Austurglugginn - 11.10.2007, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 11. október AUSTUR · GLUGGINN 13
Um páskana 2006 fóru nokkrir
sportveiðimenn af Fljótsdalshéraði
í veiðiferð á sléttur Afríku. Þar voru
þeir í átta daga ásamt leiðsögumönn-
um við veiðar á villtum dýrum í
Namibíu. Ferðin er þeim minnisstæð
og að þeirra sögn mikil ævintýraferð.
Í valnum lágu alls kyns dýr, svo sem
Hlébarði, Sebrahestar, Dádýr, Gnýr
og fleiri skepnur. Hlébarðinn ásamt
dádýrshausum var uppstoppaður í
Afríku, ásamt því sem skinn voru
verkuð ásamt hauskúpum og hornum
dýranna. Herlegheitin komu svo í
póstsendingu til Egilsstaða í síðustu
viku og var sendingin tekin upp á
Bílasölu Austurlands.
Sportveiði-
menn fá
væna sendingu
frá Afríku
Kristján Már Magnússon með sögufrægan hlébarða sem hann skaut
í ferðinni. Hann var svo uppstoppaður og er nú uppi á vegg á heimili
hans.
Sveinn Hallgrímsson skaut Gný,
skinnið af honum er nú á stofugólfi
heimili hans.