Austurglugginn


Austurglugginn - 27.08.2010, Page 12

Austurglugginn - 27.08.2010, Page 12
Rafn Heiðdal, knattspyrnumaður frá Djúpavogi, þakkaði stuðninginn eftir ágóðaleik sem haldinn var á Egilsstöðum fyrir hann seinasta föstudags- kvöld. Rafn hefur í sumar barist við krabbamein og heldur þeirri baráttu áfram. Leikmönnum var skipt í tvö lið, ungir á móti gömlum. Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson stýrði eldra liðinu og lék í vörn þess stóran hluta síðari hálfleiks. Yngra liðinu stýrði Guðlaugur Guðjónsson sem þjálfaði Rafn hjá Neista í yngri flokkum og síðar Hetti í meistaraflokki. Leikmenn keyptu sig inn í liðinu og gátu síðar keypt sér bæði víta- og aukaspyrnur til að fjölga marktækifærum. Fyrsta markið kom úr slíkri spyrnu sem Hilmar Gunnlaugsson keypti og tók en tvær spyrnur fóru síðar í súginn. Undir lok leiksins var allt yngra liðið sent inn á til að reyna að jafna en eldra liðið var þá 3-1 yfir. Það tókst, þrátt fyrir hetjulega tilburði markvarðar eldra liðsins, Magnúsar Jónassonar. Yngra liðið vann síðan í vítaspyrnukeppni en það var Rafn sjálfur sem tók fyrstu spyrnu þess og skoraði úr henni. Rafn, sem er 23ja ára Djúpavogsbúi, ávarpaði gesti í leikslok og þakkaði þeim fyrir stuðninginn. Krabbameinið greindist í byrjun sumars og hefur hann síðan verið í lyfja- og geislameðferðum sem halda áfram. „Það er fyrir mestu að lifa þetta af,“ sagði hann í leikslok. Um þrjú hundruð þúsund krónur söfnuðust á leiknum, fyrir utan fé sem austfirsk fyrirtæki gáfu til söfnunarinnar. Hægt er að styrkja Rafn með að leggja inn á reikning 1147-05-401910 á kennitölu 191087-3729. GG Styrktarleikur fyrir Rafn Heiðdal „Fyrir mestu að lifa þetta af“ Um þessar mundir er skólastarf að hefjast alls staðar í landinu. Menn eru misjafnlega stemmdir til að takast á við verkefni vetr- arins eins og gefur að skilja, alltaf er einhverrar aðlögunar þörf eftir dásemdir sumarsins. Það er ágætt að koma aftur til starfa en því fylgja þó sem endranær blendnar tilfinningar þegar ég leiði hugann að stöðu grunnskólakennara hérlendis. Ég er orðin dauðleið á að rökræða launamál mín við fólk sem hefur ekkert vit á þeim en er sannfært um að ég, líkt og aðrir kennarar, vinni ekki fyrir laununum mínum. Ég er orðin leið á að biðjast afsökunar á sumarfríinu mínu. Ég er líka orðin þreytt á að þurfa að rökræða fagmál stéttar minnar við hvaða Jón og Gunnu sem er og hlusta á stóryrtar skoðanir ófaglærðs fólks sem telur sig vita mun betur hvernig á að skipuleggja kennslu og skólastarf en við sem höfum menntað okkur til þess. Þótt ég skilji að vissu leyti af hverju fólk lætur sig skólamál varða, flestir eiga jú börn og láta sig velferð þeirra miklu skipta, er jafnþreytandi að verða enn vitni að fordómum fólks sem virðist setja kennara aðeins skör ofar en hreppsómaga. Ég uppgötvaði það nýlega að fræðslunefndir þessa lands, sem taka veigamiklar ákvarð- anir um skólamál á hverjum stað, eru pólitískar nefndir og í fæstum tilvikum eru þeir sem í þeim sitja menntaðir til slíks. Af hverju er það þannig? Ég skil ekki hvernig það er til komið. Mér fyndist eðlilegt að í fræðslunefnd veldist fólk sem hefði reynslu og menntun á þessu sviði. Þannig ímynda ég mér að þetta sé í öðrum stéttum. Hvernig kæmi það til dæmis út ef í fagnefnd hjartaskurðlækna sætu píp- ari, rafvirki og flugfreyja? Með fullri virðingu fyrir því ágæta fólki sem situr í fræðslunefnd hefur mér alltaf fundist þetta skrítið. Og sýna, enn og aftur, að kennurum og öðru til-þess- menntuðu fólki, sé ekki álitið treystandi fyrir menntamálum. Námskeið sem kennarar eru skikkaðir til að sitja á sumrin bera þess líka ansi mörg vitni að það er talið mikilvægara að við fáum ekki of langt frí heldur en að þau séu til nokkurs. Ég hef að minnsta kosti sjálf eytt of stórum hluta lífs míns í að sitja leiðinleg og illa skipulögð námskeið sem bæta engu við kunnáttu en draga hins vegar stórlega úr lífs- gleði minni. Ég er nefnilega sérfræðingur á mínu sviði. Mér er treystandi fyrir því sem ég hef menntað mig til að gera, fyrir velferð barna ykkar, og það er einn af fjársjóðum þessa lands að enn skuli jafnhæft fólk og raunin ber vitni fást til að starfa í grunnskólunum. Hugleiðing HVAÐ GERÐI MORGUNBLAÐIÐ? HVAÐ GERÐI FRÉTTABLAÐIÐ? HVAÐ GERÐI RÍKISÚTVARPIÐ? Það lokaði á Austurlandi Það lokaði á Austurlandi Það hætti að dreifa á Austurlandi AUSTURGLUGGINN ER HÉR! FYRIR YKKUR! Nýtt áskriftartilboð Nýir áskrifendur á fyrsta mánuð áskriftar frían. Mánaðargjald eftir það er 1.400 kr. Sendu netpóst á auglysing@austurglugginn.is eða hringdu í síma 477-1571.“

x

Austurglugginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.