Austurglugginn


Austurglugginn - 17.11.2005, Page 6

Austurglugginn - 17.11.2005, Page 6
6 AUSTUR • GLUGGINN Fimmtudagur 17. nóvember Dagar myrkurs Seyðisfjörður Seyðfirðingar munu skemmta sér og sinum á Dög- um myrkurs. í dag verða unnin verkefni í grunn- skólanum tengd dögum myrkurs og degi íslenskrar tungu og dimmt diskótek fyrir krakka á öllum aldri verður í Sundhöllinni í kvöld. í fyrramálið verður kyndilganga skólanna og opið hús i nýja skóla frá 10-14. Hin rórnaða afturganga leggur síðan af stað klukkan átta og gerir víðreist. Á laugardag verður ungbarnasund og dótadagur í sundhöllinn og um kvöldið kósíkvöld fyrir karla á meðan kósíkvöld kvenna verður í íþróttamiðstöð- inni auk þess sem Skaftfell býður upp á huggulegt kvöld fyrir bæði kynin. Dögum myrkurs á Seyðisfirði lýkur síðan með guðþjónustu í Seyðisijarðarkirkju klukkan 14:00 á sunnudag. Vopnafjörður I kvöld klukkan 18:30 verður blysför frá grunnskól- anum að Kaupvangi þar sem boðið verður upp á upplestur draugasagna en þemað í ár eru sjódraug- ar og sæskrímsli. Olafur B. Valgeirsson heldur utan um dagskrána og les upp ásamt grunnskólanemum. Boðið verður upp á kaffi og kleinur og tónlistarat- riði verða í umsjá Zbigniew Zuchowicks, tónlistar- skólastjóra. Á sunnudaginn milli 18:00 og 21:00 verður gamli bærinn að Bustarfelli opinn. Heitt verður á könn- unni og notaleg stemmning í baðstoðunni auk sér- stakrar sýningar í gestastofu. Það er fátt sem skák- ar þeirri upplifun að sækja torfbæinn heim að vetri þar sem ekkert er ljósið nema kertatýra og hugsan- lega mánaskin. Fjarðabyggð Það verður skuggalegt um að litast á Náttúrugripa- safninu í Neskaupstað í kvöld en hægt verður að skoða það við kertaljós svo sýningargripir fá á sig draugalegt yfirbragð. Annað kvöld verða síðan blysför frá Selárbrú klukkan 19:30 en kvöldvaka hefst á eyðibýlinu Seldal 20:00 og eftir hana verður kaffi og meðlæti. Fyrri part laugardags verður lifandi handverkssýn- ing Kötu og Theu í Valhöll, en Kata vinnur glerperl- ur við opinn eld og Thea býr til hluti úr leir. Um kvöldið klukkan níu verða síðan sungnir ástar- söngvar við ástareld á Mjóeyri. Loks ber að nefna bílabíó á Mjóeyri klukkan 17:00 og aftur 18:15 á sunnudag, þar sem sýnd verður mynd sem tekin var á Eskifirði og heitir „Við flæðarmálið.” Djúpivogur Það verður stanslaust stuð í myrkrinu á Djúpavogi á laugardag. Faðirvorhlaupið hefst klukkan 17:00 sem er einstakt tækifæri fyrir þá sem ekki eru viss- ir um hvort þeir séu myrkfælnir eður ei til að fá úr þvi skorið. I sundlauginni frá 20:00 - 22:00 verður slökunarkvöld, eingöngu ætlað pörum eða hjónum sem fá frítt inn og býðst færi á að upplifa einstaka stemmningu við einstakar aðstæður. j Löngubúð, klukkan 23:30, verður svo rómantísk stemmning á heimsmælikvarða. Kvenfélagið Vaka stendur fyrir kertafleytingum við Djúpavogshöfn klukkan 17:00 á sunnudag. Hildigunnur Jörundsdóttir, verkefnisstjóri Daga myrkurs. Dagar myrkurs hefjast í dag en dagskrá þeirra stendur fram á sunnudag. Ohætt er að segja að hátíðin teygi sig um allt Austur- land en viðburðir verða allt frá Vopnafirði suður á Djúpavog. Hildigunnur Jörundsdóttir hjá Markaðsstofu Austurlands er verkefnastjóri Daga myrkurs, sem haldnir eru í fimmta sinn og við fengum hana til að segja okkur örlítið frá hátíðinni. „Þetta eru aðallega heimamenn sem koma saman og skemmta sér. Brottfluttir eru að koma heim á þessum dögum til að vera með fjölskyldu sinni. Við náðum að auglýsa hátíðina vel í fyrra og jafnvel enn betur nú svo við von- umst til að hún laði fólk að. Við erum í samstarfi við bæði Sér- leyfisbíla Akureyrar og Flugfé- lag Islands en fyrst og fremst er þetta skemmtun fyrir heima- menn sem hefur farið sívax- andi.” Það er ekki orðið ýkja heitt úti þegar komið er fram í miðjan nóvember og því kemur varla á óvart að þeir atburðir sem fara fram undir beru lofti fela í sér hreyfingu. „Það verður afturganga á Seyð- isfirði,” segir Hildigunnur og bætir svo við: „Ja - það er von að þú spyrjir” þegar hún er beðin um að útskýra afturgönguna nánar. „Þar hefur alltaf verið kyndilganga og öll ljós í bænum verið slökkt en það eru engir kyndlar til í ár svo bæjarbúa koma bara sjálfir með ljós og svo verða sagðar draugasögur. Síðan verður faðirvorhlaupið haldið í þriðja sinn í Skógrækt- inni á Djúpavogi. Það er haldið í minningu Stefáns Jónssonar, fyrrverandi Alþingismanns, fréttamans og rithöfúndar. Hann var afar myrkfælinn og sagt