Austurglugginn


Austurglugginn - 11.10.2007, Blaðsíða 2

Austurglugginn - 11.10.2007, Blaðsíða 2
2 AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 11. október Eftir því sem Austurglugginn kemst næst eru samningaviðræður í gangi sem tengjast malarréttindum og malarsölu til Landsvirkjunar vegna Kárahnjúkavirkjunar úr landi Laugavalla, og munu vera þar miklir fjármunir í húfi. “Þetta hangir allt saman,“ segir Þorvaldur B. Hjarðar einn fjögurra landeigenda við Laugavelli. Getgátur hafa verið uppi um að Landsvirkjun hafi tak á eigendum Laugavalla vegna malarréttindanna. En er Lands- virkjun með eigendur Laugavalla í skrúfstykki vegna samninga um malarréttindin, og sölu á þeim til Landsvirkjunar? “Þetta mál get ég bara ekki tjáð mig um,” sagði Þorvaldur. “Ég get bara tjáð mig um minn hlut í jörðinni.” segir Þorvaldur þegar hann var þráspurður. Eigendur Laugavalla í skrúfstykki Landsvirkjunar? Eigendur jarðarinnar Laugavellir í Jökuldal ákváðu að una niðurstöðu matsnefndar um verðmæti vatnsréttinda vegna Kárahnjúkavirkjunar. Haustroði á Seyðisfirði Tippalingur valin fallegasta gulrótin Haustroðinn fór fram á Seyðisfirði um helgina, þrátt fyrir leiðindaveður. Eru menn almennt sammála um að Seyðfirðingar hafi verið óheppnir með veður á Haustroðanum undanfarin ár. Þeir eru þó hvergi nær af baki dottnir og stóla á betra veður á næsta Haustroða. Ýmsir viðburðir voru í boði á Haustroða þetta árið. Meðal annars var keppt í sultukeppni þar sem 14 heimagerðar sultur kepptu um verðlaun. Verðlaunin hlaut Vigdís Helga fyrir sítrónu- og hunangssultu sína sem gerði góðan róm meðal dómnefndar. Nafnlaus kartafla fallegust Í fegðurðarsamkeppni rótarávaxt- anna tóku sex fulltrúar þátt, þar af voru fjórir verðlaunaðir sérstaklega. Gulrótin Engilfríð hlaut titilinn furðulegust og stærst í flokki gulróta. Fallegasta gulrótin var valin gulrótin Tippalingur. Kartöflurnar Hjörtur og Nýru hlutu titilinn stærst og furðulegust í flokki kartaflna. Nafnlaus kartafla Stefáns Ómars hlaut titilinn Fallegust í flokka kartaflna. Gestir í Angró kusu í þessari sérstæðu keppni meðal rótargrænmetis. Margt fleira var í boði á Haustroða sem er árleg uppákoma á Seyðisfirði. r Nýr sérútbúinn snjótroðari í Stafdal 26. september gekk Seyðisfjarðabær frá kaupum á nýjum snjótroðara af gerðinni Kossbohrer Pitsen Bully 200, árgerð 2006. Þessa ljósmynd tók Björg Jónsdóttir á Vopnafirði á dögunum. Það er ekki ósjaldan sem við Austfirðingar fáum að njóta slíks sjónarspils skýja, himins og sólar. Ólafur Hr. Sigurðsson, bæjar- stjóri, Harald Hage, Kassbohrer og Ívar Sigmundsson, Kassbohre, handsala kaupsamning um nýjan snjótroðara. Hið keypta tæki er sýningarein- tak og er því troðarinn ónotaður að mestu. Kaupverð er um 20 milljónir komin til landsins. Þykir troðarinn fjölhæfur og aflmikill, en hann er sérútbúinn til að þjónusta brettasvæði. Nýji snjótroðarinn er væntanlegur til landsins í desember og má segja að tilkoma hans sé bylting og mikil framför fyrir skíðasvæðið í Stafdal og iðkendur þar. Uppsagnir á Breiðdalsvík Hluta starfsfólks Fossvíkur á Breiðdalsvík hefur verið afhent uppsagnarbréf. Uppsagnirnar taka gildi um áramót. Að sögn Ríkharðs Jónassonar hjá Fossvík vonast hann til þess að uppsagnirnar taki aldrei gildi. “Hins vegar er þetta ákveðin öryggisventill sem við þurfum að setja með þessum uppsögnum í ljósi óljósrar stöðu í sjávarútveginum.” segir Ríkharður. Fossvík hefur meðal annars unnið fisk frá Eskju hf. í verktöku, staðan er því óljós eins og er hvað varðar framhaldið. Ríkharður segir þó að blikur séu á lofti og ákveðin verkefni séu í bígerð. “Ég ætla rétt að vona það.” segir Ríkharður aðspurður um hvort verði hægt að halda starfsemi Fossvíkur gangandi.

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.