Austurglugginn - 27.08.2010, Side 5
Föstudagur 27. ágúst AUSTUR · GLUGGINN 5
Ákveðin vandamál hafa komið upp vegna frá-
rennslis frá uppsjávarfrystihúsi HB Granda á
Vopnafirði sem orsakar grútarmengun eins og
komið hefur fram í fjölmiðlum.
Íbúi Vopnafjarðar og viðmælandi
Austurgluggans benti á að það
væri ekkert nýtt við þessa grút-
armengun þó svo að hún sé mun
meiri núna. Grútarmengun hefur
verið viðloðandi vandamál lengi
en núna eru þó merki um vilja til
þess að koma í veg fyrir grútinn.
Það hefur aldrei verið unnið annað
eins magn af síld og makríl í upp-
sjávarfrystihúsinu og nú í sumar. Í
ár er búið að frysta rúm 7.500 tonn
af afurðum á móti 1.200 tonnum í
fyrra. Í tilkynningu frá HB Granda
sem send var bæjarbúum segir að
„við þessa vinnslu féll til gífurlegt
magn af f itu og tækin höfðu ekki
við og úrræði greinilega ekki verið
nægilega viðbúin því“.
Stjórnendur félagsins hafa fengið verkfræðistof-
una EFLU til þess að gera úttekt á frárennslis-
og mengunarmálum með það að markmiði að
leysa vandamálið til frambúðar. Vinnslustöðvun í
byrjun vikunnar var að fullu nýtt til að endurbæta
og lagfæra núverandi búnað og eins má nefna að
nú þegar er hafin hreinsun á fjörum í samvinnu
við og undir stjórn Vopnafjarðarhrepps.
Austurglugginn hafði samband við Vilhjálm
Vilhjálmsson, deildarstjóra uppsjávarfisks, sem
segir að grútarmengun hafi komið upp í nokkrum
tilfellum áður en ekkert í líkingu við þetta og
bætir við að þeim hjá HB Granda „ f innist sárt
til þess að hugsa að það haf i þurft þetta stórt tilfelli
grútarmengunar til að vekja okkur almennilega til
að fara heildrænt yf ir f ituflæðið hjá okkur og frá-
rennslismálin. Grútur er að uppistöðu til f ita sem
við vinnum lýsi úr. Grúturinn er því til marks um
tekjutap hjá okkur.“
Hreinsun hefur staðið yfir undanfarið með sam-
ráði við sveitarstjóra og hafnarvörður hefur verið
fenginn til að hafa yfirumsjón með hreinsun fjör-
unnar. Tveir aðilar hafa fengist við hreinsunina;
Hjálmar Björgólfsson, Vopnfirðingur, og Bólholt
sem er fyrirtæki á Egilsstöðum
og hefur m.a. séð um hreinsun á
fitugildru fyrir HB Granda. Þessir
aðilar sugu upp fitu- eða grút-
arkekki þar sem það var hægt en
þegar grútur er á annað borð sestur
upp í fjörurnar er ekki um marga
kosti að ræða segir Vilhjálmur.
Vilhjálmur telur að náttúran sjálf
sé besta hreinsiaðferðin og að sjór
og veður muni veðra grútinn í
burt. Það á hins vegar að athuga
hvort það geti flýtt eitthvað fyrir
að sprauta heitu vatni á grútinn
þegar því verður við komið.
Í tilkynningunni sem HB Grandi
sendi bæjarbúum vill fyrirtækið
taka fram að það mun gera það
sem í þeirra valdi „stendur til að
koma fráveitumálum okkar í fyr-
irmyndarlag. Nú er verið að auka afköst dælingar
og f ituhreinsunar í vinnslunni. Við erum að láta
kafa með útrásarlögninni og munum koma henni
í lag.“ Jafnframt segir í tilkynningunni að fyr-
irtækið vilja biðja íbúa Vopnafjarðar afsökunar á
þessu og muni „gera allt sem í okkar valdi stendur
til að koma fráveitumálum okkar í fyrirmyndarlag
og hraða því ferli eins og hægt er.“ segir í tilkynn-
ingunni.
