Austurglugginn


Austurglugginn - 20.11.2003, Side 16

Austurglugginn - 20.11.2003, Side 16
Heimasíða Hitaveitu Egilsstaða og Fella HEF www.hef.is Austur*gluggÍTm Fimmtudagur 20. nóvember f 477 1750 Munið heimasíðuna okkar www.asa.is STARFSGREINAFÉLAG AUSTURLANOS Lífeyrissjóður- inn áfrýjar Kárahnjúkar: Slökkvilið vanbúið og brunavörnum ábótavant Æfingabíll Brunamálastofn- unar hefur staðiö ónotaður og ó- hreyfður við flugvöllinn á Egils- stöðum í rúma tvo mánuði en honum var komið austur í byrj- un september þar sem honum var ætlað að nýtast við þjálfun útkallsliðs á Kárahnjúkum. For- stöðumaður Brunavarna Héraðs segir slökkviliðið sem sett var saman á Kárahnjúkum í byrjun október vera vanbúið og því ekki í stakk búið til að takast á við eldsvoða á staðnum. Hann segir brunavörnum við aðgöng 1 og 2 vera ábótavant enda séu þar ein- ungis handslökkvitæki til taks við svefnskála auk þess sé við- vörunarkerfi ekki tengt stjórn- stöð brunavarna á svæðinu eins og getið er í samningi. Ekki fært um að takast á við stærri eldsvoða „Ég fór þarna uppeftir í eftirlits- ferð síðastliðinn fimmtudag og sá þá að lítið hafði verið gert síðan ég var þarna síðast og málin því eng- an veginn í ásættanlegu horfi á þeim stöðum sem við höfum lagt höfuðáherslu á - eða i vinnubúðum starfsmanna,” segir Baldur Páls- son, slökkviliðsstjóri og eftirlits- maður brunavama á svæðinu, í samtali við Austurgluggann. Bald- ur segir slökkviliðið sem sett var saman á svæðinu af Impregilo ekki í stakk búið til að takast á við elds- voða enda sé það vanbúið og ó- þjálfað, tækjabúnaður sé ekki til staðar auk nauðsynlegs útbúnaðar fyrir slökkviliðsmennina. „Á- standið er þvi miður ekki viðun- andi þarna ennþá og menn ekki færir um að takast á við það ef til þess kemur að kviknar í.” Slökkvi- liðsbíll kom á svæðið um miðjan september að sögn Baldurs en slökkviliðið hefur þó litla æfingu fengið. „Það hefur verið haldið eitt námskeið fyrir útkallsliðið á þess- um tíma - sem er ekki nógu gott,” segir Baldur. „Viðvörunarkerfi ekki tengd við stjórnstöð" „Ég hef sent þeim greinargerð varðandi þetta mál allt og form- lega aðvömn um að tekið verði á málum þama t.d. varðandi það að brunaviðvörunarkerfi sem komið var upp í hluta vinnubúðanna sé ekki tengt við stjórnstöðina þarna uppfrá eins og um hafði verið samið,” segir Baldur. í eftirlits- ferðinni síðastliðinn fimmtudag var að sögn Baldurs einnig gerð at- hugun á brunavörnum við að- komugöng á svæðinu. Hann segir brunavarnir við þau göng sem skoðuð voru í ferðinni - aðkomu- göng 1 og 2 - ekki í viðunandi horfi. „Ástandið við göngin var ekki nógu gott og búnaður ekki til staðar sem þar á að vera, nema handslökkvitæki við svefnskála og mötuneytin sem er lágmarksút- búnaður og ekki nóg,” segir Bald- ur Pálsson, yfirmaður brunavarna Héraðs. helgi@agl.is Stjórn Lífeyríssjóðs Austur- lands ákvað 4. nóvember sl. að á- frýja dómi Héraðsdóms Reykja- víkur sem felldur var föstudaginn 31. október sl. Þá var fyrrverandi framkvæmdastjóri LA sýknaður en sjóðurinn krafðist skaðabóta vegna kaupa framkvæmdastjór- ans á skuldabréfum af Burnham International án þess að kaupin færu fyrir stjórn. Þetta lán tapað- ist vegna gjaldþrots Burnham International og Lífeyrissjóðurinn fór því fram á skaðabætur sem hljóðuðu upþ á 54 milljónir króna. Ekki skylt að leita samþykkis stjórnar í niðurstöðu dómsins segir meðal annars að það „...