Austurglugginn - 27.08.2010, Blaðsíða 2
2 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 27. ágúst
Almenn ánægja var með hátíðina
Ormsteiti en hún stóð yfir frá 13.
ágúst og lauk sunnudaginn 22. ágúst.
Hátíðin setur skemmtilegan svip á
bæinn og með hverju ári taka bæj-
arbúar virkari þátt í hátíðinni bæði með
skreytingum innan hverfa og almennri
þátttöku. Austurglugginn hafði sam-
band við framkvæmdastjóra hátíð-
arinnar, Guðríði Guðmundsdóttur,
og tók hana tali. Guðríður er ánægð
með hvernig til tókst en því miður
hafi leiðinlegt veður sett strik í reikn-
inginn. Að hennar mati stóð söng-
lagakeppnin upp úr í ár og „gaman að
sjá hversu margt og áhugasamt tónlist-
afólk við eigum hér í héraðinu“ segir
Guðríður.
Sönglagakeppni Ormsteitis
Sönglagakeppni Ormsteitis fór fram
í Valaskjálf fimmtudagskvöldið 19.
ágúst. Það voru 12 lög sem send voru í
keppnina en þetta er í fyrsta skipti sem
sönglagakeppni Ormsteitis fer fram.
Húsið var fullt og sótti fólk á öllum
aldri viðburðinn. Höfundar laganna
náðu líka yfir í það minnsta 2 kyn-
slóðabil en bæði voru mæðgin sem áttu
lög í keppninni sem og feðgar. Þegar
úrslit voru tilkynnt kom það fram
hjá formanni dómnefndar, Þórhalli
Þorvaldssyni, að einhugur hafi verið
með þrjú efstu sætin. Hann sagði að
bæði hefðu dómnefndarfulltrúar, sem
voru ásamt honum þau Aðalheiður L.
Borgþórsdóttir og Torvald Gjerde, og
áheyrendur í sal verið sammála en þeir
gátu haft áhrif á úrslitin með þátttöku
í símakosningu.
Sigurvegari keppninnar var Jón Bjarki
Stefánsson með lagið „Nú er ég kom-
inn heim“ en hann samdi bæði lag og
texta ásamt því að flytja lagið sjálfur.
Í öðru sæti var Björk Sigbjörnsdóttir
með lagið „Hughrif“ sem hún flutti
ásamt systur sinni, Láru Heiði
Sigbjörnsdóttur. Í þriðja sæti var svo
lag eftir Björn Hafþór Guðmundsson
með texta eftir Hrönn Jónsdóttur sem
Guðmundur R. Gíslason flutti. Það
var Hafþór Valur Guðjónsson sem
átti hugmyndina að keppninni og var
hann einnig hljómsveitarstjóri kvölds-
ins ásamt því að sjá um útsetningu
laganna. Aðal styrktaraðili keppn-
innar var Samkaup. Farandgripur
var veittur fyrir fyrsta sætið sem
er Harpa, útskorin í tré en það var
Hlynur Halldórsson frá Miðhúsum
sem gerði gripinn. Aðrir styrktarað-
ilar voru Gistihúsið Egilsstöðum,
Vaskur, Tónabúðin og Hafþór Valur
Guðjónsson.
Hverfahátíð og karnival
Að mati Guðríðar þá stendur hverfa-
hátíðin og karnivalið alltaf fyrir sínu
og er alltaf jafn skemmtilegt. Aldrei
hefur verið jafnmikið skreytt fyrir
bæjarhátíðina eins og í ár, verðlaun
voru veitt fyrir mest og best skreytta
hverfið en að þessu sinni hampaði
bleika hverfið sigri fyrir best skreytta
hverfið. „Hreindýraveislan er jú stór og
vinsæll þáttur í hátíðinni og lukkaðist
mjög vel, Sigga og Þór hafa séð um að
grilla og var fólkið alveg sérstaklega
ánægt með matinn í ár“ segir Guðríður.
Að lokum vildi Guðríður fá að „senda
öllum fyrirtækjum og einstaklingum
sem styrktu eða aðstoðuðu við hátíð-
ina á einn eða annan hátt þakkir
fyrir framlag sitt. Einnig vil ég
þakka öllum íbúum sveitarfélagsins og
gestum fyrir góðar viðtökur. Ormsteiti
er og verður ekkert annað en það sem
við erum hér í sveitafélaginu.“
Í síðustu viku fjallaði Austurglugginn
um málefni SSA. Þar bar hæst
umfjöllun um ráðningarmál fram-
kvæmdastjóra SSA en Björn Hafþór
Guðmundsson ákvað að sækja um
eftir að ráðningarferlið var komið
af stað. Í ljósi þess að umfjöllun
Austurgluggans hefur vakið þó nokkra
athygli þá var ákveðið að fá viðbrögð
frá oddvita Framsóknarflokksins
í Fljótsdalshéraði, Stefáni Boga
Sveinssyni, og oddvita Sjálfstæðis-
flokksins í Fjarðabyggð, Jens Garðari
Helgasyni.
