Austurglugginn


Austurglugginn - 29.07.2021, Blaðsíða 12

Austurglugginn - 29.07.2021, Blaðsíða 12
Skjótur endir á 25 ára afmæli Franskra daga „Frönsku Íslandssjómennirnir, sem á sínum tíma fiskuðu á skútum sínum í kringum Ísland, komu mikið til Fáskrúðsfjarðar, þar sem þeir reistu spítala árið 1903 og áttu samskipti við heimamenn. Helgina 27.-28. júlí er ætlunin að efna til franskra daga á staðnum til að minnast þessa. Þá verður m.a. á staðnum 9 manna hópur Frakka, ungt fólk á aldrinum 15- 21 árs. Ferð þeirra er hugsuð til að hitta fólkið og glæða áhugann á samskiptum þjóðanna,“ sagði í Morgunblaðinu í aðdraganda þess að Franskir dagar voru haldnir í fyrsta sinn árið 1996, fyrir 25 árum síðan. Fjölmenn og vel lukkuð hátíð Dagskrá Franskra daga í ár, á 25 ára afmælinu, var vegleg og hófst hún á miðvikudaginn með því að skemmtikrafturinn Hjálmar Örn Jóhannsson hélt pöbkviss í Skrúð. Á fimmtudaginn var svo hjólreiðakeppnin Tour de Fáskrúðsfjörður, kenderísganga og loks hin formlega setning Franskra daga. Eftir hina formlegu setningu fóru fram tónleikar Stebba og Eyfa í Skrúð. Á föstudeginum hélt KK tónleika í kirkjunni, brekkusöngur var haldinn við Búðagrund, flugeldasýning og loks hélt Matti Matt uppi stuði í Skrúð fram á nótt. Frönskum dögum var þó slitið fyrr en áætlað var þegar ríkisstjórnin tilkynnti á föstudaginn að aftur yrðu settar á samkomutakmarkanir sem kváðu á um að aðeins 200 manns mættu koma saman. Skipuleggjendur Franskra daga ákváðu að halda sig við fjölskyldudagskrána á laugardeginum og var síðasti hluti dagskrárinnar Íslandsmeistaramót í franska kúluspilinu Pétanque sem hófst klukkan 17:00 á laugardaginn. Allri dagskrá á sunnudaginn var aflýst sem og þeim skemmtunum sem fara áttu fram á laugardagskvöldið. „Franskir dagar lukkuðust frábær- lega. Sólin lék við hátíðargesti eins og hún hefur gert við Austfirðinga í sumar. Sennilega hafa aldrei fleiri mætt á fjölskylduskemmtunina sem fram fór á laugardaginn og það var gaman að sjá. Viðburðirnir sem fóru fram tókust allir vel og það var ekkert vesen. Við sem stöndum að hátíðinni erum afar þakklát öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við hátíðina í ár. Þá erum við einnig ánægð með alla þá sem fjölmenntu á hátíðina bæði heima- og aðkomumenn,“ segir Daníel Geir Moritz einn skipuleggjandi Franskra daga í ár. „Við fundum aðeins fyrir því að mætingin á viðburði sem fram fóru innandyra á fimmtudaginn liðu aðeins fyrir þær fregnir sem farnar voru að berast af útbreiðslu faraldursins.“ Skipuleggjendur settir í óþægilega stöðu „Það var auðvitað svekkjandi að þurfa að aflýsa hluta hátíðarinnar þar sem hún stóð sem hæst þegar það var gert,“ segir Daníel Geir. Hann segir að skipuleggjendur hátíðarinnar séu ekki alveg sáttir við stjórnvöld í málinu. „Við erum afar óánægð með stjórnvöld í þessu máli. Það hefði verið eðlilegra að þetta hefði legið fyrir fyrr og talað hefði verið með afdráttarlausari hætti. Hátíðarhaldarar voru settir í óþægilega stöðu með þessari ákvörðun þar sem okkur er t.a.m. gert að taka mjög stórar