Austurglugginn


Austurglugginn - 27.05.2011, Page 20

Austurglugginn - 27.05.2011, Page 20
Keppni í Bólholtsbikarnum, utandeildakeppni í körfu- knattleik, var haldin í fyrsta sinn í vetur. Keppnin er haldin á sambandssvæði Ungmenna- og íþróttasam- bands Austurlands (UÍA). Sex lið tóku þátt í keppninni. Það var lið Sérdeildarinnar, skipað eldri Hattarmönnum, sem fagnaði sigri í þessari fyrstu bikarkeppni UÍA og Bólholts í körfuknattleik eftir 54-53 sigur á Ásinum í úrslitaleik á sunnudag. Fjögur lið tóku þátt í úrslita- keppninni sem fram fór í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum. Dagurinn hófst á fyrri undanúrslitaleiknum þar sem 10. flokkur Hattar, sem lengst af var efstur í deilda- keppninni, mætti Sérdeildinni. Lykilmenn vantaði í lið 10. flokks og það nýtti Sérdeildin sér, hafði undir- tökin allan tímann og vann 41-66. Í hinum undanúrslitaleiknum mættust Austri og Ásinn. Ásinn hafði þar undirtökin framan af en Eskfirðingar hleyptu Norður-Héraðsmönnum aldrei langt frá sér og komust yfir í þriðja leikhluta, 41-40. Ásinn náði hins vegar að snúa við taflinu og vann 50-59. Eftir hádegi var leikið um verðlaunasæti en fyrst mættust 10. flokkur og Austri í leik um þriðja sætið. Sá leikur varð alger sýning á hæfileikum Nökkva Jarls Óskarssonar úr 10. flokki og Baldurs M. Einarssonar úr Austra en Nökkvi skoraði 32 stig í leiknum og Baldur 30. Eskfirðingar höfðu undirtökin samt allan leikinn og unnu að lokum 65-86. Úrslitaleikur Sérdeildarinnar og Ássins stóð undir nafni sem aðalleikur dagsins. Sérdeildin var reyndar yfir nær allan tímann en Ásinn var aldrei langt undan. Mikil spenna var á lokasekúndunum þegar munurinn var aðeins 1-2 stig. Ásinn jafnaði í 53-53 af vítalín- unni þegar sjö sekúndur voru eftir. Þeir brutu hins vegar klaufalega af sér og Magnús Jónsson skoraði sigurkörfu Sérdeildarinnar af vítalínunni, 54-53. Halldór Leifsson var atkvæðamestur leikmanna Sérdeildarinnar í úrslitaleiknum með 14 stig en Magnús Jónsson skoraði þrettán. Hinum megin voru það Benedikt Guðgeirsson Hjarðar og Sigmar Hákonarson sem báðir skoruðu 18 stig. Benedikt varð stigahæsti maður mótsins með alls 260 stig og fékk viðurkenningu fyrir það á sama tíma og leikmenn Sérdeildarinnar lyftu Bólholtsbikarnum á loft í fyrsta sinn. Hugleiðing Öfugsnúna Ísland Ég hef alltaf lesið mikið fyrir börnin mín og gæti því fyllt þennan pistil með því aðeins að telja upp okkar eft- irlætis höfunda og bókatitla. Þó svo hnausþykkir doðrantar ráði nú ríkjum man ég eftir einni bók sem var í miklu eftirlæti á þeirra yngri árum - Hr. Öfugsnúinn. Bókin fjallar um lítinn, skrýtinn karl og tilveru hans sem öll er öfugsnúin og alls ekki eins og hún ætti að vera. Þó svo að sagan sé aðeins þverstæðukennt ævintýri líður mér stundum eins og ég búi í veröld Herra Öfugsnúins. Mér finnst öfugsnúið að það sé ekkert tiltökumál að eyða þús- undum milljóna í að byggja tónlistarhús í Reykjavík á sama tíma og niðurskurð- arhnífurinn er á lofti í hornsteinum þjóðfélagsins, heilbrigðiskerfinu og skólakerfi barnanna okkar. Öfugsnúnast af öllu finnst mér þó sagan af vinkonu minni og langar mig að deila henni með ykkur, en þið þekkið því miður líklega mýmörg sambærileg dæmi. Vinkona mín er einstæð móðir, eins og svo margar ungar konur á Íslandi í dag. Hún hefur ekki mikið fé milli handanna og þarf að horfa í hverja einustu krónu sem út af kortinu fer. Hún er þó heppin að hafa vinnu hjá öruggum og góðum vinnuveitanda sem ekki er sjálfgefið þessi misserin í okkar öfugsnúna heimi. Gladdist vin- kona mín mikið fyrir síðustu jól þegar vinnuveitandi hennar tilkynnti henni að fyrir góða frammistöðu í starfi fengi hún greiddan 200.000 króna bónus. Í okkar öfugsnúna heimi færir þessi bónus aðeins 120.000 í vasann, en sú upphæð skipti þó sköpum fyrir hana sem sá með því fram á að geta veitt börnum sínum sómasamlega jólahátíð. Fékk hún þó ekki að njóta gleðinnar lengi því fljótlega eftir áramót barst henni bréf frá sveitafélaginu. Í því var kunngjört að hún hefði farið yfir tekjumörk á árinu og þar af leiðandi yrðu húsaleigubætur hennar felldar niður, en þær höfðu verið rúmar fjórtán þúsund krónur á mánuði. Sem sagt, 200.000 króna bónusinn sem gaf 120.000 í aðra hönd kostuðu hana 170.000 krónur þegar upp var staðið. Af hverju er þetta allt saman svona fáránlegt? Mér finnst öfugsnúna Ísland ekki eins og það ætti að vera. En ykkur? Kristborg Bóel Skíðafélagið í Stafdal er komið í sumarfrí. Vetrinum lauk með góðri ferð á Andrésar andar leikana á Akureyri og uppskeruhátíð á Seyðisfirði. Á Andrésar andar leikana mættu 38 skíðaiðkendur frá SKÍS. Komu þeir heim með samtals 9 verð- laun, þar af tvenn silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun og er það besti árangur SKÍS hingað til. Góður andi var í hópnum alla dagana og stemmningin góð. Uppskeruhátíð SKÍS var svo haldin á Seyðisfirði í blíðskaparveðri þann 15. maí. Vel var mætt og skemmtu krakkarnir sér vel í leiktækjunum á leikskólanum og í leikjum á túninu utan við leikskólann. Allir í krílaskólanum og yngsta iðkendahóp fengu viðurkenningarpening fyrir veturinn, enda stóðu krakkarnir í þessum hópum sig með stakri prýði í allan vetur og voru framfarir mjög miklar hjá öllum. Í eldri hópum voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í vetur: Besta ástundun 8-10 ára Embla Rán Baldursdóttir Mestu framfarir 8-10 ára Bjartmar Pálmi Björgvinsson Efnilegust 8-10 ára Elísa Maren Ragnarsdóttir Besta ástundun 11 ára og eldri Fjölnir Þrastarson Mestu framfarir 11 ára og eldri Eggert Már Eggertsson Efnilegastur 11 ára og eldri Aron Steinn Halldórsson Gullhjálmurinn - skíðamaður ársins 2011 Eiríkur Elísson Uppskeruhátíð SKÍS Sérdeildin sigraði í Bólholtsbikarnum Lið Sérdeildarinnar með Bólholtsbikarinn.

x

Austurglugginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.