Austurglugginn


Austurglugginn - 11.10.2007, Blaðsíða 11

Austurglugginn - 11.10.2007, Blaðsíða 11
 Fimmtudagur 11. október AUSTUR · GLUGGINN 11 Birkir Jón Jónsson þingmaður Norðausturkjördæmis hefur nú bæst í hóp bloggara landsins. Á bloggsíðu sinni, birkir.blog.is, fjallar Birkir fyrst og fremst um pólitík. Hér birtum við athyglis-verða færslu hans um mót- vægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Ný ríkisstjórn hefur það að forgangsverkefni að leggja niður Flutningsjöfnunarsjóð. Sjóðnum er ætlað að jafna flutningskostnað á bensíni og olíu um landið. Til dæmis er bensínið á Þórshöfn 3,30 kr. ódýrara en ella og gasolían 2,20 kr. Nú er það ljóst að verð á eldsneyti á landsbyggðinni mun hækka í kjölfar þessara „mótvægisaðgerða“ ríkisstjórnarinnar, þó var það allt of dýrt fyrir. Þvílík skilaboð á þessum síðustu og verstu tímum fyrir margar byggðir landsins! Stærsti smásöluaðilinn, Bónus, má eiga það að það er flutningsjöfnun á vörum fyrirtækisins, sama verð um allt land. Ég legg til að Jóhannes í Bónus verði kallaður til og ráðleggi ríkisstjórninni í þessum efnum. Því öll viljum við að það ríki jafnræði milli íbúa landsins í þessu sem öðru. Ég verð að viðurkenna að niðurlagning Flutningsjöfnunar- sjóðs kemur mér ekki algjörlega á óvart. Íhaldið hefur á síðustu 12 árum haft uppi tilburði að koma þessum sjóði fyrir kattarnef en hefur ekki haft erindi sem erfiði. Samfylkingin hefur selt sig ódýrt og þessi ákvörðun er einungis lítill hluti af þeirri málefnalegu brunaútsölu sem fram fór á Þingvöllum síðasta vor. Svanhvít og Jóna María Þessa dagana er kornflex í miklu uppáhaldi hjá okkur mæðgum. Því koma hér tvær uppskriftir með kornflexi; Við mæðgur skorum á bróður/frænda minn Stefán Arason tónskáld, sem er búsettur í Danmörku, að vera matgæðing næsta Austurglugga. Verði ykkur að góðu. Svanhvít og Jóna María Ca. 1 dós af sýrðum rjóma er hrærð í skál og töfrakryddið sett út í eftir smekk. Kornflexið mulið og svo er kjúklingabringum velt fyrst upp úr sýrða rjómanum og svo upp úr kornflexinu. Bringurnar settar í eldfast mót og bakaðar í ofni við 180 í ca 30 mín. Borið fram með híðishrísgrjón- um, sweet-chilli sósu og góðu salati. Kornflexkjúklingur (f. 4) Kornflexkökur (uppáhaldið hennar Jónu Maríu) 4 kjúklingabringur (skinn og beinlausar) 1 dós sýrður rjómi Töfrakrydd frá Pottagaldri Kornflex Sírópið og smjörlíkið er hitaði í potti. Súkkulaðið bætt úti, passa að láta það ekki sjóða. Kornflexið aðeins mulið, sett úti og svo í muffinsform. Vel kælt eða fryst. 4 msk síróp 60 gr smjörlíki 75 gr súkkulaði 100 gr kornflex (gróf mulið, líka hægt að nota crispies) ÞVÍLÍKAR MÓTVÆGISAÐGERÐIR 4.10.2007 | 11:16 klippan Blogg 20 ára afmæli Fellaskóla var haldið hátíðlegt á laugardaginn var. Á sama tíma fór fram uppgjör þemadaga sem hafa staðið yfir í skólanum. Fyrsti skólastjóri skólans, Sigurlaug Jónasdóttir, tók til máls ásamt Sigurrós Gylfadóttir, sem hefur verið nemandi, starfsmaður og foreldri við skólann og þekkir starf hans vel í gegnum árin. Sýnt var skemmtilegt og fyndið myndband sem sýndi brot úr 20 ára sögu skólans. Myndarlegar gjafir Óskar Bjarnason frá Bólholt ehf. afhenti skólanum myndarlega gjöf í tilefni dagsins, en það voru 15 skáksett og skákklukkur ásamt úti- tafli með risvöxnum skákmönnum. Sverrir skólastjóri hafði það á orði í gamansömum tón að hann hefði ekki hlutast til um gjöfina, en hann er annálaður skákáhugamaður. Ónefnt foreldri afhenti svo skólastjóra 100 þúsund krónur að gjöf fyrir hönd dætra sinna sem eru fyrrverandi nemendur við skólann. Í lok dagskrár fluttu svo nemendur lagið “Hjálpum þeim” en salurinn tók vel undir. Þemadagar skólans snerust einmitt um hjálparstarf og var meðal annars fjársöfnun á meðal nemenda eyrnamerkt hjálparstarfi í Afríku. Fellaskóli 20 ára Það var falleg stund þegar nemendur Fellaskóla sungu “Sameinumst, hjálpum þeim.”

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.