er að hann hafi þurft að fara ífá Teigarhorni á Djúpavog og farið með faðirvorið á leiðinni. Hún er mæld í fjölda faðirvora - hann hljóp leiðina í þremur faðirvor- um. í skógræktinn feta menn sig um dauflýstan stíg þar sem torkennilegar verur verða á ferð- inni.” Hildigunnur segir Markaðsstof- una fýrst og fremst halda utan um skipulagninguna, heima- menn á hverjum stað sjái um skemmtunina. „Við erum frum- kvöðlar að dögunum og sjáum um að halda utan um dagskrána en sveitarfélögin og aðilar þar koma með viðburðina. Menn reyna að heilla myrkrið og það er alveg frábært að sjá hvað fólki dettur í hug. Uppspretta hug- mynda virðist óendanleg. Á Eskifirði verður til dæmis kveiktur ástareldur og haldið bílabíó og á Vopnafirði verður dagskrá í Bustarfelli. Á Egils- stöðum verður handverkssýning á Hótel Héraði sem heitir Auður Austurlands þar sem verða sýnd- ir fjölbreyttir munir úr efnum sem tengjast Austurlandi, svo sem líparíti, lerki og hreindýra- horni. Síðan verður líka sérstakt myrkraþema í skólum á svæðis- ins, krakkarnir mæta með ljós í skólana og kanna myrkrið auk þes sem verslanir á svæðinu eru með tilboð, til dæmis á svörtum vörum.” í kjölfarið á Dögum myrkurs fylgir síðan annað verkefni hjá Markaðsstofunni sem kallast Jól á Austurlandi. „Það verður nú í fyrsta sinn, jólakötturinn sem hefur verið í gangi á Héraði kom upp í hend- urnar á okkur og við útfærum það verkefni fyrir Austurland. Það er jólaleikur þar sem versl- anir og þjónustuaðilar eru með gjafaleik, fólk skilar inn miðum um leið og það verslar og fer þar með í pott þar sem það getur nælt í vinninginn. Samhliða þessu verður líka dreift vegg- spjaldi með viðburðaskrá fyrir jól á aðventu, jólamessur, tón- leika, jólabingó og hvað þetta allt heitir!” GG Dagar myrkurs í Austurbyggð Dagskrá Daga myrkurs í Austurbyggð hefst föstu- daginn 18. nóvember með þemadegi í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar og grímugerð í Grunnskólanum á Stöðvarfirði. Leikskólarnir Balaborg á Stöðvarfirði og Kæribær á Fáskrúðsfirði láta ekki sitt eftir liggja, en þar munu nemendur meðal annars leika sér með ljós og skugga og fara í spennandi drauga- leik, þar sem vasaljós og lök eru skylduútbúnaður. Á milli kl. 11:00 og 16:00, laugardaginn 19. nóv- entber, munu indæl jólaangan og hlýleg jólaljós taka á móti gestum í hinu rómaða Jólahúsi Borg á Fáskrúðsfirði. Þann dag er einnig boðið upp á ljúf- fengt pizzuhlaðborð á veitingastofunni Brekkunni á Stöðvarfirði. Sunnudaginn 20. nóvember, kl. 18:00 leggur Skrúðganga grímuklæddra af stað frá Grunnskólan- um á Stöðvarfirði. Þaðan liggur leiðin niður á í- þróttavöll þar sem kveikt verður í bálkesti, sungið og trallað. Klukkan 19:00 verður svo haldið áleiðis í gengnum Nýgræðing og inn að veitingastofunni Brekkunni, þar sem foreldrafélag leik- og grunn- skólans býður upp á kleinur og kakó og nemendur sjá um skemmtidagskrá. Skriðuklaustur Gunnarsvaka og sýning um Brynjólf biskup Laugardaginn 19. nóvember verður þess minnst að 21. nóvember verða þrjátíu ár liðin frá andláti Gunnars Gunnarssonar, skálds. Af því tilefni verð- ur efnt til Gunnarsvöku sem hefst klukkan 16:00 og stendur fram eftir kvöldi með herragarðskvöldverði að hætti frú Franziscu. Dagskráin verður blönduð, Halldór Guðmundsson, bókmenntafræðingur, mun spjalla um austfirsku skáldin Gunnar og Þórberg, lesið verður úr verkum skáldsins og Þorbjörn Rún- arsson, stórsöngvari, mun flytja sönglög sem fund- ist hafa við nokkur kvæði Gunnars. Á sunnudaginn klukkan 14:00 verður opnuð sýning um Brynjólf Biskup Sveinsson og 17. öldinda. Sýn- ingin er hluti af stærra sýningarverkefni sem fjöldi stofnana og félaga stendur fyrir í tilefni þess að 400 ár eru liðin frá fæðingu Brynjólfs. Fljótsdalshérað í dag verður dagskrá í Safnahúsinu þar sem myrkra- verur Héraðsins i fortíð og nútíð verða kynntar, málað verður í Vegahúsinu og hátíðarhöld í leik- skólunum. Á ntorgun verður ljóslaus dagur á leik- skólanum Hádegishöfða í Fellabæ og kyndlaganga frá Hótel Héraði upp Fagradalsbraut klukkan 17:00 þar sem sóknarprestarnir taka á móti fólki í bæna- stund. Á laugardag verður haldið upp á tíu ára afmæli sundlaugarinnar með skemmtun og uppákomum og á sunnudag verður opið hús í handverks og listahús- inu Kompunni auk þess sem haldinn verður sam- ráðsfundur á Hótel Héraði um stöðu handverks og listiðnaðar á Austurlandi.

x

Austurglugginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.