Austurglugginn


Austurglugginn - 27.05.2011, Side 19

Austurglugginn - 27.05.2011, Side 19
 Föstudagur 27. maí AUSTUR · GLUGGINN 19 Spurning vikunnar Hvað finnst þér um brotthvarf Ólafs úr stóli bæjarstjóra? Spurt á Seyðisfirði Hilmar Eyjólfsson Þetta er ekki gott, maður veit ekkert hvað kemur í staðinn. Sigríður Heiðdal Ég kem til með að sakna hans og vona að hann komi til með að búa hér áfram. En það er gott að fá nýtt blóð. Þórhallur Jónasson, Hallgrímur Einarsson og Sigríður Fanný Það er slæmt að missa góðan mann. Garðar Eymundsson Mér finnst það hið besta mál. Hann átti aldrei að fá þetta starf til að byrja með. Jón Ólafsson Þetta er slæmt mál. Kreddur óstjórnar Við ríkisstjórnarmyndun árið 2009 fengu Samfylking og VG tækifæri til þess að láta draum sinn um breyt- ingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu verða að veruleika. Boðað var að nýtt og betra kerfi tæki gildi þann 1. sept- ember 2010. Það er hins vegar fyrst nú á vordögum 2011, eftir  tveggja ára þref og þras, að komin eru fram tvö frumvörp til breytinga. Þá ber svo við að enginn fagnar þessum áformum hinnar norrænu velferð- arstjórnar Jóhönnu og Steingríms. Ekkert byggðarlag hefur ályktað um ágæti breytinganna, ekkert sjávar- útvegsfyrirtæki, engin samtök sjó- manna, ekkert verkalýðsfélag.   Hvers vegna skyldi svo vera? Hefur ekki Samfylkingin verið boð- beri  réttlætisins í þessum efnum? Hvernig skyldi standa á því að ekki ríkir gríðarlegur fögnuður meðal þjóðarinnar yfir því að nú loksins, loksins, hafi litið dagsins ljós rétt- læti vinstri manna við stjórn fisk- veiða við Ísland? Það skyldi nú ekki vera að jarð- samband þeirra sem harðast hafa deilt á kerfið sé ekki meir en það að sá fámenni hópur sem níðir niður og agnúast út í alla þá sem vinna við útgerð hefur nú loksins opinberað skilningsleysi sitt á því hvernig verðmætin verða til í þessum mikilvæga atvinnurekstri. Staðreyndin er sú að þær breytingar sem ríkisstjórnin ætlar að ná fram, í bullandi ósætti við allt og alla, þar með talið sjálfa sig, eru ávísun á aukin afskipti stjórnmálamanna af íslenskum sjávarútvegi. Nú verður tekin upp sú sama handstýring stjórnmálamanna sem stunduð var fyrir u.þ.b. 30 árum og kom þessari atvinnugrein á vonar- völ. Flotinn var orðinn alltof stór og afkastamikill miðað við heildar- afla, fiskvinnslustöðvar of margar, og taprekstur kallaði á sífelldar gengisfellingar á kostnað almenn- ings og fyrirtækja. Lykillinn að skynsamlegri nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar og arð- semi greinarinnar var því miður óhjákvæmileg fækkun fiskiskipa, vinnslustöðva og aukin tæknivæð- ing og fækkun starfa við veiðar og vinnslu. Því fylgdu gríðarlega miklar og sársaukafullar breytingar að laga sjávarútveg lands- ins að því hámarki sem veiða mátti ár hvert úr fiskistofnum þjóðarinnar. Engu að síður voru þetta nauðsynlegar breytingar í öllum meginatriðum. Því miður hafa ein- staka stjórnmálaflokkar, en Samfylkingin hefur gengið hvað lengst í þeim efnum, og reynt að nýta sér það ástand sem þetta skapaði með pólitískri tækifæris- mennsku. Sá flokkur hefur löngum alið á innihaldslausum frösum um nauðsyn breytinga á fiskveiðistjór- nunarkerfinu án þess að leggja fram útfærðar tillögur sem stan- dast skoðun. Þess ber að geta að frá því þetta kerfi var sett á hafa verið gerðar á því um 200 breytingar og flestar til þess eins að draga úr hag- kvæmni greinarinnar. Flestar hafa