Austurglugginn - 20.11.2003, Síða 15
Fimmtudagur 20. nóvember
AUSTUR • GLUGGINN
15
ÍÞRÓTTA FRÉTTIR
Umsjón: helgi@agI. is
íslandsmótið í glímu - Leppin-mótaröðin
Ólafur Gunnarsson
efstur til íslands-
meistara
Hattarar
óheppnir
gegn ÍS
- misstu niður unninn leik
á síðustu 5 mínútunum
Fyrsta umferð Leppin-móta-
raðarinnar stigakeppni til ís-
landsmeistara fór fram á Laugar-
vatni síðastliðinn fimmtudag.
UÍA átti tvo keppendur á mótinu,
þá Ólaf Gunnarson sem keppti í
unglingaflokki og opnum flokki
karla og Snæ Seljan Þóroddsson
sem keppti í karlaflokki -85 kg
og opnum flokki karla.
Ólafur vann!
Ólafur gerði sér lítið fyrir og
sigraði unglingaflokkinn eftir
að hafa verið jafn í fyrsta og
öðru sæti við Pétur Gunnarsson
úr HSÞ og glímt við hann úr-
slitaglimu og lagt hann. Ólafur
stendur því vel að vígi í stiga-
keppninni til íslandsmeistara
eftir fyrsta mótið. Snær, sem
varð tvöfaldur íslandsmeistari í
fyrra í unglinga- og karlaflokki
-85 kg., náði ekki eins góðum
árangri nú og endaði í íjórða
sæti í hvort tveggja opnum
flokki og -85 kg.
„Á góða möguleika"
Ólafur Gunnarsson UÍA vann
sem fyrr segir unglingaflokkinn í
l. umferðinni eftir að hafa glímt
til úrslita við Pétur Gunnarsson
og fellt hann með glæsilegri
sniðglímu eftir æsispennandi
glímu þar sem hart var tekist á.
Þetta er í fyrsta sinn sem Ólafur
fær gull á Islandsmóti en hann
hefur æft glímu síðan hann var 8
ára. „Þetta var mjög jafnt mót og
mikil stemmning, fjöldi áhorf-
enda og ekkert gefið fyrirfram,”
sagði Ólafur Gunnarsson við
mótslok. Hann segir þennan sig-
ur gefa góða von um framhaldið
en eins og fyrr segir er Leppin-
mótaröðin stigakeppni til ís-
landsmeistara. „Ef ég vinn þau
tvö mót sem eftir eru þá verð ég
íslandsmeistari en það þarf að
vinna þau áður en það verður og
miðað við hvernig þetta mót var
þá verður það jöfn keppni.”
Æfir sex sinnum í viku
Ólafur sem er 19 ára gamall
Reyðfirðingur og starfar í neta-
gerð Friðriks Vilhjálmssonar í
Neskaupstað er ekki eini glímu-
maðurinn í sinni fjölskyldu en
pabbi hans Gunnar B. Ólafsson
æfði líka glímu á gullaldarárum
glímunnar á Reyðarfirði. „Ég hef
nú reyndar ekki glímt við kallinn
en ég hugsa að ég hefði hann.
Hann fékk nú reyndar einhvern
tíma brons í glímunni hérna í
gamla daga,” segir Ólafur sem
æfir 6 sinnum í viku þessa dag-
anna, tvisvar á glímuæfingum og
svo lyftir hann með félögum sín-
um íjórum sinnum í viku.
Glíma er nú einungis stunduð
á einum stað á Austurlandi, á
Reyðarfirði, en þar stunda nú
tuttugu til þrjátíu börn og ung-
lingar af báðum kynjum æfingar
hjá Val.
