Austurglugginn


Austurglugginn - 27.05.2011, Síða 14

Austurglugginn - 27.05.2011, Síða 14
14 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 27. maí Ólafur Hr. Sigurðsson sagði af sér sem bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar á fundi bæjarráðs Seyðisfjarðar í síð- ustu viku. Hann segist með þessu vilja axla ábyrgð á vondri niður- stöðu á seinasta fjárhagsári. Hann segir ástæðu uppsagnarinnar ekki eingöngu snúa að rekstrarniðurstöðu bæjarins heldur einnig trúnaðar- brests milli sín og sjálfstæðismanna í bæjarstjórn. Þá hefur verið tilkynnt að Ólafur láti af störfum þann 31. maí nk. og að Vilhjálmur Jónsson, formaður bæjar- ráðs, taki við þar til nýr bæjarstjóri hefur verið ráðinn. Ólafur Sigurðsson hefur verið bæjarstjóri á Seyðisfirði í alls níu ár en í kosningunum 2006 var hann boðinn fram sem bæjar- stjóraefni Sjálfstæðisflokksins. Hann var ekki í framboði í fyrra en var endurráðinn bæjarstjóri þegar nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var myndaður. Arnbjörg Sveinsdóttir, fyrrverandi þingmaður, leiddi þá listann og situr sem forseti bæjarstjórnar. Aðspurður út í ástæður uppsagnar- innar segir Ólafur að það sé vegna margra samverkandi þátta. Lítur verr út en hann átti von á „Ég hélt að þetta liti ekki eins illa út eins og raun ber vitni. Ég axla því ábyrgð á mínum hlut en það verða aðrir að axla ábyrgð á ákveðnum hlutum þarna sem ekki er hægt að hlaupast frá,“ sagði Ólafur í samtali við Austurgluggann í síð- ustu viku. Ólafur greinir frá því að ársreikningurinn sem bíði nú annarrar umræðu í bæjarstjórn Seyðisfjarðar sýni tap á rekstri bæj- arsjóðs en gert var ráð fyrir að sam- stæðan væri réttu megin við strikið. Ólafur segir að alltof miklar vænt- ingar hafi verið gerðar til kapalverk- smiðjunnar. „Samkvæmt áætlunum sem við gerðum haustið 2009 þá héldu allir að búið yrði að landa þessari vinnu í byrjun árs 2010.  Við gerðum ráð fyrir því þegar áætlun fyrir árið 2010 var gerð að hægt yrði, samhliða ákvörðun um kapal- verksmiðju, að fara í „minniháttar“ lagfæringar á starfsmannahaldi sem myndi skila sér síðari hluta árs 2010. Slíkar aðgerðir hefðu skila því að launahaldið hefði a.m.k. orðið einum 20 milljónum lægra en það síðan varð“ segir Ólafur. Samkvæmt heimildum Austur- gluggans er það Framtakssjóður Íslands sem dregur lappirnar hvað kapalverksmiðjuna varðar en beðið er eftir svörum frá sjóðnum. Sökum þess að bæjarstjórn mat það þannig að búið yrði að reisa Kapalverksmiðj- una í byrjun ársins 2010 þá segir Ólafur að bærinn hafi haldið áfram út árið við þá stefnu að vera í framkvæmdum og „aðstoða þannig atvinnu- lífið á árinu við að halda út óbreyttri starfsemi án þess að fleiri þyrftu að fara úr bænum eða til að ekki bættist á lista atvinnulausra. Nógu slæmt er nú ástandið“ segir Ólafur. Hann segir kreppuna ekki hafa hitt Seyðfirðinga illa ennþá sökum þess að bærinn hafi haldið aftur að sér í fækkun starfsfólks og bætir því við að það hafi verið meðvituð stefna núverandi og síðustu bæjarstjórnar. Skammast sín Ólafur segir að stefnt hafi verið að því að fækka mannskap í skólanum með því að ráða ekki í þær stöður sem losnuðu, það tækifæri hafi hins vegar ekki verið nýtt og Ólafur segir að sökin á því sé alfarið sín en það megi rekja til þess að fyrir kosningar árið 2010 „var ég ekki bara bæjar- stjóri heldur líka oddviti sjálfstæðis- manna. Pólitíkusar eins og ég var þá, þora ekki í svona aðgerðir á síðustu metrunum fyrir kosningar en það er í apríl mánuði sem eru síðustu forvöð til að breyta eitthvað til fyrir næsta skólaár.  Þarna liggur mín sök“ segir Ólafur. Ólafur segir jafnframt að „[e]f borin eru saman árin 2009 og 2010 lítur þetta svo sem ekkert sérlega illa út t.d. er annar kostnaður sveitar- félagsins nánast sama tala á milli ára þrátt fyrir gríðarlegar hækkanir á öllum sviðum en þó sérstaklega á orkuverði.  