Austurglugginn - 24.06.2016, Qupperneq 12
Fautaveldið
Einu sinni mætti ég á fund bara til
þess að geta kallað Björn Bjarnason
fasista. Svona augliti til auglitis. Láta
hann hafa það óþvegið. Fundur-
inn var fámennur - samanstóð af
nokkrum miðaldra körlum sem
fannst sennilega ekki mikið til yfir-
lýsingarinnar koma. Stelputuðran
hafði augljóslega smyglað sér inn á
þessa samkomu - sem þó var aug-
lýst sem opinn fundur. Ég gekk
út sigri hrósandi en með ákafan
hjartslátt. Björn missti sennilega
ekki svefn yfir þessari uppákomu,
en þarna hafði ég tekið pláss sem
var ekki ætlað mér og annað var
aukaatriði.
Í efri bekkjum grunnskóla fór ég að
prófa mig áfram með að rífa kjaft.
Mér fannst það alltaf óþægilegt
og erftt þó svo að ég hefði aldrei
viðurkennt það á sínum tíma. Ég
var afburðanemandi en leiddist
skelfilega. Fékk ekki þá athygli sem
ég þurfti og átti skilið og hataði
að heyra endalaust hvað ég væri
dugleg og prúð án þess að vera
tekin alvarlega. Svo ég varð dóni.
Ég man hvernig mér leið í fyrstu
skiptin sem ég reif kjaft við kennar-
ana. Ég vissi að það var bannað og
dónalegt og ég var alin upp við betri
siði. Hjartslátturinn sem fylgdi í
kjölfarið var svolítið eins og að
reykja í fyrsta skipti - óþægilegur
og bragðvondur en vandist óþægi-
lega vel og varð ávanabindandi. Að
sjá plássið sem hægt var að taka
með því bara að opna munninn
þegar þess var ekki óskað veitti
mér sigurtilfinningu. Vald yfir
aðstæðum. Ringulreið sem var
mitt eigið sköpunarverk - í heimi
þar sem fullorðið fólk átti orðið,
ekki litlar, prúðar stelpur sem rifu
skyndilega kjaft - öllum að óvör-
um og kannski mest þeim sjálfum.
Sú var tíðin að íslensk pólitík snerist
um að fullorðnir menn skoruðu
hvern annan á hólm og börðust
til síðasta blóðdropa. Valdið var
þess sem stóð eftir ódauður og
kom manngæsku eða áhuga á betra
samfélagi lítið við. Með tíman-
um slíðruðu menn svo sverðin og
létu það nægja að munnhöggvast.
Áhrifamesta fólkið í samfélaginu
sem ól mig upp voru fullorðnir
menn í missmekklegum jakkafötum
að rífast. Að láta hvern annan hafa
það óþvegið.
Ég var öskureiður unglingur og hélt
að reiðin væri vald þar til ég náði
tökum á henni. Þá fyrst áttaði ég
mig á því hvað vald er. Dólgslætin
veittu mér vissulega pláss, en höfðu
ekki djúp áhrif á neitt í heimin-
um. Þau voru sprottin af vanlíð-
an og ollu slíkri. En þannig talar
þetta samfélag alltof oft saman.
Mögulega því á okkur er ekki
hlustað nema við séum dólgar og
fautar. Þannig er hefðin. Valdið
er dólganna.
Sáttin sem skapast við að fylgja
hjartanu í samskiptum yfirtók á
endanum fíknina í dólgslætin.
Spennuna sem fylgdi því að vaða
yfir og þverbrjóta. Ef við viljum
betra samfélag þá þurfum við að
byrja á okkur sjálfum. Hafna bar-
áttuaðferðum dólganna í stað þess
að upphefja þær. Vera svolítið góð
við hvert annað og hætta að veita
þeim vald sem viðhalda fauta-
veldinu. Endalok þess eru okkur
öllum í hag.