Stefán Bogi
Það kemur ekkert á óvart
að einhverjir af umsækj-
endum um starf fram-
kvæmdastjóra SSA séu
óánægðir með ráðning-
arferlið. Það hafa líka allir sem að ferl-
inu komu viðurkennt að við umsókn
Björns Hafþórs Guðmundssonar kom
upp mjög óheppileg staða sem óþægi-
legt var að bregðast við. Ég treysti
hins vegar stjórn SSA fyllilega til
þess að taka ákvörðun sem væri best
fyrir hagsmuni sambandsins og það
efast enginn um að Björn Hafþór er
mjög hæfur til að gegna þessu emb-
ætti. Ég vænti mikils af honum í starfi
enda stór verkefni framundan. Það
hefur komið fram gagnrýni á suma
þætti í starfsemi SSA, t.a.m. upp-
lýsingagjöf á heimasíðunni og fleira
af þeim toga. Þetta tengist svo að
mínu viti hugmyndum um að sam-
eina stofnanir í stoðkerfi fjórðungs-
ins til að efla starfsemi þeirra enn
frekar. Þetta er stórt hagsmunamál
sem verður að leiða til lykta sem fyrst.
Á komandi aðalfundi SSA þarf síðan
að takast á við mörg stór mál eins og
ævinlega og ég hlakka til að sitja þar
í fyrsta sinn sem fulltrúi. Þar verður
að leita samstöðu í sameiginlegum
hagsmunamálum eins og t.d. sam-
göngumálum. Ég efa ekki um að
það muni takast enda hefur reynslan
kennt okkur að við Austfirðingar
náum bestum árangri með víðtækri
samstöðu. Það hefur átt við í stórum
verkefnum svo sem þeim veggöngum
sem gerð hafa verið hér eystra og
svo í baráttunni fyrir álverinu í
Reyðarfirði og við verðum að nýta
þennan samtakamátt okkar áfram.
Jens Garðar
Ég tel málið allt bera
keim af klaufalegum
vinnubrögðum í ráðn-
ingarferlinu. Málið
beinist ekki að Birni
Hafþóri persónulega heldur fram-
kvæmdinni á ráðningunni þar sem
hans þáttur spilar verulega inní.
Einnig er gagnrýnisvert hvað upplýs-
ingagjöf SSA er af skornum skammti
– þá sérstaklega á heimasíðunni. Það
verður að bæta svo um munar og
hlýtur að verða gert eftir SSA þingið
nú í september þar sem nýtt skipulag
verður til umræðu og samþykktar. Það
er gríðarlega mikilvægt fyrir samtök
eins og SSA að aðgangur almennings
sé einfaldur og góður að öllum upp-
lýsingum, fundargerðum ofl.
Viðbrögð við umfjöllun Austur-
gluggans um málefni SSA
Ánægja með Ormsteiti
Gæsaveiðitímabilið hafið – svæði
9 lokað fyrir hreindýraveiðum |
Veiðitímabil á grágæs og heiða-
gæs hófst föstudaginn 20. ágúst sl.
Helsingja er leyfilegt að veiða frá
1. september utan Skaftafellssýslna
en þar má ekki veiða helsingja fyrr
en 25. september.
Töluvert hefur sést af veiðimönnum
upp á heiðum í leit að heiðagæs.
Skotveiðitímabilið fer því vel af
stað og útlit fyrir að gæsaveiði-
tímabilið verði gjöfult.
Samkvæmt upplýsingum frá
Umhverfisstofnun þá er Grágæsa-
stofninn áætlaður um100.000
fuglar, heiðagæsastofninn um
350.000 fuglar og helsingjastofn-
inn um 70.000 fuglar. Þessar áætl-
anir miðast við talningar 2008.
Svæði 9 lokað fyrir hreindýra-
veiðum | Engar hreindýraveiðar
eru leyfðar á svæði 9 samkvæmt
ákvörðun Umhverfisráðuneytisins
en það svæði er í Hornafirði.
Umhverfisstofnun mun endur-
greiða þeim veiðimönnum sem
ekki hafa náð að veiða dýr sem þeir
fengu úthlutað á þessu svæði.
Ástæða lokunarinnar eru upplýs-
ingar um verulega fækkun dýra á
veiðisvæði 9 frá því að auglýsing
um hreindýraveiðar fyrir árið 2010
var birt í Lögbirtingarblaðinu 21.
janúar 2010.
Þó langt sé liðið á sumar er enn margt spennandi á döfinni hjá Ferðafélagi
Fljótsdalshéraðs. Laugardaginn 28. ágúst verður sameiginleg ferð Ferðafélags
Fjarðamanna og Ferðafélags Fljótsdalshéraðs þar sem gengið verður um
Afréttarskarð frá Dalatanga fram á Skálanesbjargið til Seyðisfjarðar. Að
göngu lokinni verður svo kvöldverður á Skálanesi. Sunnudagsgangan 29.
ágúst verður svo á Spanarhól, eina af „Perlum Fljótsdalshéraðs.“ Laugardaginn
4. september verður helgarferð með Vernharði Vilhjálmssyni þar sem gengið
verður í Sönghofsdal og síðan skoðuð nokkur einstök gil. Gist verður við
Þríhyrningsvatn. Engin sunnudagsganga verður 5. september. Laugardaginn
11. september er spennandi ferð í samvinnu við „wildboys“, þá Skúla og Óskar.
Gengið verður á Ytri-Tind Dyrfjalla (1136 m). 12. september er sunnudags-
gangan á Múlann í Fljótsdal og 19. september er gengið frá Njarðvíkurbæjunum
út á ystu nöf í fylgd Elvars Hjaltasonar. Að lokum er áhugaverð ferð í Fossárdal
í Berufirði sunnudaginn 26. september þar sem gengið verður í nokkra tíma í
fylgd heimamanna. Áfram verður svo gengið á hverjum sunnudegi í vetur en
ekki verður fyrirfram auglýst dagskrá okt.-maí. ww.fljotsdalsherad.is.
Ferðafélag Fjarðamanna og Fljóts-
dalshéraðs með sameiginlega ferð