Austurglugginn - 29.07.2021, Blaðsíða 9
AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 29. júlí 9
Sól og blíða hefur einkennt veðrið
á Austurlandi undanfarinn mánuð.
Nú um miðja vikuna tók blíðan
stutt leikhlé bændum og búaliði til
mikillar ánægju. Það sumsé rigndi
á ný eftir mikinn þurrk á síðustu
vikum.
En langtímaspár sýna að sól og hiti
mun áfram gleðja íbúa Austurlands
og þá ferðmenn sem heimsækja
fjórðunginn. Á föstudag er til
dæmis spáð yfir tuttugu stiga hita
og heiðskíru veðri á Egilsstöðum.
Ferðamenn hafa komið í
hrönnum og oft hefur þurft að loka
tjaldstæðum þar sem þau voru orðin
fullsetin. Þar að auki hefur verið
fullbókað á flestum gististöðum og
hótelum undanfarinn mánuð.
Trausti Jónsson veðurfræðingur
fjallaði um hitabylgjuna á Austur-
og Norðurlandi á bloggi sínu á mbl.
is í vikunni. Hann segir að sennilega
verði fyrri hitamet á þessum slóðum
slegin hvað júlímánuð varðar.
„Meðalhámarkshiti er einnig
óvenju hár, meiri en 20 stig, hæstur
á Hallormsstað 21,7 stig - sýnist
ritstjóra hungurdiska í fljótu bragði.
Líklegt er að þessar vægast sagt
óvenjulegu tölur lækki heldur næstu
daga, en þó lítur nokkuð vel út með
að júlímeðalhitamet verði slegin á
allmörgum stöðvum og sá möguleiki
er einnig fyrir hendi að við fáum að
sjá hærri mánaðarmeðalhita en sést
hefur áður hér á landi á einhverri
stöð,“ segir Trausti.
Gunnar Gunnarsson ritstjóri og
Björn Þór Björnsson blaðamaður
tóku þessar sumarmyndir um síðustu
helgi.
FRI
Brakandi blíðan heldur áfram
Oft hefur þurft að loka tjaldstæðum þar sem þau voru fullsetin. Mynd: GG
Mikill fjöldi ferðamanna hefur lagt leið sína um Austurland í sumar. Mynd: GG
Fjörugt líf fylgir því að gista úti í náttúrunni. Mynd: GG
Bekkurinn hefur víða verið þéttsetinn á veitingahúsum í blíðunni. Mynd: BÞB
Það er gott að geta skellt sér aðeins út á sjó í hitanum. Mynd: BÞB