Austurglugginn


Austurglugginn - 24.06.2016, Blaðsíða 11

Austurglugginn - 24.06.2016, Blaðsíða 11
 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 24. júní 11 Guðni Th. Jóhannesson fæddist í Reykjavík 26. júní árið 1968. Hann er ekki ættaður af Austurlandi en á þar marga góða vini. Hann á góðar æskuminningar af fjölskylduferðum til Austurlands og er sérstaklega minnisstætt að koma til Seyðisfjarðar með Smyrli og sjá Ísland rísa úr sæ. Guðni skipulagði ráðstefnu á Eiðum árið 2005. „Ég er í framboði til embættis for- seta Íslands vegna þess að ég hef sterka sannfæringu fyrir því hvernig forseti á að vera til að embættið nýtist sem best, landi og þjóð til heilla. Að mínu mati á forseti að standa utan og ofan við flokka og fylkingar og hefja sig þannig yfir dægurþras stjórnmálanna. Það þýðir þó alls ekki að forseti sé skoðanalaus eða að hann haldi sig til hlés. Forseti á að vera í nánu sambandi við þjóðina, hlusta á hvað brennur á fólkinu í landinu og beita áhrifavaldi sínu til að koma mikilvæg- um málum á dagskrá. Þannig getur hann látið gott af sér leiða og staðið vörð um réttindi allra Íslendinga, óháð búsetu og efnahag. Ef þú ert sammála minni sýn á embætti forseta Íslands og treyst- ir mér til að fylgja henni af festu og heilum hug, þá óska ég eftir stuðningi þínum í kosningunum þann 25. júní. Nái ég kjöri heiti ég því að bregðast ekki traustinu.“ Guðrún Margrét Pálsdóttir er fædd í Reykjavík þann 15. mars 1959. Hún hjólaði um Austfirði þegar hún var tvítug og hefur heimsótt svo til alla byggðakjarna á Austfjörðum. Uppáhaldsáfanga- staður fjölskyldu hennar í sumarfríum er Atlavík en þar reyna þau að tjalda sem næst Fljótinu. „Í viðtali á Bylgjunni og visir.is var innsiglað kosningaloforð mitt að fyrsta opinbera heimsókn mín í starfi forseta yrði á Austfirði. Ástæða þessa kosningaloforðs var spurning frá ungri stúlku hvort ég myndi heimsækja Austfirði oftar en núverandi forseti. Ég vil sem forseti leggja áherslu á að heim- sækja fólk á landsbyggðinni. Austfirðingar eru trúaðastir landsmanna samkvæmt nýlegri könnun og ég finn þar samhjóm um mikilvægi þess að rækta hinn kristna trúararf, að við höggvum ekki á rætur okkar sem þjóðar. Í skógræktinni eigum við einnig samhljóm. Aust- firðingar hafa verið í fararbroddi varðandi skóg- rækt en eitt áherslumálið mitt er einmitt aukin skógrækt, bæði til að græða landið okkar og til að sporna gegn óæskilegum loftslagsbreytingum sem ógna lífi á jörðu. Við gætum án efa einnig sam- einast um að hafa kærleikann að leiðarljósi, staðið saman og hjálpað þeim sem minna mega sín. Ég held því að við gætum átt góða samleið og sam- vinnu ef ég yrði kjörin forseti Íslands.” Hildur Þórðardóttir er fædd í Reykjavík 2. desem- ber árið 1967. Hún hefur mikið dálæti á Hallorms- staðaskógi en langafi hennar Agner Kofoed-Hansen var fyrsti skógræktarstjórinn. „Í hvert sinn sem ég dvel í Hallormsstaðaskógi er eins og tímarnir renni saman, tíminn hans og tíminn minn. Fyrir mér er forseti sameiningartákn þjóðarinnar, málsvari lýðræðis og samfélagsþróunar, öryggis ventill fólksins gagnvart Alþingi og boðberi frið- ar í heiminum. Ég tala fyrir því að fólk skipti meira máli en peningar og samfélagið meira máli en hagræðing. Ég vil vera forseti fólksins sem heimsækir landið allt reglulega og hlusta á fólkið. Ég á heimboð í Stólpa og hlakka mikið til að heimsækja starfs- fólkið þar. Við erum nefnilega öll jafn mikilvæg í samfélaginu. Ég spái því að vegur landsbyggðarinnar muni vaxa í framtíðinni því fólk mun sækja í minni sam- félög, einfaldara líf og meiri lífsgæði. Landsbyggðin stendur sig vel í þeirri þróun með fjarfundabúnaði og samvinnu þvert á landshluta. Saman getum við búið til samfélag þar sem allir skipta máli og allir fá tækifæri til að blómstra. Í mínum huga skiptir fólk meira máli en peningar.” Halla Tómasdóttir fæddist í Reykjavík þann 11. október 1968. Hún vann á unglingsárum í fiski bæði í Neskaupstað og á Djúpavogi. Tengdamóðir hennar er frá Djúpavogi og maðurinn hennar, Björn Skúlason, spilaði knattspyrnu eitt sumar á Seyðisfirði. „Mér er afar hlýtt til Austurlands og Austfjarða, þar er náttúrufegurðin ólýsanleg og þar lærði ég að vinna. Ég var nýfermd þegar ég fór að vinna í fiski í Neskaupstað og sextán ára gömul réð ég mig í sumarvinnu hjá Búlandstindi á Djúpavogi. Þar var byrjað að vinna klukkan 6 á morgnana og haldið áfram fram eftir kvöldi sex daga vik- unnar. Ég þakka Austfjörðum og Austfirðing- um fyrir tækifærið sem ég fékk og fyrir að hafa kennt mér virði vinnusemi og dugnaðar. Ég tel að Austfirðingar og Íslendingar allir geti notið góðs af duglegum forseta sem er óhræddur við að láta verkin tala. Ég trúi á jafnrétti og jöfn tækifæri fyrir alla, þar á búseta ekki að skipta máli. Forseti getur gert heilmikið gagn fyrir fólkið í landinu og það er mikilvægt að hafa hugfast að forseti er í þjónustu þjóðarinnar. Ég er tilbúin til að leggja mig fram um að vinna fyrir hag lands og þjóðar, tala fyrir heiðarlegu og réttlátu samfélagi, og ég vil að forseti leiði umræðu um stóru málin sem varða okkur öll. Ég vil gjarnan taka samtal við Austfirðinga um hvernig nýta megi tækifærin sem búa í náttúru og mannauði Austurlands og hvernig forseti geti stutt við skapandi starf og uppbyggingu í landsfjórðungnum.” Sturla Jónsson: Svör bárust ekki frá framboðinu.

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.