Austurglugginn - 17.11.2005, Page 5
Fimmtudagur 17. nóvember
AUSTUR • GLUGGINN
5
Vinabæjarheimsókn til Gravelines
Dagana 21. - 26. september
síðastliðinn fóru 4 fulltrúar
Austurbyggðar, ásamt mökum, í
opinbera heimsókn til franska
vinabæjarins Gravelines. Til-
gangur ferðarinnar var að taka
þátt í hinni árlegu Hátíð íslands-
sjóntannanna eða Féte des
Islandais þar sem minnst er
heimkomu frönsku sjómannanna
at' íslandsmiðum, en stór hluti
þeirra kom einmitt frá Gra-
velines og byggðarlögunum þar í
kring.
Dagskrá Islandshátíðarinnar
samanstóð af ýmsum viðburðum
svo senr götumörkuðum, listsýn-
ingum, dansleikjum, hópsigl-
ingu, hátíðarmessu, skrúðgöngu
og ýmsum öðrum skemmtileg-
urn uppákomum. Sveitarstjóri
Austurbyggðar og borgarstjóri
Gravelines lögðu blómsveig að
bænastað sjómannskvenna í
gantla bæjarhluta Gravelines og
fleyttu blómakransi á Ermasundi
í minningu þeirra hundruða sjó-
manna sem létu lífið við íslands-
strendur. Miklar tilfinningar
tengdust hátíðinni og var greini-
legt að í brjóstum íbúanna
toguðist á gleði og sorg þó svo
að gleðin væri að sjálfsögðu ríkj-
andi.
Það var óncitanlcga sérstök upp-
lifun fyrir Islendingana að vera
viðstaddir þessi hátíðahöld þar
sem allt snérist um Island og
tcngsl fólksins við þclta kalda
land í norðri. Að sjá íslenska
fánann blakta hvarvetna við hún
og heyru íslenska þjóðsönginn
spilaðan í fjölmennri skrúðgöng-
unni var ólýsanleg tilfinning og
ekki laust við að hjörtu íslcnsku
fulltrúanna fylltust af sann-
íslensku þjóðarstolti.
Fulltrúar Austurbyggðar voru
mjög ánægðir meó ferðina og
sögðu hana hal'a skilað góðum
árangri í að styrkja enn frekar
samstarf þessara tveggja ólíku
byggóarlaga sem þó tengjast svo
náið.
Bertrand Ringot og Steinþór Pétursson lögðu blómsveig á bænastað
sjómannskvenna I Gravelines. Stuttu seinna tók við minningarþögn sem síðan var
rofin af íslenska þjóðsöngnum.
Rétt fyrir neðan vitann í Gravelines stendur þessi vegpóstur sem Austurbyggð gaf
Gravelinesbæ á Frönskum dögum 2004. Samskonar vegpóst er að finna við
Steinsstaði á Fáskrúðsfirði.
Menn klæddir hefðbundnum sjómannatreyjum báru likan af fiskiskútu i skrúðgöngunni.
Fjöldi stórra og smárra báta tók þátt i hópsiglingu út á Ermasund þar sem haldin
var stutt minningarathöfn.
Á Ermasundi fleyttu Bertrand Ringot bæjarstjóri Gravelines og Steinþór Pétursson
sveitarstjóri Austurbyggðar kransi i minningu frönsku íslandssjómannana.
Fulltrúar Austurbyggðar. Efri röð f.v. : Margeir Margeirsson, Borghildur Jóna Árna-
dóttir, Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, Guðný Elisdóttir og Óðinn Magnason.
Neðri röð f.v.: Haraldur Birgir Þorkelsson og Steinþór Pétursson.
Hópurinn fékk leiðsögn um miðaldabæinn Boulogne þar sem margt skemmtilegt
og fróðlegt var að sjá.