Viljinn - 01.10.1939, Page 3

Viljinn - 01.10.1939, Page 3
- 3 - FÆÐUIG, BERNSKA OG ÆSKA JESÚ Framh.. eftir heinikorauna frá Egiptalandi, þá hættir fræðsla vor skyndilega, og yfir allt það tímabil af æfi Jesú, þangað til hann byrjar sína opinberu starfsemi, er þéttur hjúpur dreg- inn, sem aðeins einu sinni er tekinn burtu. Við hefðum ósk- að að frásögnin hefði haldið áfram í sömu fyllingu af bernsku og æskuárum hans. 1 æfisögum vorra tíma eru fáir partar merkilegri en smásögur, sem þar eru af æsku þeirra, sem sagt er frá. Þ;ví að af þeim sögnum getum vér oft séð smámynd í töfrandi einfeldni af einkennum og fyrirætlunum, sem snerta hið áframhaldandi líf þeirra. En hvað við vildum gefa mikið til að vita um siði, vináttusambönd, hugsanir, orð og athafn- ir Jesú á svo mörgum árum. Aðeins einu sögublómi hefur ver- ið varpað yfir veginn á hinum hulda garði, og þaö er svo frá— bært, að það fyllir okkur með ékafri þrá til að sjá garðinn sjálfan. En Guði hefur þóknast að loka honiim. Þögn hans er engu síður undursamleg en orð hans. Það var eölilegt, að þar sem Guð er þögull og forvitni manna mikil, að ímyndunarafl mannanna reyndi að útfylla eyð- urnar. Þess vegna komu fram óinnblásin guðspjöll í fornkirkj- unni, sem þóttu skýra frá öllu því, sem innblásnu guðspjöll- in þögðu -um. Þau eru sérstaklega full af orðum og athöfnum frá bernskuárum Jesú. En þau sýna aðeins, hve hin mannlega ímyndun var frábrugðin slíku efni, og undirstrika með orða- gjálfri sínu og afskræmislegu hugmyndum heilagleika og sann- leika ritninganna. Þau láta Drottinn vinna hégómleg og gagnslaus kraftaverk, svo sem það, að móta fugla úr leiri og káta þá fljúga, breyta leikbræðrum sínum í kiðlinga o.s.frv. í stuttu máli eru þessar sagnir safn af gagnslausum og guð- lausum munnmælasögnum. Þessar stórfelldu villur vara oss við, að fara með ímyndunarafl vort inn fyrir hin helgu vé- bönd. Það er nóg að vita, að hann þroskaðist að visku og vexti og náð hjá Guði og mönnum. Hann var virkilegt barn og ungmenni og tók öll stig eðlilegs þroska. Líkami og andi þroskuðust saman - líkaminn gæddist karlmannlegri hreysti og sálin auðgaðist meiri og meiri þekjpngu og krafti. Hin hispurslausa lyndiseinkunn hann sýndi yndisleik, sem kom hverjum manni, sem kynntist honurn, til að undrast elsku hans, gæsku og hreinleika. En þó að oss sé bannað að láta ímynd-

x

Viljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Viljinn
https://timarit.is/publication/1700

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.