Unnið að lausn vegna frárennslismála
Austfirðir eru tvímælalaust meðal
fegurstu svæða landsins, með sínum
djúpu fjörðum, tignarlegum fjalls-
tindum, litríku megineldstöðvum
og fjölbreyttu strandsvæðum.
Eyðifirðirnir eru sveipaðir dulúð
og djúpstæðri fegurð þar sem heilir
sagnbálkar fylgja hverju leiti; arfleið
kynslóðanna. Þetta land hefur hver
kynslóðin af annarri nýtt sér til viður-
væris áður en sú næsta tók við búinu.
Og þótt hljóðnað hafi í sumum fjörð-
unum hefur núverandi kynslóð sínar
skyldur sem fyrr gagnvart landi og
komandi kynslóðum. Það eru mikil
verðmæti sem Austfirðingum er
falið í fjörðum og víkum á borð við
Vöðlavík og Viðfjörðinn.
Á umliðnum öldum var gengið nærri
landinu á þessum slóðum, kannski
ekki síst á fyrri hluta síðustu aldar.
Þá fjölgaði sauðfé og beit jókst, svo
víða sjást ennþá merki um
ofbeit sem var – en nú vex
gróðri óðfluga ásmegin og
hann hylur æ betur sárin. Og
mörgum hefur runnið til rifja
ástandið og einhverjir fundið
sig knúna til að hjálpa til við
endurreisn landkosta með landbótum
af ýmsu tagi. Meðal þeirra ráða sem
beitt hefur verið við uppgræðslu
landsins er sáning lúpínu eins og
víða annars staðar á landinu.
Lúpínan er innflutt tegund, sem hefur
víða reynst ágeng. Hún þrífst afar
vel í víkum og fjörðum Austfjarða og
er tekin að breiðast þar ört út. Það
er tilefni þessa pistils að mig langar
að biðja ykkur Austfirðinga að huga
aðeins nánar að þessari þróun. Svo
dæmi séu tekin, þá er engin þörf á
lúpínu til landbóta í Vöðlavík og
Viðfirði. Þar nægir að aflétta beit-
arálaginu, eins og nú hefur
verið gert, og náttúrulegur
gróður breiðist út og eflist.
En nú á hann í samkeppni við
lúpínuna, sem mun á næstu
árum og áratugum verða æ
ríkari þáttur í náttúrfari svæð-
isins ef ekkert verður að gert.
Einhverjum kann þó að finnast þetta
æskileg þróun. En stöldrum aðeins
við. Er það hlutverk núlifandi kyn-
slóðar að skila lúpínufjörðum og
víkum til þeirra næstu? Höfum við
sem nú lifum umboð til þess? Eða
er kannski hægt að gera þá kröfu til
okkar að við skilum af okkur nátt-
úrufari sem einkennt hefur svæðið
síðustu árþúsundin, en í þó mun
betra ástandi en það var um miðja
síðustu öld?
Austfirðingum er trúað fyrir ómet-
anlegum náttúruverðmætum sem
felast í fjörðum og víkum svæð-
isins. Frekari útbreiðsla lúpínu er
mikið og áberandi inngrip í nátt-
úrufar eyðibyggða svæðisins. Innflutt
ágeng tegund á tæpast erindi í nátt-
úruperlur Austfjarða, frekar en t.d.
á Hornströndum þar sem land-
eigendur o.fl. gera sitt besta til að
koma í veg fyrir útbreiðslu hennar.
Er kannski kominn tími til að spyrna
við fótum í eyðibyggðum Austfjarða?
Til dæmis með liðsinni vaskra ung-
linga sem gætu slegið lúpínuna og
hamlað útbreiðslu hennar einhverja
daga á ári? Það tæki mörg ár, svita
og tár, en væri erfiðisins virði.
Með vinsemd og þökk fyrir að fá að
heimskækja og njóta þessa fallega
svæðis.
Ólafur Arnalds
Náttúrufræðingur, Mosfellsbæ
Bréf til blaðsins
Lúpínan og fegurð austfirskra eyðibyggða