Austurglugginn - 27.05.2011, Side 4
4 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 27. maí
BÚÐAREYRI 7, 730 REYÐARFJÖRÐUR
Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Ragnar Sigurðsson • frett@austurglugginn.is • Fréttasími: 477 1750
Auglýsingastjóri og þjónusta við áskrifendur: Þórunn Hyrna Víkingsdóttir • 477 1571 & 891 6484 - auglysing@austurglugginn.is
Fréttaritari í Neskaupstað: Áslaug Lárusdóttir s. 695 8498 - aslaugl@gmail.com • Fréttaritari á Vopnafirði: Bjarki Björgólfsson s. 865 7471 - kompan@vortex.is
Útgefandi: Útgáfufélag Austurlands ehf. • Umbrot og prentun: Héraðsprent.
STEIN-GRÍMSVÖTN
Æ
tli ég verði ekki að byrja á því að biðjast afsökunar á því að hafa boðið
lesendum Austurgluggans gleðilegs sumars of snemma, eða fyrir um
mánuði síðan, fljótfærnin blasti við öllum í vikunni. Ég hef þó fulla
trú á því að eftir þetta mikla vorhret muni sumarið koma með miklum glæsibrag.
Það er erfitt að gefa út þetta tölublað án þess að minnast á gosið í Grímsvötnum.
Það gladdi mig að sjá að Kjartan Glúmur minntist á það í vísnahorninu og því er
blaðið ekki algjörlega án gosumfjöllunar. Annars hefur Austurland nánast alveg
sloppið við öskufall, ennþá að minnsta kosti, fyrir utan smotteríis ösku sem féll á
Egilsstöðum og Vopnafirði en ég hef ekki haft fregnir af gosösku víðar sem betur
fer. Umfjöllun um áhrif gossins og þær hamfarir hafa verið allsráðandi í fjöl-
miðlum, eðlilega. Deila má um það hvort umfjöllun fjölmiðla um gosið hafi verið
of drottnandi á kostnað annarra stórmerkilegra tíðinda, sitt sýnist hverjum um það.
Skýrsla fjármálaráðherra um endurreisn viðskiptabankanna sem var gefin út í mars
en ekki birt fyrr en um miðjan þennan mánuð er gott dæmi um mál sem lítið sem
ekkert hefur verið minnst á í fjölmiðlum. Nokkrir þingmenn hafa þó reynt að halda
henni á lofti auk Marínós Njálssonar og Ólafs Arnarssonar, hagfræðings, sem segir
í nýlegri grein sinni á Pressunni að „þegar skýrslan er lesin skýrist raunar vel hvers
vegna fjármálaráðherra reyndi að láta sem minnst fyrir henni fara. Hún sýnir svart
á hvítu hvernig fjármálaráðherra - og þannig ríkisstjórn Íslands - gaf skilanefndum
gömlu bankanna skotleyfi á íslenska skuldara - fórnaði hagsmunum íslenskra heim-
ila og fyrirtækja til að vernda hagsmuni erlendra kröfuhafa gömlu bankanna.“ Ég
hef fulla trú á því að fjölmiðlar muni fylgja skýrslunni eftir með gaumgæfulegum
hætti. Margt af því sem þar kemur fram virðist vera í fullkominni þversögn við
það sem norræna velferðarstjórnin ætlaði sér. Í skýrslunni er nánast hvergi minnst
á hagsmuni viðskiptavina bankanna
en með yfirgripsmiklum hætti er
fjallað um hvernig verði að taka aukið
tillit til kröfuhafa viðskiptabankanna
og leitast við að finna lausnir í þeirra
málum. Skýrslan er komin á nátt-
borðið hjá mér til ítarlegri yfirlesturs,
enda ekki seinna vænna að reyna að
kynnast betur þessum nýja baráttu-
anda Steingríms og „breyttu“ stefnu
ríkisstjórnarinnar.
Í sumarskapi
Ragnar Sigurðsson
Mikið varð ég glaður núna um
helgina þegar ég fékk staðfestingu
á því, frá ekki ómerkari manni en
fjármálaráðherra vorum, að ég væri
ekki venjulegur. Það er víst eingöngu
óvenjulegt fólk er hefur lent í því að
eignir brenni upp vegna hækkunar á
lánum. Þessar vísur bárust frá fyrr-
verandi bónda í Skriðdal og má kalla
þær heilræði fyrir stjórnmálamenn:
Til háværs stjórnmálamanns
Þetta segja við þig vil
vinur hætt‘að gala.
og þegiðu bara þangað til
þér er sagt að tala.
Hreinn Guðvarðarson
Hughreysting til þess hógværa
Þó að aukast virðist vandi
og veröld sýnist standa á haus,
naumast hefur núlifandi
nokkur dáið ráðalaus.
Hreinn Guðvarðarson Sauðárkóki
Það má segja Steingrími J til happs
að stærri fréttir urðu til þess að ef
til vill hefur almenningur ekki haft
tíma til að hugsa um ræðu hans um
helgina:
Glími ég við raunir ríms
reyni á hug minn allan:
Fólskulegt er -fjallið Gríms-
frelsar – „hann með skallann“.
Björn Hafþór Guðmundsson
Ég hélt að eftir gosið í Eyjafjallajökli
á síðasta ári væri komið nóg í bili.
En náttúruhamfarir þurfum við að
búa við hér á landi. Það má því segja
að ég hafi skammast mín eftir að
hafa lent í hrakningum á Fagradal
á föstudaginn að ég skyldi barma
mér og bölsótast yfir veðrinu. Eftir
að hafa horft á myndir helgarinnar
finnst mér ég hafa það nokkuð gott.
Samt eru margir sem voru farnir að
gleðjast yfir blómunum misglaðir og
er það alveg eðlilegt:
Aldrei gjarnan svart hef séð,
síður ennþá núna
en safnist meiri snjór á beð
á sumri rýrir trúna.
Philip Vogler
Svo er hér önnur um baráttu okkar
við náttúruöflin:
Eystra hleður snjó á snjó
snjór frá himnum þekur mó.
Syðra askan svertir geim
og sífellt hitnar undir þeim.
Stefán Bragason
Þar sem í upphafi var verið að
skammast yfir stjórnmálamanni er
ekki úr vegi að leyfa skáldi úr þeirra
hópi að eiga síðasta orðið. Vísan
fjallar um tildrög hrunsins:
Í nýju ljósi nú ég sé
nýfrjálshyggjumóðinn,
trylltum körlum tryggt var fé
en tapið borgar þjóðin.
Sigmundur Ernir Rúnarsson
Ég læt þetta duga að sinni og þakka
öllum sem sendu inn vísur kærlega
fyrir. Fyrriparturinn er enn í fríi hjá
mér en velkomið að senda inn fyrri-
parta þrátt fyrir það. Minni enn og
aftur á netföngin glumur2@centrum.
is eða frett@austurglugginn.is
Vísnahornið
Venjulegt fólk og
varasöm náttúra
Hjalli
Vísnakveðja, Glúmur
Skopmynd vikunnar - Vísnahorn
Austfirsk málefni krufin til mergjar
Menningarviðburðir - Íþróttir - Sérblöð
Fréttabréf Fljótsdalshéraðs - Fréttabréf Fjarðabyggðar.
Veljum austfirskt alla leið...
Tryggðu þér áskrift
að fréttablaði
Austfirðinga
Sendu netpóst á auglysing@austurglugginn.is
eða hringdu í síma 477-1571.