Röð efstu manna á mótinu á
Laugarvatni var annars þessi í
flokkunum þremur:
Unglingaflokkur
1. Ólafur Gunnarsson,
UÍA, 2+1 vinn
2. Pétur Gunnarsson,
HSÞ, 2+0 vinn
3. Jón Kristinsson,
HSK, 1 vinn
Karlar - 85 kg
1. Pétur Eyþórsson, UV, 5 vinn
2. Helgi Bjarnason, KR, 4 vinn
3. Sigurjón Pálmarsson,
HSK, 3 vinn
4. Snær Seljan Þóroddsson,
UÍA, 2 vinn
Karlar opinn flokkur
1. Ólafur Oddur Sigurðsson,
HSK, 4,5 vinn
2. Stefán Geirsson, HSK, 4 vinn
3. Pétur Eyþórsson, UV, 3,5 vinn
4. Snær Seljan Þóroddsson,
UÍA, 2 vinn
Það ætlar svei mér ekki af
körfuknattleiksliði Hattar að
ganga þessa dagana. Um helgina
tapaði liðið gegn íþróttafélagi
stúdenta á Egilsstöðum með 67
stigum gegn 76. Eftir leikinn duttu
Hattarar niður í næstneðsta sæti 1.
deildar þar sem þeir sitja með 2
stig eftir 5 leiki.
Yfir nær allan leikinn
Að sögn Hannibals Guðmunds-
sonar, annars þjálfara Hattar, voru
Hattarar heldur sofandi á verðin-
um undir lok leiksins enda höfðu
þeir leitt leikinn allt þar til fimm
mínútum fyrir leikslok að ÍS
Á dögunum fékk ungmennafé-
lagið Valur nýja íþróttagalla sem
eins og sést á myndinni virðast
ætla að verða nýjasti tískufatnað-
komst yfir 62-63. Stúdentar héldu
svo forystunni það sem eftir lifði
leiksins. „Þetta var bara algjört
klúður að missa þetta svona nið-
ur,” segir Hannibal. „Hryllilegt að
vera yfir allan tímann og missa
svo niður unnin leik alveg rétt í
blálokin.” Besti maður Hattar í
leiknum var Júgóslavinn Bosko
Boskovic en hann var einnig stiga-
hæstur Hattara í leiknum.
Hattarar fá nú gott fri til að
hrista sig saman fyrir næstu leiki
sem verða 6. og 7. desember en þá
leikur liðið við Ármann/Þrótt og
lið ÍG frá Grindavík.
urinn í álbænum. Myndin var tek-
in fyrir utan grunnskóla Reyðar-
íjarðar við lok þemaviku en eitt
þema vikunnar var einmitt tískan.
»111»»• i • --i- --y11 “ v,j jm
Huginn 90 ára
Valmenn í
nýjum göllum
Litlir „sundþróttarar"
Það er ávallt mikið að gera hjá
sunddeild Þróttar á Norðfirði og
tíunda nóvember sl. var haldið mót
fyrir yngstu sundiðkendurna i öðr-
um, þriðja og fjórða bekk undir yf-
irskriftinni „Litli sundþróttarinn.”
„Við vildum halda smá mót fyr-
ir þau“ segir Guðlaug Ragnars-
dóttir, þjálfari sunddeildar Þróttar.
„Með þessum hætti erum við að
halda starfinu lifandi og halda at-
hygli krakkanna".
Veitt voru viðurkenningarskjöl
fyrir fyrsta, annað og þriðja sætið
en keppt var í 50 metra bringu-
sundi og 50 metra skriðsundi.
Yngstu sundiðkendurnir tóku é því i siðustu viku.
Afmælishátíð
um næstu helgi
Ungmennafélagið Huginn á
Seyðisfirði verður 90 ára á
þessu ári og í tilefni þess ætla
Seyðfirðingar að efna til afmæl-
ishátíðar um helgina þar sem
ýmislegt verður um að vera. Á
föstudaginn er stefnt að því að
Jóhann Sveinbjörnsson, bæjar-
gjaldkeri og fyrrum - eða núver-
andi - fimleikamaður segi sögu
Hugins og útlisti fyrir yngri
kynslóðinni hvernig íþróttaiðk-
un var á árum áður. Á laugar-
daginn ætla svo Huginsmenn að
standa fyrir hátíð í sundlauginni
og íþróttahúsinu auk þess sem
grímuball verður haldið á Hótel
Öldunni fyrir yngri kynslóðina
undir kvöldið. Hinir eldri og
reyndari ætla þó ekki að láta
börnin alfarið um grímubúning-
ana því um kvöldið er gert ráð
fyrir því að eldri kynslóðin hitt-
ist á grímuballi á Hótel Öld-
unni. Á sunnudaginn er svo há-
tíðardagskrá í íþróttahúsinu þar
sem boðið verður upp á kaffi og
með því.