Austurglugginn


Austurglugginn - 30.05.2008, Page 15

Austurglugginn - 30.05.2008, Page 15
 Fimmtudagur 30. maí AUSTUR · GLUGGINN 15 L A U N A F L Óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn. Sjómenn ef þið verðið þreyttir á sjónum, hafið þá samband við Launafl. Í ár er Skógræktarfélag Neskaupstaðar sextíu ára. Þann 28. ágúst 1948 var félagið stofnað og „urðu stofnendur 95 menn“ eins og segir í fund- argerðabók frá þeim tíma. Sjá má lista með öllum stofnfélögum á nýrri heimasíðu félagsins www.123.is/ hjallaskogur. Markmið félagsins var frá upphafi og er enn að planta skógi og fegra umhverfið. Árangur af starfi Skógræktarfélags Neskaupstaðar er mikill og líklegt að frumherjar þess hafi ekki séð fyrir þann mikla árangur sem raun ber vitni. Hjallaskógur er þar dýrmæt- asta framlagið, glæsilegur útivist- arskógur við bæjardyrnar. Svo sann- arlega ómetanleg lífsgæði og mikill fjársjóður fyrir samfélagið. Undanfarin ár hefur verið lögð minni áhersla á útplöntun og uppgræðslu en meiri áhersla á að gera Hjallaskóg meira aðlaðandi sem spennandi úti- vistarsvæði fyrir alla bæjarbúa. Í haust verður haldinn afmælisfagn- aður í skóginum og þess vegna vill stjórn félagsins snyrta vel til í skóg- inum í sumar, laga stíga, grisja, koma upp grillaðstöðu og leiktækjum og margt fleira. Til þess að ná sem bestum árangri þurfum við á hjálp bæjarbúa að halda. Fimmtudaginn 5. júní nk. kl. 18:00 verður vinnukvöld í skóginum og væntum við þess að sjá sem flesta hjálpa okkur við að koma honum í afmælisbúning. Margar hendur vinna létt verk og það er skemmti- leg og góð líkamsrækt að dunda í skóginum í hópi vina og fjölskyldu eina kvöldstund. Sjáumst í skóginum – hann er okkar ómetanlega sameign. F. h. stjórnar, Kristín Ágústsdóttir fráfarandi varaformaður Afmælisár Skógræktarfélags Neskaupstaðar -að planta skógi og fegra umhverfið Miðvangi 1 - Egilsstöðum / S. 471 1449 / www.heradsprent.is f - Gleðilega hátíð - sjómenn Við hjá Héraðsprenti sendum sjómönnum og fjölskyldum þeirra hátíðarkveðjur í tilefni dagsins. Kirkju- og menningarmiðstöðin Fjarðabyggð Kirkju- og menningarmiðstöðin í Fjarðabyggð óskar austfirskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn Framundan í Kirkju- og menningarmiðstöðinni Fjarðabyggð: Pianótónleikar Víkings Heiðars Ólafssonar 3. júní kl. 20.00 Örn Árnason, Óskar Pétursson og Jónas Þórir - Yfirliðsbræður 6. júní – tímasetning auglýst síðar Árnesingakórinn í Reykjavík og Karlakórinn Stefnir halda tónleika 13. júní kl. 20 Stjórnandi Pétur Ben. Ferð án fyrirheits - Tónleikar tileinkaðir Steini Steinarr Í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu Steins Steinarrs flytja Jón Ólafsson ásamt þjóðþekktum tónlistarmönnum þekktustu lögin við ljóð hans í bland við ný lög eftir þá Jón og Sigurð Bjólu við ljóð skáldsins. 19. júní kl. 20.00 Sjá nánar á tonleikahus.is

x

Austurglugginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.