Austurglugginn - 27.08.2010, Side 6
6 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 27. ágúst
Dagur í lífi munks
Það ríkir ró og friður í Kapúsínaklaustri í Kollaleiru
á Reyðarfirði. Kapúsínaklaustur er eina karla-
klaustrið á Íslandi. Þar hafast við þrír kaþólskir
munkar frá Slóvakíu. Þeir hafa verið hér mis-
lengi, séra David Tencer lengst eða rúmlega sex ár,
séra Pétur Kovásik í þrjú ár og séra Pétur Fintor,
skemmst eða um hálft ár. David var vant við lát-
inn við sóknarstörf þegar Austurgluggann bar að
garði en starfsvæði þeirra nær frá Bakkafirði að
Höfn í Hornafirði. Pétur Kovásik talar mjög góða
íslensku en eðlilega hefur Pétur Fintor ekki náð
eins góðum tökum á málinu en þó skilur hann og
segir furðu mörg orð þrátt fyrir skamma dvöl hér
á landi. Þeir þakka Þekkingarneti Austurlands og
guði fyrir hversu vel hefur gengið að læra málið.
Munkarnir hafa góða nærveru og það er gaman
að heimsækja þá félaga. Ritstjóra Austurgluggans
var vel tekið þegar hann sótti þá heim .
Í nógu að snúast
Það er mikið um að vera hjá þremenningunum,
fjölmargir gestir koma við í margvíslegum tilgangi,
bæði ferðamenn og sóknarbörn. Þeir fara daglega
um starfsvæðið en a.m.k. einn þeirra er alltaf
viðstaddur í Kapúsínaklaustri. Milli 500 til 600
sóknarbörn eru á starfsvæði þeirra á Austurlandi
og því hafa þeir í nógu að snúast eins og gefur að
skilja. Flest sóknarbarnanna eru af erlendu bergi
brotin en þó eru nokkrir þeirra íslendingar.
Dagurinn byrjar hjá þeim í Kapúsínaklaustri með
bænastund klukkan átta um morguninn og svo
borða þeir saman morgunmat. Eftir hádegismat,
klukkan 12:45 stundvíslega, byrja þeir aðra bæna-
stund. Eftir klukkan fimm er svo þriðja bæna-
stundin, messa og rósakrans en síðasta bænastund
dagsins er svo klukkan tíu um kvöldið. Á milli
þess er nóg um að vera við að sinna almennum
störfum sóknarinnar en þar fyrir utan hafa þeir
í nógu að snúast.
Kokkur, tölvusnillingur og
handlaginn húsgagnasmiður
David er sóknarprestur og sér jafnframt um elda-
mennskuna en hann er kokkur að mennt auk
guðfræðinnar. Pétur Kovásik er handlaginn hús-
gagnasmiður og smíðar í frístundum sínum. Pétur
Fintor einbeitir sér að því að læra íslenskuna og
heldur þeim á klaustrinu vel tölvuvæddum og
upplýstum en hann er að mati félaga sinna algjör
snillingur í tölvumálum.
Margir leita til Péturs Kovásik vegna kunnáttu
hans í húsgagnasmíði og biðja hann um að smíða
allskyns húsgögn fyrir sig. Fólk sem leitar til hans
útvegar efniviðinn sjálft en aðspurður um hvað
Pétur tekur fyrir slíka vinnu þá segist hann ein-
göngu vilja hjálpa og taki því ekkert fyrir en fólki
sé velkomið að gefa klaustrinu framlag. Í frítíma
sínum hefur Pétur verið að smíða myndarlegt
fjárhús skammt frá klaustrinu með aðstoð félaga
sinna. Hann er jafnframt tíður gestur í sundlaug
Eskifjarðar þar sem hann nýtur afslöppunar.
Þremenningunum finnst afar gaman að fara um
náttúru Íslands og fara reglulega í gönguferðir
og veiðitúra á plastbát og ná sér í ferskan fisk úr
sjó til matar. „Ég er mikill útivistarmaður og mér
f innst gaman að ganga en ég sakna skóganna eins
og heima“ segir Pétur og bætir við að hér sé alltof
mikill vindur. Pétur segir að það sé nauðsynlegt
að spara og sýndi blaðamanni Austurgluggans afla
úr síðustu sjóferð en einnig uppskeru sveppatínslu
og kryddjurtaframleiðslu.
Aldrei vafi
Pétur Kovásik ákvað að gerast munkur rétt eftir
tvítugt. Þá gekk hann til sóknarprests og sagði
honum frá löngun sinni. Kaþólska kirkjan tók
honum fagnandi og bauð hann velkominn á skóla-
bekk. Fyrsta árið er án kuflklæða og þar gefst
verðandi munkum kostur á því að kynnast lífi og
starfi munks. Á öðru ári fá þeir að ganga um í kufl-
klæðum og lifa sem munkar. Á þessum tveimur
fyrstu árum læra þeir guðfræði og eftir þrjú ár geta
þeir gerst munkar eða haldið áfram í guðfræði til
að gerast prestar. Sumir eru staðráðnir í að gerast
munkar eftir þrjú ár en mest geta óákveðnir verið
innan um lærimeistara í níu ár áður en þeir ákveða
sig. Á þeim tíma verða þeir samt sem áður að lifa
sem munkar. Að þeim tíma loknum geta þeir sótt
sér frekari menntun í guðfræði og gerst prestar eða
starfað sem munkar. Pétur ákvað að gerast prestur
en það er sjö ára menntun og það er feikinægur
tími til að „hugsa: viltu þetta eður ei“ segir Pétur
brosandi. Hann var alltaf viss en auðvitað koma
stundum upp hugleiðingar sem eru „bara freist-
ingar og koma frá djöflinum“. Einnig segist hann
hafa verið beittur þrýstingi frá fjölskyldu sinni
og vinum í þá átt að láta af löngunum sínum í að
verða munkur. Fjölskyldan hvatti hann reglulega
til þess að koma heim og reyndi að sannfæra hann
um að þar væri betra líf og gott kvonfang sem
spyrðist reglulega fyrir um hann. Hann þakkaði
ávallt pent en var staðráðinn í að kvika hvergi
frá köllun sinni. Pétur átti kærustu áður en hann
ákvað að gerast munkur og segir það „náttúrulegt
að hugsa til kvenna en það er ekki nóg að hugsa bara
með hjartanu, maður verður að nota hausinn líka“.
Allur styrkur kemur frá bænastundum og sá styrkur
yfirgnæfir allt annað. Samband hans við guð er
meira en allar langanir, hvatir og freistingar.
Pétur saknar ekki heimalands síns en að sjálfsögðu
saknar hann ættingja sinna en þau koma hingað
í heimsókn af og til og eins fer Pétur einu sinni
á ári til heimalandsins, Slóvakíu.
Þægileg klæði
Kuflklæðin eru afar þægileg og hlý að sögn Péturs.
Það er ekki nauðsynlegt lengur að vera í kufl-
klæðum nema við messu en klæðin eru tákn og
hefð og því eru þeir alltaf í þeim nema þegar þeir
sinna áhugamálunum sínum eins og við smíðar eða
í gönguferðum. Þeir eru stoltir af klæðum sínum
og finnst þægilegt að ganga um í þeim. Sömu sögu
er að segja um skegg en það er mjög algengt að