslur mestar í fyrra eða tæplega 37 milljónir. GG Gatnagerðarfram- kvæmdir á Norðfirði Gatnagerðarframkvæmdir eru hafnar við Sæbakka og Móbakka á Norðfirði. Við Sæbakka hefur öllum lóðum verið úthlutað og munu byggingaframkvæmdir hefjast þar á næstunni. Lengd gatna er 540 metrar. Þá eru jarðvegsskipti 9000 m3, hol- ræsalagnir 960 metrar og vatnslagnir 450 metrar. Mun framkvæmdum við Sæbakka og Bakkaveg ljúka 15. desember en Sólbakka og hluta Móbakka lokið í maí 2006. Enn eru nokkrar lóðir lausar við Móbakka. Mold úr götustæðum er notuð til hækkunar á landi norðan hver- fisins og verður það svæði jafnað og ræktað upp næsta vor. Verktaki við verkið er Austurpóll ehf. á Eskifirði. Af vef Fjarðabyggðar

x

Austurglugginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.