Austurglugginn - 30.05.2008, Page 19
Fimmtudagur 30. maí AUSTUR · GLUGGINN 19
Jóhanna B. Jónsdóttir
Ég ætla að deila með ykkur ljúffengum og fljótlegum kjúklinga-
rétti sem ég fékk frá góðri vinkonu í Vestmannaeyjum.
Verði ykkur að góðu.
Að lokum vil ég skora á
Hafrúnu dóttir mína og Matthías tengdason
Kjúklingabringurnar snyrtar og
skornar í bita, steiktar á pönnu
laukur skorinn í sneiðar og látinn
svitna á pönnunni. Paprikur skornar
í bita og settar út í með lauknum.
Tekið til hliðar og sett í pott með
kjúklingabitunum. Hvítkálið skorið
í þunnar ræmur og steikt á pönn-
unni, sett síðan útí með hinu. Yfir
þetta er síðan sett kókosmjólk og
chillí sósan (eftir smekk) og dass
af kjúklingakryddi. Látið krauma
um stund og borið síðan fram með
góðum hrísgrjónum og brauði.
Þeyta saman egg og sykur. Bræðið
súkkulaði og smjör,látið það kælast
aðeins. Blanda súkkulaðiblöndunni
varlega saman við eggjablönduna.
Sigta hveiti og blanda útí deigið.
Bakað við 170°C í 30 - 45 mín.
Fyrir fjóra:
Frönsk súkkulaðikaka
4 kjúklingabringur
1-2 lauka
hvítkál (ca 1/4 úr haus)
paprikur (gul og rauð)
1,400ml dós kókosmjólk
sweet chilli sósa (ca 4 glúgg)
kjúklingakrydd
Deig:
4 egg
2 dl ljós púðusykur
200 g suðusúkkulaði
eða annað dökkt súkkulaði
220 g smjör
1 dl hveiti
Krem:
50 g smjör
2 msk sýróp
100 gr súkkulaði
Smjör, súkkulaði og sýróp hitað í
potti og láta kólna aðeins áður en
því er hellt yfir kökuna
Aðeins nokkur kveðjuorð um
ungan mann Vilhjálm Rúnar
Vilhjálmsson sem kvaddur var frá
Egilsstaðakirkju 31. mars síðast-
liðinn.
Æskan leið við leik, störf, skóla og
einnig heima í stórum bræðrahópi.
Eins og skólasystur Villa Rúnars,
þær Anna María og Ruth, geta í fal-
legum minningarorðum er birtust
fyrir skemmstu hafði hann snemma
verið frár á fæti og bardaga-
maður hinn mesti er barist var með
trésverð og skjöld í útileikjum í
æsku. Einnig hversu mikill og fjöl-
hæfur íþróttamaður hann var, að
ógleymdum Manchester United
áhuganum og hversu orðfimur
hann var í rökræðum um frammi-
stöðu knattspyrnukappa liðsins.
Oft færði hann í stílinn leik-
lýsingar þannig að besta skemmtun
bekkjarfélaganna fékkst af.
Í minningunni sjáum við hann
ungan, myndarlegan á fermingar-
deginum sínum fallega klæddan,
vel klipptan og snyrtan eins og
ævinlega alla tíð, glaðan á góðum
degi með fjölskyldu sinni og vinum
í veglegri veislu í Borgarfelli, æsku-
heimilinu. Næst farinn að keyra
og búinn að kaupa sér bíl sem
alltaf var fínn og vel bónaður. Svo
sem ungan mann búinn að stofna
heimili með Guðrúnu sér við hlið
og soninn Vilhjálm Rúnar. Alltaf
svo myndarlegur og fínn í tauinu.
Síðan með Sólrúnu og soninn Emil
Dan, falleg lítil fjölskylda. Leiðin lá
snemma suður en heimahagarnir
alltaf fyrir austan. Eitthvað ólag
kom eða örlögin réðust, lífsbrautin
var oft erfið, óregla settist að, oft til
lengri eða skemmri tíma.
En í erfiðri lífsreynslu sinni verður
hann þeirrar gæfu aðnjótandi að
geta lagt lóð á vogarskálarnar til
hjálpar öðrum, ungu fólki sem átti
í sama vanda og hann. Veita hjálp í
raun, deila með öðrum lífsreynslu
sinni þannig að viðkomandi gátu
horft fram á veginn bjartari en
fyrr. Mitt í nýstandi sorg og eftir
missi tveggja sona berst móðir
hans bréf frá konu að sunnan.
Hún hafði notið hjálpar hans og
uppörvunar á Meðferðarstöðinni
Vogi. Þakkaði hún Villa Rúnari
bata sinn og breytt lífsviðhorf.
Dýrmætt er fyrir móður að fá
slíkt bréf í hendur og þá vissu að
ekki hefðu erfiðleikar sonar hennar
verið til einskis gengnir heldur
nýttir til hjálpar öðrum. Síðustu
vikurnar dvaldi Villi Rúnar hér
eystra í nálægð móður sinnar og
sona til að auka samvistir þeirra
en tíminn var skammur, heils-
unni var verulega tekið að halla.
Hann lést hér á Egilsstöðum 22.
mars síðastliðinn. Móður, sonum,
bræðrum og nánustu aðstand-
endum færum við okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Syngdu mér ljóð
sem aldrei endar
færðu mér himingeim og jörð
gefðu mér sól
til að verma mitt hjarta
gefðu mér lífsins vatn
og söng.
Færðu mér himinn
krökkan af fuglum
sem með vængjaslætti
loftið fyllir
í staðinn líf minn
að fótum þér legg ég
fyrir ást, trú
og hjálparhönd.
Höf. Sveinn Snorri Sveinsson
Blessuð sé minning Vilhjálms
Rúnars Vilhjálmssonar.
Jóna og Benni
Vilhjálmur Rúnar Vilhjálmsson
Fæddist á Egilsstöðum 31. desember 1966
lést 22. mars sl. á Egilsstöðum