Viljinn - 01.10.1939, Side 6
- 6 -
í MÁLARASTOFU
Framh.
Hann talaði til þess á ókunnu máli, um leið og hann lét
pokann niður.
Stenburg skreið inn í tjalðið. Tunglið lýsti upp hið
fátæklega heimili. Ung stúlka lá í fleti úr þurru laufi.
Hún var föl og mögur. "Pepíta,” kallar hann. Þegar hún
heyrði röödina, opnaði hún augun. Þau voru dökk og yndicleg
og ljómuðu eins og áður. Bros lék um varir hennar. Hún
reis upp við olnboga og sagði: "Já, nú er minn tími kominn.
Eg veit að Jesús rétti líka sínar blóðugu hendur út til þess
að frelsa mig." Þessi orð mælti hún við Stenburg að skiln-
aði.
Þegar Stenburg og Pepíta höfðu legið mörg ár í gröfum sín-
um, þá kom ungur aðalsmaður akandi í skrautvagni til Díissel-
dorf. Og meðan hann áði hestum sínum, fór hann að slcoða
hið fræga listasafn. Hann var ríkur og gáfaður, og það var
sem allur heimurinn brosti við honum og byði honum auðæfi
sín.
Nú stóð hann hugfanginn fyrir málverkinu og las orðin á
umgjörðinni: "Allt þetta gerði eg fyrir þig, hvað hefur þú
gert fyrir mig?"
Hann las þessi orð aftur og aftui’ og gat ekki sljrið sig
frá þeim. Þau læstu sig inn í hjarta hans. Kærleikur Krists
altók sálu hans. Stundirnar liðu og rökkrið datt á. Dyra-
vörðurinn lagði höndina á öxl hins grátandi aðalsmanns og
sagði, að tíminn væri kominn til þess að loka safninu. Þaö
var komin nótt - nei, fyrir hann var það miklu fremur dags-
brún eilífs lífs,
Þessi ungi aðalsmaður var Zinsendorf greifi. Hann gekk
aftur til gistihússins og inn í vagn sinn. En í stað þess
að fara til Parísar, sneri hann við og fór heim. Upp frá
þeirri stundu lagði hann nafn sitt, virðingu, auð sinn og alt
sitt við fætur Jesú, þess meistara, sem hann vissi nú að
hafði dáið fyrir hann.
Hann svaraði spurningunni: "Hvað hefur þú gert fyrir mig",
með að helga Guði líf sitt og bjóða dauðann velkominn. Hapn
var stofnandi hins fræga Bræðrasafnaðar. (Framh. á bls.10)