Viljinn - 01.10.1939, Blaðsíða 11
YNGSTU LESEÍJDURNIR
Hinrik litli að préðika. Hann fór í kirkju með pabba
sínum, góði drengurinn.. Hann
var stiltur í kirkjunni og tók vel eftir því, sem sagt var.
En daginn eftir kom honum í hug, að stofna söfnuð fyrir sig
og vera sjálfur prestur. Hann átti fjórar systur. Þær
áttu að vera söfnuðurinn hans. Þær áttu auðvitað að sitja
grafkyrrar meðan hann værj .að prédika.
Hinrik litli hóf ræðu sína og talaði á þessa leið:
"Eg aetla að prédika fyrir ykkur \am hlýðni við mömmu. Við
eigum að hlýða mömmu með tvennu móti. Ef hún segir: "Heyrðu,
María mín, sæktu kol eða vatn gða farðu í búðina fyrir mig,"
þá megum við ekki svara: "Bráðurn, mamma, eftir mínútu."
MÍnútur barnanna eru oft lengri en mínúturnar á klukkunni.
En ef við segju "já" með vörunum, þá verðum við líka að
segja "já" með höndunum og fótunum. Ef við segjum: "Já,
eftir mínútu," þá er það ekki að hlýða. Sá, sem segir "já",
verður að fara undir eins, og við verðum að gera það meö
gleði. Við megum ekki setja á okkur fýlusvip, þó við verðum
að setja frá okkur skemmtibókina.• Við megum heldur ekki
kvarta undan því, þó við verðum að'hætta leikjunum okkar.
Ekki munduð þið kæra ykkur um að hafa hund, sem allt af væri
að urra og glefsa í .yklcur, þegar þið skipuðuð honum að gera
eitthvað. LÍtil stúlka og lítill drengur eiga að vera miklu
hlýðnari en hundur."
Hvernig finnst þér Hinrik hafa prédikað? Var það ekki
gott hjá honum? Finnst þér ekki líka að þú skiljir þessa
prédikun?
Barnsleg trú og traust. Vestur í Bandaríkjunum geysaði einu
sinni næm farsótt. Heilar ættir
manna urðu aldauða, og mörg heimili eyddust að fólki. Prest—
ur nokkur var þar seint og snemma á?ferðinni meðal sóknar-
barna sinna á þessum sorgartímum til þess að hjálpa og hugga
þá, sem nauðstaúdir voru.