Kolbeinn Ísak Hilmarsson frá Egils-
stöðum hefur stefnt að því að verða
flugmaður alla tíð, en hann lýkur
atvinnuflugmannsréttindum nú í
ágúst, aðeins tvítugur að aldri.
„Ég hef haft áhuga á flugi síðan ég man
eftir mér og þetta er það sem ég hef
alltaf stefnt á,“ sagði Kolbeinn Ísak
í samtali við Austurgluggann.
Það er langt og margþætt ferli að
ljúka atvinnuflugmannsréttindum,
fyrst þarf að taka einkaflugmanns-
réttindi og Kolbeinn var aðeins 15
ára gamall þegar hann fór í fyrsta
flugtímann.
„Maður má í rauninni fara í flug-
tíma hvenær sem er þar sem ábyrgðin
er á kennaranum en ekki er hægt að
taka einkaflugmannsprófið fyrr en 17
ára. Ég tók því einn og einn tíma frá
því ég var 15 ára og á fyrstu önninni
minni í Menntaskólanum á Egils-
stöðum var ég samhliða í bóklegu
einkaflugmannsnámi í fjarnámi frá
Keili. Ég kláraði það á einni önn, svo
tímana og lauk einkaflugmannspróf-
inu þegar ég var rétt rúmlega 17 ára,“
segir Kolbeinn.
Kolbeinn hélt áfram námi sínu við
menntaskólann en mörg flugfélög
gera kröfu um stúdentspróf. Til þess
að fá að halda áfram námi og fá vinnu
sem flugmaður þarf að safna ákveðn-
um tímafjölda í flugi, sem eru í dag
a.m.k. 300. Kolbeinn hafði lokið 50
í einkaflugmannsprófinu.
„Ég var svo heppinn að fá leigða vél
til að safna tímum hér fyrir austan og
með henni náði ég 150 tímum. Eftir
útskrift úr menntaskóla fyrir rúmu
ári fór ég suður í bóklega námið við
Keili. Vegna þess hve mikið ég var
búinn að fljúga fékk ég að taka verk-
lega tíma meðfram náminu og því
kláraði ég megnið af því núna eftir
áramót og á aðeins 15 tíma eftir.“
Kolbeinn dúxaði í bóklega náminu
og mun klára atvinnuflugmanns-
réttindin nú í ágúst.
„Við tökum öll bókleg próf tvisvar,
fyrst í skólanum sem gefur próftöku-
rétt hjá Samgöngustofu. Þetta eru
fjórtán próf en meðaleinkunnin
mín frá Keili var 9,77 og hin 9,86.
Það er önnur hæsta einkunn í sögu
Keilis en ég veit ekki með hina. Ég
hef alltaf átt auðvelt með að læra en
aldrei sett eins mikinn kraft í það og
í vetur, sem var ekki erfitt því þetta
var svo skemmtilegt.
Ég á aðeins 15 verklega tíma eftir
og einnig eitt námskeið í ágúst í
áhafnasamstarfi. Að því loknu mun
ég útkrifast með fjölhreyflaáritun,
blindflugsáritun og atvinnuflug-
mannsskírteini, en þá er ég orðinn
fullgildur umsækjandi og uppfylli til
dæmis allar kröfur hjá Icelandair.“
En hvað er svona spennandi við
flugið? „Það er frelsið. Það hefur líka
drifið mig áfram að mér finnst heill-
andi að klára þetta ungur og starfa
við millilandaflug og upplifa heim-
inn í gegnum það. Það eru spennandi
tímar og mikill uppgangur hjá milli-
landaflugfélögunum þannig að ég
ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn,“
segir Kolbeinn að lokum.
KBS
Þórunn Ólafsdóttir
Lokaorð
vikunnar
Kolbeinn hefur ætlað sér að verða flugmaður frá því hann man fyrst eftir sér.
Vill upplifa heiminn gegnum flugið