Austurglugginn


Austurglugginn - 11.10.2007, Blaðsíða 8

Austurglugginn - 11.10.2007, Blaðsíða 8
8 AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 11. október Upphaf málsins var að Ingólfur Sveinsson, Eiður Sveinsson, Guðmundur Þór Gunnþórsson og Friðrik Friðriksson, félagar í Lífeyrissjóði Austurlands rituðu Ríkissaksóknara bréf í apríl 2003, og kærðu framkvæmdastjóra sjóðsins og endurskoðanda fyrir brot á lögum um Lífeyrissjóði. Þeir höfðu reiðst mjög fréttum af meintri fjármálaóreiðu í sjóðnum, eftir að hafa greitt í hann alla tíð. Í kærunni kom fram að milljarða tap Lífeyrissjóðsins mætti að hluta til rekja til ólögmætrar meðferðar á fjármunum sjóðsins. Rannsókn Efnahagsbrotadeildar hófst með bréfi lögreglunnar til Fjármálaeftirlitsins í júlí 2003 þar sem óskað var gagna varðandi Lífeyrissjóðinn og liðveislu við rannsókn. Hrafnkell A. Jónsson, sem lést í sumar fékk hreinsaða æru sína, auk Eiríks Ólafssonar en þeir skiptust á að sitja sem stjórnarformenn í sjóðnum. Eiríkur var einn af þeim sem ákærður var í upphafi, en sýnt þótti að framkvæmdastjórinn hafði blekkt stjórn Lífeyrissjóðsins. Kæran hafði alvarlegar afleiðingar fyrir Eirík, en hann þurfti að sitja undir því í fjögur ár að ósekju að vera sakamaður. Samkæmt dómnum er engum öðrum um að kenna en framkvæmdastjóranum sem blekkti stjórnina. Framkvæmdastjórinn beitti blekkingum Markverðasta niðurstaða málsins er sú að hún hreinsar loks fyrrverandi stjórnarmenn sjóðsins af alvarlegum ásökunum sem á þá voru bornar. Upprisa æru Hrafnkells A. Jónssonar Eftir að rannsókn málsins hafði staðið yfir í þrjú ár, fékk Hrafnkell A. Jóns- son að vita það að meintar sakir hans í málinu væru fyrndar og því ekki hægt að ásækja hann. Í efnisatriðum málsins sést hins vegar glöggt að sök Hrafnkells er alls engin utan þá að treysta orðum framkvæmdastjórans og endurskoðanda sjóðsins sem var meðákærður á málinu. Athyglisvert er að eftirmaður Hrafnkells sem stjórnarformaður var ekki ákærður í málinu. Hafi ekki verið ástæða til að ákæra eftirmann hans, því síður var ástæða til að ákæra Hrafnkel. Hrafnkell hefur með dómnum loks hlotið uppreisn æru, enda kemur nokkuð skýrt fram í yfirheyrslum yfir honum og öðrum sem fyrir dóminn komu að hvorki Hrafnkell né aðrir stjórnarmenn hafi haft vitneskju um fjárfestingar og lánveitingar sem dómurinn tekur til. Upphafið Félagar sjóðsins hófu málið Héraðsdómur fjallaði meðal annars um kaup Lífeyrissjóðs Austurlands á hlutabréfum í hinu sögufræga knattspyrnuliði, Stoke City. Svik, blekkingar og ólöglegar fjárfestingar - Tafir á rannsókn Efnahagsbrotadeildar þess valdandi að engin mun sæta refsingu vegna fjármálaóreiðu Lífeyrissjóðs Austurlands. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Austurlands, Gísli Marteinsson var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur 19. júní síðastliðinn. Hann var ákærður fyrir umboðssvik, brot gegn lögum um skyldutryggingar lífeyrisréttinda og starfssemi lífeyrissjóða. Meðákærður var fyrrverandi endurskoðandi sjóðsins. Málið er umfangsmikið og tekur til fjölmargra gjörða Gísla er hann sat í stól framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Austurlands. Ákæruatriði þau sem hann var sakfelldur fyrir taka til lánveitinga framkvæmdastjórans til sjálfs síns og eiginkonu sinnar, að hann hafi farið út fyrir heimildir til fjárfestinga fyrir hönd sjóðsins og stefnt þar með fjármunum sjóðsins í stórhættu. Ber þar hæst kaup hans á bréfum í eigin eigu í gegnum önnur félög auk annarra ólöglegra fjárfestinga hans fyrir sjóðinn. Sök hans í sumum ákæruliðum var fyrnd, þar sem meira en tvö ár liðu frá broti þar til rannsókn hófst. Tekur ekki út refsingu Í refsingarorðum segir: “Ákærði Gísli hefur ekki áður gerst brotlegur við lög. Hann er roskinn að aldri og mál þetta hefur tafist óhæfilega hjá lögreglu og ákæruvaldi. Þykir mega fresta því að ákvarða ákærða refsingu og ákveða að refsing hans falli niður að liðnu einu ári frá dómsuppsögu.” Hann fékk því lægsta mögulega dóm fyrir brot sín. Ekki síst vegna þess að það hafði dregist mjög á langinn í höndum Efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Meira en fjögur ár liðu frá því kært var í héraði þar til dómur var kveðinn upp. Enginn mun því taka út refsingu vegna taps sem sjóðurinn sætti meðal annars vegna ólöglegra fjárfestinga framkvæmdastjórans. Endurskoðandi sjóðsins sem einnig var einn eigandi hluta- félagsins Ísoldar, sem meðal annars þáði lán frá sjóðnum meðan endurskoðandinn starfaði fyrir LA, hlaut ekki refsingu í málinu fyrir brot á lögum enda var sök hans fyrnd áður en rannsókn hófst.

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.