Austurglugginn - 20.11.2003, Síða 14
14 AUSTUR • GLUGGINN
Fimmtudagur 20. nóvember
MENNING \ LISTIR
Umsjón: jonknutur@agl.is
Útgáfutónleikar
Ómars Guðjónssonar
á Höfn
Ómar Guðjónsson, saxófón-
leikarinn góðkunni, mun halda
útgáfutónleika miðvikudaginn
26. nóvember næstkomandi.
Tónleikarnir hefjast klukkan
20:30.
Ómar hefur nú þegar látið að
sér kveða í íslensku jazzlífi og
tók m.a þátt í nýliðinni jazzhá-
tíð í Reykjavík. Nýverið gaf
hann út sína fyrstu sólóplötu,
Varma land, þar sem með hon-
um leika bróðir hans, Óskar
Guðjónsson á saxófóna, Þórður
Högnason á bassa og Helgi
Svavar Helgason á trommur. Á
tónleikunum á Höfn mun hann
kynna diskinn ásamt Óskari,
Helga og Jóhanni Ásmunds-
syni sem mun spila á kontra-
bassa. Aðspurður í viðtali við
Morgunblaðið 7. nóvember s.l.
segir Ómar að djass byggist á
frelsi og meðspilurunum.
“Maður verður að hlusta og
skynja það sem aðrir eru að
gera. Djass er auðvitað ofsa-
lega víð tónlistarstefna og erf-
iður að njörva niður, en mesti
kosturinn er að mínu mati að
maður fær að leika sér svolítið
og vera frjáls í tónlistinni. ...
Það er erfitt að skilgreina
hreinræktaðan djass. Platan er
mjög einlæg og hlýleg. í ffét-
tatilkynningu segir: „Lögin eru
stutt og mikil áhersla lögð á að
gera laglínurnar flottar. Það er
ekkert tíu mínútna langt sólóa-
lag á henni.“
Kvikmyndin
Salt frumsýnd
á Stöðvarfirði
Siðastliðinn föstudag var
kvikmyndin „Salt” frumsýnd á
Stöðvarfirði, en hún er að stór-
um hluta tekin upp þar. Sýn-
ingin fór fram í grunnskólan-
um fyrir fullu húsi við mikla
hrifningu sýningargesta.
„I myndinni er fléttað saman
nútíma ástarsögu og þjóðsögu
um stúlku sem tengist hafinu á
afar sérstæðan hátt. Tekst leik-
stjóra og handritshöfundi, Brad
Grey, að gera úr því magn-
þrungið listaverk sem lætur
engan ósnortinn.
Salt verður tekin til sýninga í
Reykjavík síðar í þessari viku
en hún hlaut verðlaun á kvik-
myndahátíð í Berlín fyrr á
þessu ári.”
www.faskriidsjjordur. is
sagðifrá.
Frímann Sveinsson
sýnir í Nesbæ
I Nesbæ hefur ný sýning ver-
ið opnuð en að þessu sinni er
það Frímann Sveinsson sem
sýnir vatnslitamyndir í kaffi-
húsinu. Frímann hefur haldið
tvær einkasýningar og tekið
þátt í tveimur samsýningum.
Hann býr á Húsavík.
Sé heiminn í mótívum
Endalaust hægt
að taka myndir
á Eskifirði
„Ég hef séð heiminn í mó-
tívum frá því að ég var barn,”
segir Helgi en hann byrjaði
að taka myndir ungur að
árum. „Annars eru tækin
orðin það góð að það getur
nánast hver sem er tekið
góða ljósmynd,” bætir hann
við af dæmigerðri hógværð.
Myndirnar hans Helga bera
vott um þessa hógværð og
Helgi Garðarsson, Ijósmyndari. eru látlausar og kyrrlátar líkt
og maðurinn sem tekur þær
virðist vera.
Helgi Garðarsson, hirðljós-
myndari Eskfirðinga, sýnir nú
myndir í Kirkju- og menningar-
miðstöðinni á Eskifirði. Á sýning-
unni eru Eskfirðingar sýndir frá
hinum ýmsu hliðum en Helgi hef-
ur á undanfornum árum lagt sig
fram við að ná myndum af sem
flestum íbúum Eskiijarðar og ná-
grennis. Iðja Helga er orðin það
þekkt að margir koma til hans og
biðja hann um að taka mynd af sér.
Það var séra Davíð Baldursson,
prestur á Eskifirði, sem átti frum-
kvæðið að sýningunni en þetta er
sú fyrsta sem Helgi heldur.
Efniviður Helga er fyrst og
fremst umhverfi Eskifjarðar og í-
búarair. “Utbærinn er svolitlu upp-
áhaldi hjá mér enda var ég alinn
upp þar,” segir Helgi og fullyrðir
að það sé endalaust hægt að taka
myndir á Eskifirði, sami staðurinn
getur verið ólíkur eftir sjónarhomi
eða birtu.
