Austurglugginn


Austurglugginn - 07.01.2021, Síða 2

Austurglugginn - 07.01.2021, Síða 2
2 Fimmtudagur 7. janúar AUSTUR · GLUGGINN 170 Austfirðingar voru bólusettir við Covid-19 veirunni á þriðjudag og miðvikudag í síðustu viku. Bóluefni Pfizer/BionNTech kom til landsins og gekk hratt og vel að dreifa því um landið. Upphaflega var reiknað með því austur seint á þriðjudegi eða snemma á miðvikudegi en það kom með morgunflugi á þriðjudegi þannig að byrjað var að bólusetja á hádegi. Nokkur vandi er að dreifa efninu, það þarf að geymast við -80°C frost en er svo þýtt upp fyrir notkun. Efnið sem sent var austur var tekið úr frosti klukkan fjögur að nóttu. Í fyrstu atrennu voru bólusettir heilbrigðisstarfsmenn sem sinna bráðaþjónustu og íbúar á hjúkrunarheimilum. Þórarinn Baldursson, læknir hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands, fékk fyrstur bóluefni eystra. GG Aðalsteinn Jónsson, skip Eskju, og Polar Amaroq, sem er í eigu grænlensks dótturfyrirtækis Síldarvinnslunnar, eru meðal þeirra fimm skipa sem í byrjun vikunnar létu úr höfn til loðnuleitar. Bjartsýni ríkir fyrir ferðina, einkum eftir ferð sem Polar fór í lok nóvember. Eftir þann leiðangur ákvað Hafrannsóknastofnun að gefa út 22.000 tonna kvóta fyrir árið. Töluvert er líka í húfi eftir loðnuleysi síðustu tveggja ára. „Ég held að þetta verði árið sem loðnuveiðar og vinnsla rísa aftur til fyrri vegs og virðingar,“ segir Daði Þorsteinsson, skipstjóri á Aðalsteini Jónssyni. „Við bindum miklar vonir við komandi vertíð, enda flest sem bendir til að framundan sé góð loðnuvertíð og við trúum því að markaðirnir bíði eftir afurðunum þannig að það er full ástæða til að vera bjartsýn,“ skrifaði Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, í áramótakveðju til starfsmanna. Auk Aðalsteins og Polar taka þátt í leitinni Ásgrímur Halldórsson frá Hornafirði auk rannsóknaskipanna Bjarna Sæmundssonar og Árna Friðrikssonar. Árni hóf mælingar út af Vestfjörðum en Bjarna er ætlað að leita og mæla á grunnslóð út af Norðurlandi. Veiðiskipin þrjú leita út af Austfjörðum, Norðausturlandi og djúpt út af norðanverðu landinu. Alls eru um 20 sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar um borð í skipunum auk sjómanna. Því eru um 75-80 manns sem koma beint að verkefninu á hafi úti. GG/FRI Dagana 9. – 18. desember mældist úrkoma á Seyðisfirði 733 mm, sem jafngildir því að 733 lítrar vatns hafi fallið á hvern fermetra lands. Mest var úrkoman 14. – 18. desember. Þá daga mældist uppsöfnuð úrkoma 577,5 millimetrar, sem er mesta fimm daga úrkoma sem mælst hefur á Íslandi. Úrkoma mældist víðar mikil á Austfjörðum í desember. Mest var hún á Seyðisfirði 813,5 mm, 628 mm í Neskaupstað, 587 mm á Fáskrúðsfirði og 564 mm á Eskifirði. Þá voru sett úrkomumet fyrir desember á stöðinni á Hánefsstöðum í Seyðisfirði, Gilsá í Breiðdal og Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði. Þungi úrkomunnar á öllum þessum stöðum var á þessu tíu daga tímabili og mun hún hafa verið ellefuföld, eða 1100%, miðað við meðalár. Hvað gerðist? Á vefsvæði veðurstofunnar Bliku rekur Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, það sem gerðist í veðurkerfunum í kringum Ísland og ollu hinni miklu úrkomu á Austfjörðum. Í fyrsta lagi voru lægðir á hringsóli sunnan við landið sem beindu mildu en röku lofti upp að austanverðu landinu frá 9. – 18. desember. Ekkert rigndi á hafinu úti fyrir Austfjörðum en þegar loftið kom fyrir Austfjarðafjallgarðinn kólnaði það, rakinn í skýjunum þéttist og úrkoman féll áveðurs úr austanáttinni. Á bakvið fjallgarðinn var hins vegar skjól og því rigndi sáralítið þessa daga á Egilsstöðum. Í færslu sinni segir Einar að um miðbik þessara daga hafi gengið á með „endalausu rakafæribandi“ úr austri. GG Bjartsýni fyrir loðnuleit 170 bólusettir við Covid-19 Mesta fimm daga úrkoma Íslandssögunnar Bríet Magnúsdóttir, sérnámshjúkrunarfræðingur, sprautar Þórarinn í sal heilsugæslunnar á Egilsstöðum. Mynd: GG Úrkoman á Seyðisfirði í samhengi 11.873 mm Mawsynram, Indlandi (mesta úrkoma á ári) 26.470 mm Cherrapunji, Indlandi (mesta ársúrkoma, 1860-1861) 9.299 mm Cherrapunji, Indlandi (mesta mánaðarúrkoma, 1861) 4.630,4 mm Kvísker, Öræfum (mesta mánaðarúrkoma á Íslandi, 2002) 1.870 mm Reunion, Indlandshafi (mars, 1952) 1.500 mm Dalatangi (meðaltal á ári 1970-2000) 971,5 mm Kollaleira, Reyðarfirði (mesta mánaðarúrkoma á Íslandi, október 2002) 907,7 mm Hánefsstaðir, Seyðisfirði (næstmesta mánaðarúrkoma á Íslandi, október 2002) 888 mm Reykjavík (ársúrkoma að meðaltali 2008-2018) 813,5 mm Seyðisfjörður (desember 2020) 733 mm Seyðisfjörður (9. – 18. desember 2020) 628 mm Neskaupstaður (desember 2020) 577,5 mm Seyðisfjörður (14. – 18. desember 2020) 480 mm Eskifjörður (9. – 18. desember 2020) 293,2 mm Kvísker, Öræfum (mesta sólarhringsúrkoma á Íslandi, 10. janúar 2002) 162,7 mm Seyðisfjörður (sólarhringsúrkoma 18. desember) 2,45 mm Wadi Halfa í Sahara, Súdan (meðalúrkoma á ári) 0,761 mm Arica, Síle (meðalúrkoma á ári, þurrasti staður jarðar)

x

Austurglugginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.