verið gerðar í þeim tilgangi að þjóna duttlungum stjórnmálaafla sem séð hafa sér hag í því að þjóna ein- hverjum tilteknum sérhagsmunum. Reynt er að pakka boðuðum breyt- ingum hinnar norrænu velferðar- stjórnar á fiskveiðistjórnunar- kerfinu inn í fagurgala um réttlæti og jöfnuð. Af því tilefni má spyrja lesendur Austurgluggans eftirfar- andi spurninga:   Hvaða  réttlæti er fólgið í því að afla- heimildir austfirskra útgerða verði skornar niður og færðar ýmist til fyrirtækja í öðrum landshluta eða ráðstöfunar hjá ráðherra? Hvaða jöfnuður er fólginn í því að starfsfólk, sem unnið hefur alla tíð við fiskvinnslu t.d. á Þórshöfn þurfi að sæta skerðingu á atvinnu og lífs- afkomu svo eitthvert fólk einhvers- staðar annarsstaðar á landinu eigi þess kost að vinna í fiski? Hvað réttlæti er í því að breyta fisk- veiðistjórnunarkerfinu með þeim hætti að sjómenn, fiskvinnslufólk, útgerðarmenn og iðn- aðarmenn á Austurlandi þurfi að missa atvinnu eða tapa tekjum svo stjórn- völd hverju sinni geti fjölgað störfum á öðrum svæðum landsins og bætt afkomu fólks þar? Hvaða réttlæti er í því fólgið fyrir Austfirðinga að knúðar verði í gegn svo illa grundaðar breyt- ingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu að ógerlegt er að átta sig á áhrifum væntanlegra breytinga á afkomu fjölskyldna, sem eiga allt sitt undir stöðugri atvinnu í sjávarútvegi? Það sem boðaðar breytingar hafa þegar haft í för með sér er það eitt að óvissan um sjávarútveginn hefur aukist. Fyrir liggur mat þeirra sem best til þekkja að draga muni úr hagkvæmni helstu atvinnugreinar landsins. Breytingarnar munu óhjákvæmilega setja veikburða byggð víða um land í þá stöðu að þau heimili sem eiga allt sitt undir að atvinnulífið í heimabyggð gangi vel vita ekki hvað tekur við. Stjórnsýslan í Reykjavík styrkist hins vegar til muna og kaffihúsamenn- ingin í höfuðborginni mun blómstra sem aldrei fyrr. Væri nú ekki ráð að Austfirðingar berji  í borðið og láti ekki kreddur óstjórnar veikja stoðir byggðar í fjórðungnum enn frekar? Kristján Þór Júlíusson, þingmaður sjálfstæðisflokksins í NA kjördæmi Kristján Þór Júlíusson Forsala er hafin fyrir Bræðsluhá- tíðina á Borgarfirði sem hefst 23. júlí nk. Hátíðin hefur styrkt sig í sessi sem ein af merkustu tónlistar- viðburðum Íslands ár hvert. Í gegnum tíðina hafa komið fram á Bræðslunni Emilíana Torrini, Damien Rice, Belle & Sebastian, Magni, Fanfarlo, Lay Low, Þursa- flokkurinn, Megas og Senuþjófarnir, Páll Óskar og Monika, Eivör Páls- dóttir, KK og Ellen svo fáein séu nefnd. Samkvæmt upplýsingum af heima- síðu hátíðarinnar koma að jafnaði rúmlega 1.000 manns á Borgar- fjörð eystri um Bræðsluhelgina en það verður að teljast ágætis viðbót við íbúafjöldann sem telur um 140 manns. Tónlistarhátíðin Bræðslan dregur nafn sitt af samnefndri síldar- bræðslu þar sem tónleikar hátíðar- innar fara fram að laugardagskveldi. Í ár koma fram á hátíðinni írski Óskarsverðlaunahafinn Glen Hans- ard, hinir margrómuðu Hjálmar, hamingjuboltinn Jónas Sigurðsson ásamt hljómsveit sinni Ritvélum framtíðarinnar, austfirsku gleði- rokkararnir í Vax og trúbadorinn geðþekki Svavar Knútur. Forsala á Bræðsluna hófst fimmtu- daginn 19. maí á midi.is og afgreiðslustöðum mida.is og er vert að taka fram að síðustu ár hefur selst upp á Bræðsluna í forsölu enda aðeins 800 aðgöngumiðar í boði í forsölu. Forsala hafin

x

Austurglugginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.