Austurglugginn - 30.05.2008, Page 17
Fimmtudagur 30. maí AUSTUR · GLUGGINN 17
Dagbjört Briem Gísladóttir, bónda-
kona á Sléttu í Reyðarfirði, er með
hreindýrskálf á pela þessa dagana.
Hreindýrskálfinn fundu slökkviliðs-
menn í Fjarðabyggð við veginn nærri
álverinu í Reyðarfirði.
Auk þess að vera bóndakona starfar
Dagbjört einnig í apótekinu í
Molanum. Þangað komu slökkvi-
liðsmenn og vildu kaupa pela til að
fóðra hreindýrskálfinn. “Ég sá í hendi
mér að líklega væri best að ég tæki
að mér að fóstra kálfinn. Ég er vön
að gefa lömbum pela og hef góða
aðstöðu. Líklega hefur móðir kálfs-
ins orðið fyrir styggð og skilið hann
eftir bjargarlausan.” segir Dagbjört
létt í bragði.
Dagbjört segir að í frystikistunni
hafi hún átt kindamjólk. “Það er
aðeins gefinn einn bolli í einu, þris-
var á dag. Það er líka hrist saman við
hana egg,” segir Dagbjört. Hún segir
að svo muni Aðalsteinn Jónsson í
Klausturseli á Jökuldal fá kálfinn til
frekara eldis. Aðalsteinn hefur gefið
henni góð ráð um hvernig best sé að
fóðra hann og koma honum á legg.
Knattspyrnudeild Þróttar hefur ráðið framkvæmdarstjóra til starfa. Þetta
er í fyrsta skiptið sem deildin ræður sér fastan starfsmann í heilsársstarf
en deildin heldur úti starfsemi 11 mánuði á ári og eru iðkendur á bilinu
120-150 á aldrinum 5 – 16 ára.
Fimm til sex manns sjá að jafnaði um þjálfun þeirra og deildin hefur lagt
metnað sinn í að ráða til sín fólk sem hefur uppeldismenntun yfir að ráða
og/eða þjálfararéttindi. Auk þess rekur deildin leikjanámskeið yfir sum-
armánuðina. Deildin hefur náð sér í aukatekjur með ýmsum hætti s.s. bingó
fyrir jól og páska, tækjaleigu á Neistaflugi, útleigu jólasveina og fleira mætti
til telja segir í fréttatilkynningu.
Nýi framkvæmdastjórinn heitir Arnar Guðmundsson og hóf hann störf
þann 1. maí síðastliðinn. Arnar hefur meira og minna starfað í kringum
knattspyrnu hjá Þrótti síðan hann flutti til Neskaupstaðar ásamt fjölskyldu
sinni árið 1998. Arnar hefur þjálfað bæði kvenna- og karla flokka félags-
ins frá 1998 en hefur þó dregið verulega úr þeim störfum síðastliðin tvö ár.
Ásamt því að vera framkvæmdastjóri hjá deildinni mun Arnar sinna fram-
kvæmdastjórastörfum fyrir Knattspyrnufélag Fjaraðabyggðar að hluta til.
Um leið og stjórn Knattspyrnudeilar Þróttar bauð Arnar velkominn til
starfa notaði hún tækifærið og þakkaði William Geir Þorsteinssyni fyrir
hans störf í þágu deildarinnar.
Dagbjört gefur hreindýrskálfinum kindamjólk
og egg í pela.
Tók hreindýrskálf-
inn af slökkviliðinu
Nýr fram-
kvæmdastjóri
hjá Þrótti
Arnar Guðmundsson ásamt stjórnarmönnum úr knattspyrnudeild Þróttar.
Fljótsdalshérað mun í sumar standa
fyrir framkvæmdum við fyrsta hluta
af nýjum miðbæ á Egilsstöðum.
Miklar framkvæmdir eiga sér nú stað
beggja megin Fagradalsbrautar. Þá
hefur ný kaldavatnslögn verið lögð
meðfram Fagradalsbraut með tals-
verðu jarðraski.
Mestar framkvæmdir eru í mið-
bænum á Egilsstöðum og hefur
gatan Kaupvangur nú þegar verið
grafin upp að stórum hluta. Umferð
hefur raskast af þessum sökum, og
mun verða framhald á því í júní og
júlí. Óhjákvæmilega fylgja þessum
miklu jarðvegsframkvæmdum óþæg-
indi fyrir íbúa í nágrenninu og veg-
farendur.Hjáleiðir verða merktar og
miðað er að því að framkvæmdir valdi
sem minnstum umferðartöfum.
Miklar gatna-
framkvæmdir
á Egilsstöðum
Miklar gatnaframkvæmdir standa yfir í miðbæ Egilsstaða
Tvö stór útboðsverk Helstu verkliðir í
miðbænum eru breytt lega Miðvangs
og tenging hans við Lagarás og breytt
lega Lagaráss að Fagradalsbraut.
Lagarás verður grafinn upp frá
Fagradalsbraut að Miðvangi. Þá
verður skipt út lögnum út Lagarásinn
að Lagarási 16, upp Skjólbrekku að
Selási og inn Selás að Fagradalsbraut.
Nyrsti hluti Kaupvangs hefur verið
grafinn upp og fær gatan nýja legu
að hluta. Verkáætlun gerir ráð fyrir
að götur verði orðnar greiðfærar
í lok júlí. Verktaki beggja megin
Fagradalsbrautar eru Jónsmenn
ehf. Um er að ræða tvö stór útboðs-
verk, en Jónsmenn buðu lægst í
bæði þessi verk. Þá er gert ráð fyrir
að framkvæmdir við fyrsta hluta
Striksins, göngugötunnar sem leggja
á í miðbæ Egilsstaða, hefjist einnig
í sumar með því að skipt verður um
jarðveg í nyrsta hluta þess.
Lagfæringar á
ýmsum stöðum.
Auk þess er unnið að lagfæringum
á ýmsum stöðum í þéttbýlinu á
Egilsstöðum og í Fellabæ, lagningu
göngustíga og endurnýjun lagna.
Þannig er stefnt að því að ljúka við
gerð göngustígsins milli Egilsstaða
og Fellabæjar, frá Lagarfljótsbrúnni
að Fellavelli, á þessu ári.