Austurglugginn


Austurglugginn - 27.05.2011, Blaðsíða 15

Austurglugginn - 27.05.2011, Blaðsíða 15
 Föstudagur 27. maí AUSTUR · GLUGGINN 15 Þróunarfélag Austurlands (ÞFA) hefur verið starfrækt frá því árið 1983. Félagið vinnur að framþróun í atvinnulífi og jákvæðri samfélagsþróun á Austurlandi. Meðal helstu hlutverka Þróunarfélags Austurlands er að efla atvinnulíf og samfélag á Austurlandi, veita ráðgjöf við nýsköpun- og þró- unarverkefni auk þess að veita ráðgjöf um bættan rekstur. Félagið hefur tekið þátt í fjölda verkefna á landsvísu sem og alþjóðlegum verkefnum sem ætlað er að styðja og styrkja við atvinnulífið á Austurlandi. Hafliði Hafliðason, framkvæmda- stjóri ÞFA, segir fólk leita í auknum mæli á skrifstofur ÞFA eftir fjármála- hrunið á Íslandi einkum með hug- myndir sem það hefur haft í skúff- unum hjá sér. „Á miðsvæðinu finnum við fyrir því að fólk leitar meir til okkar nú en fyrir kreppu með hug- myndir sem það hefur haft lengi og vill vinna að. Hugsanlega hefur fólk meiri tíma í dag til þess að kanna möguleika sína og eflaust spilar þarna inn í ákveðið atvinnuóöryggi“ segir Hafliði. Margt af þeim verkefnum sem ÞFA vinnur að snýr að frumkvöðlastarfi. Þau verkefni og sú vinna sem fer í að rannsaka og kostnaðargreina ýmis verkefni eru falin fyrir fólki einkum vegna þess að fyrirtæki og einstak- lingar sem koma með hugmyndirnar gera það í trúnaði. ÞFA sinnir ekki eingöngu frumkvöðlastarfi heldur sinnir félagið einnig ráðgjöf ýmis- konar og veitir sveitarfélögunum og SSA ýmsa aðstoð. Sem dæmi um verkefni sem starfs- fólk ÞFA hefur verið að vinna að eru stofnun: Kyndistöðvar á Hall- ormsstað, mögulegrar Álkapla- verksmiðju á Seyðisfirði og Jarðfræði- seturs á Breiðdalsvík. Auk þessara verkefna er ÞFA umsjónaraðili Vaxt- arsamnings Austurlands, hefur unnið að ESB-verkefnum tengdum sam- félagsþróun á Austurlandi og veitt frumkvöðlum á Austurlandi þjónustu og ráðgjöf með sín fyrstu skref í við- skiptaheiminum. „Það er erfitt að rekja þá hluti sem við höfum komið að með einum eða öðrum hætti en það má nefna Hús Handanna og Þorpið en þar komum við að verk- efninu með því að leiða saman hesta og hjálpa til með samvinnu hönnuða. Í augnablikinu erum við að vinna að álkaplaverksmiðjunni á Seyðis- firði og vonandi í framhaldinu frekari vinnslu á áli. Við erum að vinna fyrir SSA tengt „austfirskri einingu“ og sinnum þar ráðgjöf og greiningar- vinnu og að Evrópuverkefni sem snýr að almenningssamgöngum á dreifbýlum svæðum en það verk- efni höfum við verið að vinna náið að með Fjarðabyggð. Möguleikar á fjarvinnslutækifærum hér á svæðinu hafa verið kannaðir og við höfum einnig verið að kynna möguleika þessa svæðis í þeim efnum og það þarf að fylgja því máli eftir. Svo erum við að vinna að fjöldanum öllum af öðrum málum“ segir Hafliði. Þróunarfélagið er rekstraraðili fyrir Vaxtarsamning Austurlands og í gegnum þann sjóð hafa sprottið upp mörg mjög öflug verkefni og ýmis spennandi verkefni eru í gangi sem hlotið hafa styrk úr sjóðnum en Hafliði segir að þörfin sé mun meiri. „Í úthlutuninni síðast var sótt um styrk upp á 55 milljónir en við gátum einungis veitt 12 milljónir. Þessi sjóður þyrfti að vera helmingi meiri miðað við drifkraftinn í fólk- inu hér. Atvinnuþróunarsjóður og Vaxtarsamningurinn eru einu tækin sem við getum notað til að aðstoða frumkvöðla hér á Austurlandi.“ Óvissa framundan Hjá ÞFA starfa fjórir aðilar með starfsstöðvar á Egilsstöðum og Reyðarfirði. Samningur ÞFA við ríkið rann út um síðustu áramót en samningurinn var framlengdur um eitt ár. ÞFA er háð þjónustusamningi við ríkið en í gegnum hann kemur 21 milljón til félagsins. Hafliði segir að óvissa sé um það hvað gerist eftir áramót en hann á ekki von á öðru en að ÞFA haldi áfram en í hvaða mynd er hinsvegar spurningamerki en ætti að skýrast fljótlega því verið er að vinna að því að hefja viðræður við ríkið um framhaldið. Í lok maí árið 2010 kviknaði í Fellabakaríi út frá rafmagni á skrifstofu á efri hæð. Efri hæðin gjöreyðilagðist en verslun og pökkun urðu illa úti. „Til allrar lukku slapp vinnslusalur alveg við skemmdir fyrir utan sót og vatn“ segir Björgvin Kristjánsson en hann á og rekur nú Fellabakarí einn síns liðs. „Fellabakarí er enn á sínum stað við Lagarfljótsbrúna en við uppbyggingu hins skemmda hluta voru gerðar miklar breytingar á verslun og pökkun. Búðin var endurhönnuð og má sitja í rólegheitum við gluggann og njóta útsýnis yfir fljótið til héraðs og upp til fjalla og heiða“ segir Björgvin. Austurglugginn leit við í bakaríið fyrir skemmstu en þar hefur myndast skemmtileg kaffihúsastemning í fallega innréttaðri búð með mjög skemmtilegt útsýni. Ekki skemmir fyrir að þar er hægt að njóta fjölbreytts vöruúrvals Fellabakarís en lystaukum hefur verið fjölgað talsvert. „Stefnan er að vera með smurt , súpu og jafnvel brauðrétti eða pítur í hádeginu en það er í þróun hjá okkur núna“ segir Björgvin og bætir því við að tekið er úr lás „kl: 6:30 þó formleg opnun sé ekki fyrr en 7:00 og við erum með opið til 17 á virkum dögum en 8 - 13 á laugardögum en á sunnudögum er lokað“. Finna fyrir aukinni þörf Fellabakarí opnar á ný

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.