þykir ekki sjálfgef- ið, að umrædd skuldabréfakaup hafi verið svo óvenjuleg eða meiri háttar, að stefnda hafi verið skylt að leita samþykkis stjórnar...” Á hinn bóg- inn kemur einnig fram í dómnum að ef litið væri til fjárhæðar skulda- bréfsins, lánstímans (tíu ár) og óvissrar stöðu Burnham á fjármála- Frá tíunda janúar á næsta ári mun ferjan Norræna hefja áætl- unarferðir til Seyðisfjarðar einu sinni í viku. Norræna hefur að- eins siglt til Seyðisfjarðar yfir sumarmánuðina og því eru þetta gleðifréttir fyrir Seyðfirðinga en atvinnulífið á Seyðisfirði hefur átt undir högg að sækja undanfarið. markaði að þá hefði framkvæmda- stjórinn sýnt af sér gáleysi með kaupunum. Þá kemur fram að framkvæmda- stjórann hafi vantað aðhald frá stjórn. Þar segir m.a: „Að öllum málsvikum virtum, aðhaldsleysi og afskiptaleysi stjómar stefnanda af störfum stefnda, skort á reglum og fyrirmælum og til þess, að stefndi virðist engan hag hafa haft af um- ræddum lögskiptum...“ þykir rétt að fella niður bótaábyrgð stefnda. Lögð fram áfrýjunar- stefna í byrjun desember Eins og áður sagði ætlar LA að á- frýja dómnum og segir Hulda Rós Rúriksdóttir, sem rak mál LA í Hér- aðsdómi Reykjavíkur, að unnið sé í málinu og lögð verði fram áfrýjunar- stefna að öllum líkindum í byrjun desember. „Við erum mjög ósátt við þennan dóm. Við munum halda kröfum okkar til streitu og reyna að fá honum breytt,” sagði Hulda Rós i samtali við Austurgluggann. jonknutur@agl. is Tryggvi Harðarson, bæjar- stjóri á Seyðisfirði, er að vonum mjög sáttur. „Við erum að sjálf- sögðu afar ánægð með þetta. Þetta verður viðbót við sum- artraffíkina. Reynslan mun svo skera úr um hvort hér verði um heilsárssiglingar að ræða og vonandi verður svo um langa framtíð,” sagði Tryggvi í sam- tali við Austurgluggann. ÆfingabíH Brunamálastofnunar við Egilsstaðaflugvöll. Þar hefur hann staðið ó- hreyfður í tvo mánuði og beðið þess að verða sóttur af Impregilo en hann á að notast til að þjálfa upp slökkvilið sem fyrirtækið er ábyrgt fyrir á virkjanasvæðinu. Norræna hefur áætlunarferðir til Seyðisfjarðar í janúar Nú á dögunum voru haldnir þemadagar I grunnskólanum á Eskifirði. Nemendur tóku að sér alls kyns hlutverk og á þessari mynd sjást tveir þeirra I „ konunglegum" stellingum og njóta að sjálfsögðu verndar lögreglumanns sem er svo ábúðarmikill á svip að halda mætti að hann væri búinn með lögregluskólann tvisvar. En þarna eru sum sé Ólafur og Dorrit að heiðra skólastjórann, Hilmar Sigurjónsson, með nærveru sinni. Mynd: gþ TM-ÖRYGGI fyrir fjölskylduna sameinar öll tryggingamálin á einfaldan og hagkvæman hátt - a öllum sviöum! SAMKAUP Verstið þar sem EGILSSTÖÐUM úrvalið er... Opió ...allt í einni ferð mánud. - föstud. 9-19 wz/2tmrrm laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 EGILSSTÖÐUM

x

Austurglugginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.