Stærsti hluti aukins launakostnaðar á milli ára liggur í tryggingargjaldinu og svo tókum við alla námsmenn sem til okkar leit- uðu í vinnu. Þ.e.a.s. þá sem áttu hér lögheimili. Sumarið varð því dýr- ara en ella. Rekstarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði er hins vegar aðeins örlítið lakari á milli ára þrátt fyrir fyrrgreint svo munar 4.5 milljónum. Með öllu saman er rekstrarniðurstaða ársins mun betri en árið á undan. Hins vegar munar hér einum 20 milljónum á því sem niðurstaðan varð og því sem ég taldi að myndi verða og við það er ég mjög ósáttur og skammast mín fyrir það“ segir Ólafur. Fleiri þurfa að axla ábyrgð Aðspurður út í það hverjir eigi að axla ábyrgð og hvers vegna segir Ólafur að „ábyrgð allra stjórnenda í stofn- unum byggir á því að allir séu með- vitaðir um stöðuna um hver mánað- armót og bregðist við ef kostnaður stefnir fram úr áætlun. Það er líka skylda allra stjórnenda að grípa hvert tækifæri sem gefst til að spara í mannahaldi og þá sérstaklega á það við þegar menn vita að staða sveitar- félagsins fjárhagslega er ekki góð.  Sjái stjórnendur að stefni í fjárþörf umfram heimildir þarf að leita sam- þykkis fyrir því í bæjarráði.  Ef þeir gera það ekki  þurfa þeir hinir sömu  að axla ábyrgð“ segir Ólafur. Hann segist bera ákveðna ábyrgð á því að hafa ekki beitt menn betra aðhaldi í þessum efnum og bætir því við að „hvort aðrir sjá ástæðu til að nota sömu aðferð og ég og hreinlega fá sér eitthvað annað að gera er svo undir hverjum og einum komið.“ Hann segir að bæjarstjórn Seyðisfjarðar geri ekki slíkar kröfur til sinna stjórnenda og hafi aldrei gert og hafi ekki gert það til hans sem yfirstjórnanda. Kannast ekki við trúnaðarbrest Austurglugginn ræddi við Arnbjörgu Sveinsdóttur, forseta bæjarstjórnar, og Daníel Björnsson, sem gegnir starfi fjármálastjóra Seyðisfjarðar og er jafnframt bæjarfulltrúi sjálfstæðis- flokksins. Þau tóku í sama streng og sögðu ákvörðunina vera alfarið hans en vildu lítið tjá sig um upp- sögnina og meintan trúnaðarbrest að öðru leyti. Bæði Arnbjörg og Daníel sögðust ekki skilja hvaða trúnaðar- brest Ólafur ætti við og höfnuðu því að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða. Cecil Haraldsson, oddviti minnihlutans vildi ekkert tjá sig um málið og sagði þetta mál alfarið snerta meirihlutann. Arnbjörg sagði þó að reikning- arnir sýndu að það hefði ekki verið tekið á málum eins og þurft hefði að gera. Arnbjörg sagði í samtali við Austurgluggann að auglýst yrði eftir nýjum bæjarstjóra en þar til nýr bæjarstjóri hafi verið ráðinn muni Vilhjálmur Jónsson gegna bæjar- stjórastöðunni. Sú saga fór fljótt á kreik að Arnbjörg ætlaði sér að taka við bæjarstjórastöðunni. „Ég er í námi og það hefur aldrei staðið til að taka við bæjarstjórastöðunni. Ég mun því ekki sækja um stöðuna svo það sé á hreinu“ sagði Arnbjörg. Þurfa að skýra málin Aðspurður út í ágreininginn segir Ólafur að aldrei sé það þannig að einn eigi sök þegar tveir deili. „Ég hef minn stíl á að stjórna og það þola þann stíl ekki allir. Ég er yfir- leitt fljótur að taka ákvarðanir og þyki ekki sérlega lýðræðislegur í aðgerðum. Ég er ekki maður sem eyði tíma í að velta hlutum fyrir mér í langan tíma og þora svo jafnvel ekki að taka ákvörðun. Ég tek yfir- leitt ákvarðanir strax og það hentar ekki öllum bæjarráðum að vinna með slíkum aðila og ég sé það að yngra og kannski varkárara fólkinu líkar þetta illa.  Þetta snýst ekki um neina óvild eða fjandskap heldur miklu fremur um gamla og nýja tímann.  Væntanlega er ég bara gamaldags stjórnandi með gamaldags stjórn- unarstíl“ segir Ólafur og bætir því við að hann fari ósáttur frá starfi. Hann telur sig vera að bregðast trausti fjöl- margra fylgismanna sinna en telur sig ekki geta unnið með bæjar- fulltrúum sjálfstæðisflokksins. „Ábyrgð meirihlutans liggur hins vegar í því að skýra málið út fyrir því fólki sem er í þeirra baklandi.  Ef að það fólk stendur heilshugar þeim að baki þá er þetta allt í fínu lagi.  Ef ekki þá verður erfitt fyrir þetta sama fólk að vinna áfram sín störf í bæjarstjórn. Ósáttastur er ég samt við það að þurfa kannski að leita mér að vinnu utan Seyðisfjarðar en án atvinnu get ég ekki hugsað mér að vera. Ef svo fer þá kemur fátt annað til greina en sá staður annar á Austurlandi sem mér þykir jafn vænt um og Seyðisfjörð og það er Norðfjörður þar sem ég bjó í 24 ár“ segir Ólafur. Óli bæjó hættur Ólafur Hr. Sigurðsson Hins vegar munar hér einum 20 milljónum á því sem niðurstaðan varð og því sem ég taldi að myndi verða og við það er ég mjög ósáttur og skammast mín fyrir það. „hvort aðrir sjá ástæðu til að nota sömu aðferð og ég og hreinlega fá sér eitthvað annað að gera er svo undir hverjum og einum komið.“ Hann segir að bæjarstjórn Seyðisfjarðar geri ekki slíkar kröfur til sinna stjórnenda og hafi aldrei gert og hafi ekki gert það til hans sem yfirstjórnanda.

x

Austurglugginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.