ákvarðanir með afar skömmum fyrirvara, við það erum við sem stöndum að Frönskum dögum ekki sátt,“ segir Daníel Geir um skjótan endi á Frönskum dögum. Frá því að stjórnvöld kynntu samkomutakmarkanir síðastliðinn föstudag hefur nokkrum viðburðum á Austurlandi sem fara áttu fram á næstunni verið aflýst, má þar nefna Neistaflugstónleikana sem stefnt var að halda næstkomandi sunnudag. Ekki er ljóst hversu lengi samkomutakmarkanirnar munu vara en líkur eru á því Franskir dagar hafi verið síðasta hátíðin sem haldin verður í sumar. bþb 1041 0966 UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA www.heradsprent.is Leikhópurinn Lotta skemmti ungum sem öldnum á Frönskum dögum. Mætingin á fjölskyldudagskrána á laugardaginn var með allra besta móti. Matti Matt heldur uppi stuði á brekkusöng. Ljósm: Franskir dagar Ásta Hlín Magnúsdóttir Lokaorð í gær og það var alveg geggjað að kveikja aðeins á kerti. Það er skýjað núna og mjög kósý að sitja bara fyrir framan tölvuna með kaffibolla án þess að líða eins og ég sé að svíkjast um að NJÓTA. Svo eru engar samkomur framundan til að missa af og á meðan hefur nóg safnast upp af sjónvarpsþáttum til að horfa á. Ég hugsa mér mjög gott til glóðarinnar að blása rykið af fjarstýringunni og gá hvað er nýjast á Netflix, kannski nógu svalt í húsinu til að breiða yfir sig teppi. Hugsið ykkur bara. Ég er búin að vera í sólarsælunni, á þeytingi um Austurland allan júlí. Það verður að ná að hitta alla, verður alltaf að hafa gaman, fara í sund, borða ís, setja myndir á instagram, fara á tónleika, kíkja í fjallgöngu, grilla, hitta fleiri, kokteila með vinkonum, grilla með fjölskyldunni, út að borða líka, taka myndir og pósta, búin að fara í Vök? Búin að skoða Stuðlagil? Spa í Blábjögum, kaffi í Hafnarhólmanum. Það verður að vera gaman! Fara í frisbígolf, hoppa á ærslabelgnum, sund, ís, njóta, það verður að njóta! Konan sem sat fyrir framan mig á tónleikum í síðustu viku tók þá næstum alla upp á snapchat og skrifaði yfir vídjóin „LÍFIÐ ER NÚNA“ og „LIFA OG NJÓTA“. Keppnin í að hafa gaman, það er sko gaman hjá mér líka. Sennilega skemmtilegra en hjá þér. Finniði ekki fyrir því hvernig pressan er að minnka, dagurinn fer að styttast, hlýindum að ljúka, samkomubann skellur á. Leikskólafríi lýkur. Rútína og hafragrautur. Stundum hefur farið í taugarnar á mér þegar fólk lætur eins og haustið sé komið strax eftir Bræðslu eða verslunarmannahelgi, þegar sumarið er í raun bara rúmlega hálfnað. En núna er þetta eiginlega bara léttir, það er búið að vera svo mikið sumar og nú fer veðrið og samkomutakmarkanir settar á um leið. Línan gæti eiginlega ekki verið skýrari. Gleðilegt haust og takk fyrir geggjað sumar. Mikil ósköp sem við nutum. Bráðum þarf að skafa á morgnana og þá krefst þess enginn lengur að þú sért að NJÓTA, bara lifa af. Það er miklu einfaldara verkefni að þrauka en njóta. Kom hóflega fagnandi haust. Haustar … Tvisvar verður sá feginn sem á steininn sest. Líka sá sem fer í sumarfrí. Fyrsta kvöldrökkrið kom

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.