Sýningin stendur til 28. nóvent-
ber. Einnig má skoða myndir sem
Helgi hefur tekið í gegnttm tíðina
á heimasíðunni hans. Slóðin er:
www.simnet.is/hgard/
Aldrei tapað
fegurðarsam-
keppni
Ævisaga Lindu Pétursdóttur
kynntá Vopnafiröi
Linda Pétursdóttir Vopnfirð-
ingur og fyrrum alheimsfegurð-
ardrottning hefur lifað tímana
tvenna: Hún hefur unnið allar
fegurðarsamkeppnir sem hún
hefur tekið þátt í og var valinn al-
heimsfegurðardrottning, auk þess
sem hún hefur verið ein umtalað-
asta kona landsins. Færri vita þó
að hún hefur líka hótað að skjóta
sveitarstjóra. í nýrri bók sem
kemur út nú fyrir jólin og fjallar
um Lindu og lífssögu hennar
kemur þetta m.a. fram. Það er
blaðamaðurinn og rithöfundurinn
Reynir Traustason sem skrásetti
sögu þessarar frægustu dóttur
Austurlands sem svo sannarlega
hefur frá ýmsu að segja. Reynir
og Linda heimsóttu æskuslóðir
Lindu á Vopnafirði á dögunum
og kynntu bókina „Ljós og
skugga,, þar sem hún einu sinni
sippaði og flakaði fisk. Blaða-
maður Austurgluggans fékk sér
kaffibolla með Reyni Traustasyni
og ræddi aðeins við hann um
bókina og gerð hennar.
„Bikarinn í botn"
„Þetta er lífssaga konu sem
hefúr upplifað bæði sorgir og
gleði, rétt eins og við hin, og
drukkið bikar lífsins í botn.
Þetta er saga um ljós Lindu og
skugga og ekki hefðbundin ævi-
saga í þeim skilningi,” segir
Reynir næsta fjarrænn á svip
aðspurður um bókina og efni
hennar. Hann segir bókina vera
einlægt uppgjör Lindu við tíma-
bil í lífi sínu sem var bæði gott
og slæmt. Það mótaði þó þá
manneskju sem hún er í dag. En
er eitthvað sem þjóðin veit ekki
um þessa konu - óskabarn þjóð-
arinnar og jafnvel stofustáss ef
svo mætti að orði komast?
Reynir segir svo vera enda hefur
Linda ekki verið mjög iðin við
að hleypa þjóðinni að sjálfri sér
gegnum árin enda barist við
alkóhólisma og þunglyndi sam-
fara þeim sjúkdóm sem hafi
gert það að verkum að hún hafi
snemma sett upp grímu - grímu
sem hún sé nú laus við. „Linda
var ung þegar hún þurfti að taka
að sér hlutverk fegurðardrottn-
ingarinnar og þar lærði hún að
halda andlitinu út á við sama á
hverju dundi. Hún setti upp
grímu sem hún er nú laus við -
það kemur fram í bókinni
hvernig henni tókst það,” segir
Reynir en hann er einnig höf-
j
m i í
' B Ælj { m • l !
ý - f 'i'—‘C- |
Linda Pétursdóttir og Reynir Traustason.
Mynd: Vopnafjörður.is
undur bókarinnar „Sonja” sem
kom út í fyrra og seldist vel.
Hótaði að skjóta
sveitarstjórann
I bókinni koma fyrir augu al-
mennings kaflar úr lífi Lindu sem
fáir - ef jafnvel nokkur auk henn-
ar og hennar nánustu - vissu um.
Sem dæmi fjallar hún um ofbeldi
sem hún var beitt af fyrrum sam-
býlismanni sínum, skosku fyrir-
sætunni Les Robertson, auk á-
fengisvandamáls sem hún glímdi
við samhliða og tók nærri líf
hennar. Einnig er sögð sagan af
því þegar Linda ung að árum hót-
aði að skjóta sveitarstjórann þá-
verandi á Vopnafirði ef hann
skyti hund hennar. Enda kemur
það fram í bók Lindu að hún er
mikill hundavinur og ferfættir fé-
lagar jafnan fylgt henni. En er
ekki erfitt að skrifa bók þar sem
viðmælandinn þarf að opna sig
um jafn viðkvæm mál og Linda
gerir í bókinni? „Jú það er virki-
lega erfitt enda tók þetta á en var
í leiðinni held ég bara hollt fyrir
okkur bæði,” segir Reynir sem
segir helsta mun þessarar bókar
og þeirrar sem hann skrifaði síð-
ast vera þá að Linda sé margfalt
opinskárri en fyrri viðmælendur
hans.
Það þarf enginn að
hræðast þessa bók
Þó bókin sé vissulega uppgjör i
þeim skilningi segir Reynir hana
ekki vera uppgjör við samferða-
menn. Linda sé fyrst og fremst að
gera upp tímabil í lífi hennar sem
hafi tekið á hana og endað með
röð sjálfsvígstilrauna og að lok-
um sigri þegar henni auðnaðist að
segja skilið við líf virka alkó-
hólistans og standa uppi sem sig-
urvegari. „Mér finnst, hún vera
sigurvegari enda er ekki auðvelt
að gera það sem hún gerir með
þessari bók - að segja söguna ná-
kvæmlega eins og hún var, um-
búðalaust.“