Austurglugginn - 30.05.2008, Qupperneq 11
Fimmtudagur 30. maí AUSTUR · GLUGGINN 11
KFF ferðaðist til Njarðvíkur á laugardag. Þar mættu þeir
Njarðvíkingum. Fyrir leikinn var talsverð pressa komin á
Fjarðabyggðarliðið sem hafði gert jafntefli í tveimur fyrstu
leikjum sínum í sumar. Fjarðabyggðarmenn höfðu ætlað að
ná fleiri stigum út úr fyrstu leikjum sínum, enda stefnan sett
á toppbaráttu í sumar.
Í leiknum gegn Njarðvík opnuðust loks allar flóðgáttir leik-
mönnum KFF og lék liðið þéttan sóknarbolta og uppskáru
fjögurra marka sigur 1-5. Vægast sagt frábær frammistaða á
erfiðum útivelli og geta leikmenn og þjálfarar liðsins andað
örlítið léttar. Liðið komst upp í fjórða sæti deildarinnar með
sigrinum, en fyrir leik var liðið um miðja deild með 2 stig.
Mörk KFF: Haukur Ingvar (29mín), Sveinbjörn Jónasson
(36mín og 56mín), Vilberg Marinó (77mín), Sigurður
Víðisson (93mín)
1. deild karla í knattspyrnu
Fjarðabyggð sótti þrjú stig í Njarðvík
- rótburstuðu Njarvíkinga
Staðan í 1. deild
karla í knattspyrnu:
1. ÍBV ............................... 3 3 0 0 6 - 0 6 9
2. Selfoss ........................... 3 2 1 0 9 - 6 3 7
3. Þór ................................ 3 2 0 1 6 - 6 0 6
4. Fjarðabyggð ................... 3 1 2 0 9 - 5 4 5
5. Haukar .......................... 3 1 2 0 6 - 4 2 5
6. Víkingur Ó. ................... 3 1 2 0 2 - 1 1 5
7. Stjarnan ........................ 3 1 1 1 2 - 3 -1 4
8. Víkingur R. ................... 3 1 0 2 6 - 7 -1 3
9. KA ................................ 3 0 2 1 5 - 7 -2 2
10. KS/Leiftur .................. 3 0 1 2 3 - 5 -2 1
11. Njarðvík ...................... 3 0 1 2 1 - 6 -5 1
12. Leiknir R. ................... 3 0 0 3 4 - 9 -5 0Sveinbjörn Jónasson setti tvö mörk í leiknum
2. deild karla í knattspyrnu
Fyrsti sigur Hattar
Höttur sigraði ÍH 2-1 í baráttuleik á Fellavelli á laugardag. Eftir að Stefán
Eyjólfsson kom Hetti í 2-0 úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks settu leik-
menn ÍH pressu á Hattarliðið. ÍH-ingar náðu að minnka muninn og um
tíma leit út fyrir að þeir létu kné fylgja kviði og jöfnuðu leikinn. Hins vegar
náðu Hattarmenn að snúa við blaðinu. Skipti þar innkoma Ívars Hafliðasonar
miklu, en hann kom inn með ótrúlega baráttu og vinnslu sem smitaðist til
félaga hans. Henrik Bödke markvörður Hattar lék vel og greinilegt er að
þar er á ferðinni gífurlega öflugur markvörður.
Eftir sigurinn er Höttur í 5. sæti 2. deildar með fjögur stig eins og Afturelding,
Tindastóll og Reynir Sandgerði.
Staðan í 2. deild karla í knattspyrnu:
Staðan í 1. deild kvenna,
B-riðill.
1. Höttur 2 2 0 0 6 - 2 4 6
2. Völsungur 1 1 0 0 9 - 0 9 3
3. Sindri 1 0 0 1 2 - 3 -1 0
4. Fjarðabyggð/Leiknir 1 0 0 1 0 - 3 -3 0
5. Tindastóll 1 0 0 1 0 - 9 -9 0
1. ÍR .................................. 2 2 0 0 4 - 1 3 6
2. Afturelding ................... 2 1 1 0 4 - 2 2 4
3. Tindastóll ...................... 2 1 1 0 4 - 2 2 4
4. Reynir S. ....................... 2 1 1 0 4 - 3 1 4
5. Höttur ........................... 2 1 1 0 3 - 2 1 4
6. Hvöt .............................. 2 1 0 1 5 - 5 0 3
7. Víðir .............................. 2 0 2 0 2 - 2 0 2
8. Völsungur ...................... 2 0 1 1 5 - 6 -1 1
9. Hamar ........................... 2 0 1 1 3 - 4 -1 1
10. ÍH ............................... 2 0 1 1 3 - 4 -1 1
11. Grótta ......................... 2 0 1 1 1 - 3 -2 1
12. Magni ......................... 2 0 0 2 0 - 4 -4 0
Sendum sjómönnum og fjölskyldum þeirra
heillaóskir í tilefni dagsins