Austurglugginn


Austurglugginn - 30.05.2008, Side 20

Austurglugginn - 30.05.2008, Side 20
Verslið þar sem úrvalið er… …allt í einni ferð Opið mánud. - föstud. 9-19 laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 EGILSSTÖÐUM EGILSSTÖÐUM Tóti segir Ætli þeir séu búnir að panta posa þarna á Eskifirði fyrir sjómannadaginn? ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T M I 32 03 6 0 3/ 20 06 TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tryggingamidstodin.is Umboðsmenn í Fjarðabyggð // TM Neskaupstað Hafnarbraut 6 740 Neskaupstaður sími 477 1735 // Sparisjóður Norðfjarðar Búðareyri 2 730 Reyðarfjörður sími 470 1100 Nemendur koma sífellt verr undirbúnir upp úr grunnskólum í fram- haldsskóla. Þetta kom fram í máli skólameist- ara Menntaskólans á Egilsstöðum við útskrift á laugardag. Menntaskólinn á Egilsstöðum hefur undanfarin ár unnið að fleiri úrræðum fyrir nemendur sem eru illa undirbúnir úr grunnskólum fyrir nám á bóknámsbrautum skólans. Fyrir nokkrum árum var sett upp almenn braut og í vetur fjölgreinabraut, fyrir þá sem gekk illa á almennu braut- inni. Í ræðu skólameistarans, Helga Ómars Bragasonar, kom fram að sífellt fleiri nemendur kæmu illa undirbúnir úr grunnskólanum. Þetta væri vandamál sem engir þeirra sem að því koma gætu horft framhjá né hlaupist undan ábyrgð. Hann sagði brýnt að geðhjálparúrræði innan framhaldsskólanna yrðu efld. Á móti fjölgar grunnskólanemum sem taka framhaldsskólaáfanga samhliða sein- ustu skrefunum í grunnskóla. Helgi sagði útskriftarnemendur hafa sett ný viðmið í dimmisjón. Þorbjörn Rúnarsson, sem seinustu ár hefur verið áfangastjóri ME, verður skólameistari á næsta skólaári. Helgi Ómar fer í launað námsleyfi. Sara Björk hæst Alls voru 43 stúdentar útskrif- aðir frá skólanum, 42 af bóknáms- brautum og einn af starfsbraut, sá fyrsti sem útskrifast af henni. Bestum námsárangri náði Sara Björk Sigurðardóttir sem fékk 9,2 í með- aleinkunn. Hún er fyrsti nemandinn sem lýkur hraðbraut sem hugsuð er fyrir nemendur með framúrskarandi árangur sem vilja flýta sér í námi. Sigurbjörg Jónsdóttir fékk við- urkenningu fyrir góðan árangur í raungreinum og Katrín Björk Stefánsdóttir fyrir árangur í íslensku og samfélagsgreinum. Nokkrir nem- endur fengu viðurkenningar fyrir árangur í þýsku og dönsku og fjöldi nemenda fyrir þátttöku í félagslífi. Vanþóknun á framhaldsskóla á Reyðarfirði Meðal þeirra var Egill Gunnarsson, fráfarandi formaður Nemendafélags ME sem að auki fékk viðurkenningu fyrir mjög góðan námsárangur og virka þátttöku í félagslífi. Hann flutti ræðu nýstúdenta þar sem hann benti á hve mikils virði að reynsla utan hefðbundins náms væri. Hann sagð- ist geta talið þá nýstúdenta á fingrum annarrar handar sem hann vissi um að væru á leið beint í háskólanám. Hann fór einnig hörðum orðum um hugmyndir um stofnun framhalds- skóla á Reyðarfirði. „Ég lýsi allri minni vanþóknun á þeirri hugmynd. Hún er einungis til þess fallin að veikja aðra skóla á svæðinu, kynda undir hrepparíg og sundra ungu fólki á svæðinu.“ Takmarkað námsframboð Egill virðist eiga sér skoðanabróður í Hjalta Jóni Sveinssyni, skólameist- ara Verkmenntaskólans á Akureyri. Hann gagnrýndi í útskriftarræðu sinni hugmyndir um stofnun nýrra lítilla framhaldsskóla á landsbyggð- inni. Hann nefndi skóla á Reyðarfirði sérstaklega sem dæmi. Litlu skólarnir rísi upp nærri skólum sem byggt hafi upp fjölbreytt námsframboð, bæði verk- og bóklegt og dragi úr krafti þeirra. Það bitni helst á dýrum verk- námsdeildum. Nýju skólarnir geti aðeins boðið upp á takmarkaðar námsleiðir, aðallega á sviði bók- náms. „Spurning mín er því sú: Er Fleiri úrræði vantar fyrir nýnema Illa undirbúnir fyrir menntaskóla þetta leiðin til að bæta aðgengi nem- enda á landsbyggðinni að fjölbreyttu framhaldsskólanám?“ GG Fæstir beint í háskóla. Útskriftarhópur Menntaskólans á Egilsstöðum. Mynd: GG

x

Austurglugginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.