Bræðrabandið - 01.11.1953, Blaðsíða 6

Bræðrabandið - 01.11.1953, Blaðsíða 6
6 - "Bræðrabandið11 10.11*53 sen þau verða, því skærara skín Ijós fagnaðarerindis Krists - hans, sem er vinur manna, sem finnur til með hinum sorg- mæddu og þjökuðu. Hann er von lieimsins og Ijós heimsins. Guð væntir þess, að moðlimir safnaðar hans haldi ljósinu á lofti og láti það skína í siðferðislegu myrkri síðustu tíma. Og vissulega er það bctra aö halda lampa lífsins á lofti en að fordæma myrkrið. Guð hefur bent á þýðingu velgerðarstarfseminnar. Vissulega er það ráöstöfun hans, að þaö sé einn þátturinn í viðleitni safnaðarins í því að láta ljósið skína. Spámað- urinn Jesaja dregur upp í skýrum dráttum mynd af endurvakn- ingu velgerðarstarfseminnar í lokaþætti starfs Guðs á jörð- unni. Orð hans eru svo ljós, að það má teljast furðulegt, að svo fáir hafa gefið þeim gaiua. hau eru skráð 1 Jes.5ð,10.8. hessi spádómur hefur uppfyllst fyrir augum vorum. Á þeim stöðum, þar sem lögð hefur verið áherzla á velgerðar- starfsemina eins og vera ber, er starf vort í heild sinni mikils metið og í hávegum haft meðal fólksins. Um áðurnefndan kapítula hjá Jesaja segir str. V/hite eftirfarandi: Í!1 58. kap. hjá Jesaja er lyfseðill, sem á við bæði andlegan og líkamlegan krankleika. Sá sem girnist heilbrigði og sanna lífsgleði, verður að fylgja reglum þeim, sem fram eru settar í þessum ritningarstöðum. Um þjónustu þá, sem velþóknanleg er í augum Drottins og blessn þá, er henni fylgir, lesum við í Jesaja 58." Ut frá þessu komumst við þá að þeirri niðurstöðu, að þegar nýtt og aukið líf kemur í velgerðarstarfsemina, muni það koma tvennu til leiðar: 1. Lífi í söfnuðinum, 2. Ljósi fyrir heiminn. 1 einni af bókum str. V/hite er setning, sem^eg vildi óska að stæði með gullnu lctri yfir hvcrjum prédikunar- stól, svo að það prentaðist í hug allra safnaðarmeðlima, en hún er á þessa leið: "Lar sem ekki er gert neitt verulegt til þess að hjálpa öðrum, minnkar kærloikurinn og dofnar trúin." Hins vegar þar sem dyggilega cr unnið að velferð annarra, vex líf og andlogt þrek, og ávextirnir koma í ljós. "Allir þeir, sem helga þjónustu Guðs líkama,sál og anda, munu stöö^igt öðlast líkamlegan, vitsmunalegan og and- logan kraft. Porðabúr himinsins stendur þeim opið. Kristur gefur þeim anda af sínum anda og líf af sínu lífi. "Lá skal ljós þitt bruna fram sem morgunroði og sár þitt gróa bráð- lega." Mörg eru fyrirheit Guðs þeim til handa, er hjálpa hinum bágstöddu." E.G.W. Með slíka hvatningu í huga og slík fyrirheit um lifandi söfnuð mun sérhver starfsmaður og embættismaður safnaðarins vissulega gora meira en nokkru sinni áður til þess að hjálpa velgerðarstarfseminni áfram. Sú grcin starfs- ins er ekkert aukaatriði, sem lítið eigi að hirða um og loggja í hendur fárra systra. Nei, hún er starfssvið alls safnaðarins, og ef gera á henni þau skil, sem til er ætlast, krefst hún áhugasamrar aðstoðar hvers safnaðarmeðlims. Tækifærin til slíkrar starfsemi munu aukast, er erfiðleikar og hörmungar síðustu daga dynja á fyrir alvöru. Nú er tími til undirbúnings og aðgerða. Nú ættum við að skipuleggja

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.